Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 8
2 DtRAVERNDARINN Verðlaunarifgerð I tHeiHÍef a 0/*'- Allt frá upphafi Islands Ijyggðar og til vorra daga hefir heáturinn l'ylgt kynslóðunum, sem komu og fóru, líkt og nótt fylgir degi. Með þjóðinni hefir hann þolað marga þunga raun sem hún sjálf og önnur húsdýr, cr fylgt hafa henni á kvalagöngu hennar um land hinna óbeizluðu náttúruafla, elds og íss. Um land, sem um margra alda skeið var hncppt þræl- dómsfjötrum erlendra þjóða. Eigi mun ofsagt, að hesturinn hal'i allt frá upphafi orðið einna harðast úti af húsdýrum þjóðarinnar. Er það í rauninni eðlilegt, þegar þess er gætt, að hann þolir harðrétti bezt þeirra allra, enda er likamlegri nægjuscmi hans við hrugðið. Og svo annað: afurðir hans eru ein- göngu vinna, a. m. k. að mestu leyti. En átakanleg staðreynd er það, að þrátt fyr- ir vaxandi menningu og velgengi þjóðar vorr- ar, hefir henni eigi tekizt enn að skapa við- unandi hfskjör þúsundum útigönguhrossa. Ennþá heyja þúsundir þeirra haráttu við ægi- vald vetrarins, baráttu fyrir lífinu, óstuddir af mannlegum mætti. Þetta er blettur á menningu þjóðar, sem hef- ir verið laus við alla löngun til manndrápa um margar aldir, þjóðar, sem aldrei hefir sent æskulýð sinn til vígvalla móti eldspúandi fall- byssukjöftum, þjóðar, sem virðir rétt einstak- málleysingjanna. Hann var ávaUt reiðubúinn að leggja þcim málum einlægt liðsinni i ræðu og riti. H. Helgason. (Jóns heitins Pálssonar var rækilega minnzt í (lag- blöðunum í Reykjavík á útfarardegi hans. Sira Árni Sigurðsson ritaði æfiágrip hans í Visi, en Guðni Jóns- son magisler í Morgunblaðið. Þá hefir og Sigurður Þorsteinsson birt minningargrein um hann í Tíman- um, er út kom 5. febrúar.) lings til frjálsra athafna, . . . þjóðar, sem lif- að hefir í sátt og samlyndi innbyrðis um margar aldir. Sannarlega eru meinleg æfikjör útigöngu- hrossa vorra. Þau minna helzt á baráttu og æfikjör sjálfrar þjóðarinnar á liðnum öldum, baráttu hennar við hungur og kulda. En nú hefir hún hlessun hlotið og náð l'yrir aug- liti Guðs almáttugs, og hergt af brunni mun- aðar og allsnægta. En harátta eins vors þarl'- asta þjóns heldur áfram. Mig langar að sanna yður mál mitt. Vilji þér fylgjast með mér um hrossauðgustu héruð landsins aðeins ofurlitla stund: Veturinn hefir læst landið heljargreipum. Hvítur snjór og kaldur hylur móður jörð. Nap- ur norðangarri þyrlar mjöllinni til og frá, hann smýgur um dokkir og dældir, yfir hóla og hæðir, skilur eftir nístandi kulda í fari sínu, sem smýgur inn að hjartarótum. Inni i skafrenningsfjúkinu sjáum vér dökk- leita þústu. Vér komum nær ... þetta hreyf- ist? ... hvað . . . þetta er lifandi? Getur nokk- ur skepna lifað til lengdar i slíkum kulda? Jú, útígönguhrossin. En þetta er einungis einn af mörgum, einn af þeim þúsundum, sem hjara við sams konar æfikjör. Hungrið hefir sorfið merki sitt á líkama hans. Hreyfingarnar eru þyngslalegar, það er sem hvíli farg á þcssu vesalings dýri. Hann, sem áður reisti höfuðið hátt með leiftrandi augum, er nú hnípinn og dapureygður. Og úr augunum, spegli sálarinn- ar, skín hljóðlát, innibirgð kvöl. Enginn grát- ur, engin stuna, aðeins kvalatár, sem glitra í augum málleysingjans! En maðurinn getur öskrað al' kvölum, grát- ið, hlegið og sagt sínar leyndustu hugsanir. Hann drottnar yfir dýrum lofts, láðs og lagar. Hann getur kýlt vömh sína dýrum krásum og stunið af sældinni í hlýjum og notalegum hí-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.