Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1940, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1940, Síða 6
42 DÝRAVERN.DARINN fært mér heim sanninn um þa8, aS tillögur mínar þá hafa haft nokku'ö til síns ágætis. Eg er alinn upp í nágrenni viö réttir, og hefi frá því eg man fyrst, séö svo hundruðum skiftir af uppgefnu rekstrarfé. Margt hefir veriS skiliö eftir í högunum, eöa því hefir veriö komiS fyrir heima til geymslu. Eg hefi fylgst meS þessum vesa- lingum, eigrandi eSa skríSandi á hnjánum næstum á sama blettinum dögum saman, og þó hefir æfi þeirra veriS betri en hinna, sem hafa hreppt þaö hlutskifti, aS kveljast á hnakkkúlunni, oft í hönd- um manna, sem töluvert hafa veriS farnir aS lask- ast á vitsmununum, eins og oft kemur fyrir í rétt- unum, en um þaS seinna. SíSustu árin hefir uppgefnu fé mjög fækkaS, sem stafar af því, aS nú er fé úr fjarlægum héruS- um ekki rekiS til rétta, en geymt á ööruin stöSum, og svo hinu, aS miklu ví'Sar er dregiS í sundur, og þess vegna minkar þaS, aS sama kindin sé rekin úr einni réttinni í aöra dag eftir dag. Til þess aS fyrirbyggja, aö réttaskipulagiS, eins og þaS er, þvingi menn til dýraníSslu, þarf aS setja upp giröingar viS allar réttir, þar sem fé kemur úr út-réttum og þar í séu látnir aSkomu-rekstrar, og þeir fái aS njóta friSar og næSis þar til langt er komiS aö draga leitarsafniS; þá sé útrétta féS rek- iS inn og dregiS í sundur. Á þennan hátt er þaS trygt, aS útrétta fé fái notiS næringar og hvíldar. Þeim, sem þykir þetta hégómamál, vil eg benda á, aS þaS hafa oft komiS fram kvartanir um skemd- ir i íslensku kjöti, og ef eg man rétt, þá var Gisli GuSmundsson gerlafræSingur eitt sinn fenginn til aö rannsaka einkennilegar súrskemdir á kjöti, sem selt var til Noregs. Hann komst aS þeirri niSur- stööu, aö skemdirnar stöfuSu frá of-þreytu, og ráö- lagöi; aS féS fengi góöa hvíld, áSur en því yröi slátraö. NiSurstaSa hans kemur vél heim viö þaS, sem nú er haft fyrir satt, aS þreyta stafi af mjólkúr- sýrumyndun í vöSviuium. Allir, sém nö'kkuS háfa fengist viö íþróttir, ýita', aö 'léttár æfingar geta gert óvana svo eftir sig, aö þeir veröí sem lúrk- um lamdir, þó þjálfaSir menn þoli aö leggja á sig ótrúlegt erfiöi, án þess aö taka nærri sér. — FéS er óvant áreynslu, þegar réttir byrja, og þaö er sérstaklega áriSandi aS hlífa því i fyrstu leitum og réttum, svo þaS þoli betur þaS erfiöi, sem óhjá- kvæmilega liggur fyrir því viö allskonar rekstra og réttastörf. Til gamans vil eg geta um rekstur, sem eg mætti fyrir mörgum árum á hólmunum milli ElliSaánna. Reksturinn rann létt, eins og fé sem er aS koma aö húsi, þegar kallaö er á þa'S, og1 þó var margt lamba í honum. Mönnunum mætti eg flestum uppi í miSri brekku. Mér var forvitni á aö vita, hvaSan þetta fé kærni. Austan úr FljótshlíS var svariS. Svona dæmi sýna, hvernig hægt er aö reka fé, jafnvel þó um langar vegalengdir sé aS ræöa. Og mikill var munurinn eöa aS arga því áfram staöuppgefnu meö hundum og glamrandi blikkdunkum. ÞaS, sem hér heíir veriö sagt, miöast aö mestu viS sláturfé, en ekki er þörfin minni aS verja líf- féö ofþreytu og hungri. í því sambandi langar mig til aS vitna í ágæta grein í Andvara síSan 1886, og er rituS af Kristján Jónassyni, en hann var sendur til Englands, til þess aS læra ullarmeSferS og grenslast um hverjir gallar þættu verstir á íslenskri ull. Kaflinn um meSferS sauöfjár til ullarbóta er eftir Hermann Jónasson búfræöing, síöar skóla- stóra og alþm. Þar í er þetta á bls. 86: „Ef kind- ur þjást af sjúkdómum, eöa mæta snöggum mis- muni á fóSri og tíSarfari, þá koma fram mitti eöa liöir á hornunum, og eru þaS víöa nefndir sultar- liöir, áraliSir o. s. frv., en samsvarandi bláþráöur kemur ætíS á ullina, og þar slitnar háriö, mæti þaö átaki, og slitnar því oft í sundur, þegar kernbt er. Þessi ull hefir því mjög lítiS notagildi, og ef hún er seld sem góS ull, er hún svikin vara. Það er mjög áríðandi, að fé mæti ekki harðrétti á haustin, því þá er ulliri, einkum þeliS, lítiS meir en liálf- vaxiö, og því aldrei jafn skaSlegt aö bláþræSir komi á þaö. AS varna þessu, kernur heldur ekki í bága viS annaS, því aS þetta er nauösynlegt fyrir lieilsu kindanna og öll afnot þeirra. Einnig er þetta sparnaöur meS heyin, því aS fé, sem leggur mikiS af á haustin, er sannnefndur eldur í heyjum, sem eölilegt er; því aS þegar fitan er aS miklu leyti eydd, úr bandvefunum, veröur féö miklu kulsælla, og þarf því meira af efni a'S brenna í líkamanum, til þess aö líkamshitinn haldist vi'S, en þetta efni verSur aS veitast meö fóörinu. Þetta hefir og reynslan kent um langan tíma, þótt mar'gir breyti á móti þessari kenningu sér til stórskaSa.“ ÞaS vantar ekki, aS mörgum hefir veri'S þa'ö ljóst, að mikið veltur á aS meöferSin sé góS aS

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.