Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 9
DtRAVERNDARINN 3 býlum á meðan stormurinn næðir um veggi og þak. En á meðan krafsar þarfasti þjónninn, klök- ugur og veðurbarinn, niður í gaddinn. Ber síð- an kalda snoppuna niður að jörðinni í leit að lífsnæringu, sem aðeins er J)urr, grá og visin sinustrá. Ojöfn eru æfikjörin. Ennþá átakanlegra verður þetta, ef vér hugs- nni til þess, sem skáldið segir um mann og hest: Þeir eru báðir með eilífum sálum, þótt andann þeir lofi á tveimur málum — og saman þeir teyga í loftsins laug lífdrykk af morgunsins gullnu skálum. (E. B.) Dapurleg mynd kemur fram í huga minn, niynd, sem aldrei mun þaðan mást, svo lengi sem eg skynja mun góðs og ills. Næstliðið vor átti eg leið um nokkurar af sveitum Skagafjarðar, ásamt fleira fólki. Urðu þar fyrir sjónum vorum tugir útigöngubrossa. Sum voru þolanleg ásýndum, en önnur var hreinasta hryggðarmynd að sjá. Sérstaklega tók e8 þar eftir einu tryppi, sem var svo illa far- ið, að það dróst áfram með veikum burðum. Að líkindum ekki fáséð fyrirbrigði þar vestra, en fyrir mér var það einstakt. Svona átakan- lega mynd af mannúðarleysi mannskepnunnar gagnvart málleysingjunum hafði eg eigi áður augum litið. En hliðstæða mynd fann eg litlu síðar. Þegar blöðin tóku að birta myndir næstliðið sumar af föngum þeim, er nasistar böfðu mest hvalið og pínt í fangabúðum sínum, festist 'nyndin af skagfirzka tryppinu við hlið einn- ar> sem sýndi tvo menn, er nauðulega gátu staðið hjálparlaust. Og sjá . . . munurinn var nauðalítill, aðeins sá, að önnur myndin sýndi ^nálleysingja, en hin menn, sem gátu sagt sín- ar líkamlegu og andlegu kvalir í orðum. En holdafar þeirra var líkt. Vöðvar allir upptærð- lr- Rifbeinin mátti telja langt til og svipurinn R'sti kvöl og sárri þjáning. 1 sem fæstum orð- nni: Lifandi beinagrindur með merki hungur- ^auðans greypt í líkama og sál! Rarna eru tvö náskyld öfl að verki. Maður- ÚTIGÖNGUHROSS. Myndina tók: Þorsteinn Jósepsson. inn er valdur þeirra beggja. öðru beinir hann gegn kynbræðrum sínum, hinu gegn sínum þarfasta þjóni. Hvort tveggja öflin miða að því, að kvelja saklausa menn og dýr. . . . Hvort á þeim sé munur . . . hvort annað sé verra en hitt? Eg legg þau nokkuð að jöfnu, því að það mun ófrávíkjanleg staðreynd, að kvöl- in mundi svipuð verða, hvort sem kvalinn væri maður úr hungri suður í Þýzkalandi, eða vesa- lings málleysingi norður á Islandi af sömu á- stæðiun. Er þessi óhæfa meðferð útigönguhrossa orð- in svo rótgróin í sál þjóðarinnar, að eigi megi hana burtu nema? Er þetta orðið svo livers- dagslegt fyrirbrigði og ekki þess vert að um sé rætt á grundvclli mannúðarinnar? Því mið- ur er það oft svo, að bið hversdagslega, þótt óbæfa sé, er talinn alveg sjálfsagður hlutur, þar á meðal að setja þúsundir hrossa á „Guð og gaddinn“, — hafa hvorkl hey né húsaskjól handa þeim. Ef til vill hefir þjóðin gleymt þess- um smánarbletti á menningu sinni við það, að einblína um of á aðra, sem nýrri eru, og, ef til vill, stærri í augum sumra. En hingað og ekki lengra! Hér verður hæstvirt ríkisstjórn og Alþingi að taka í taumana og beina hrossarækt- inni að betri brautum og heillavænlegri, með því að fækka hrossunum svo mikið, að tryggt sé handa þeim bæði liús og fóður, ef í harð- bakka slær.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.