Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.02.1946, Blaðsíða 12
DÝRAVERNDARINN . /**- Lukka með son sinn haustið eftir að hún féll i gjótuna. hinum megin árinnar. Mér fannst eg kannast við svip ærinnar og fór því að gefa henni nán- ari gætur. Sá eg þá, að þetta var Lukka min og er þarria með hvítu hrútlambi. Rak eg hana heim, og á leiðinni gaf eg henni nafnið Lukka, og vafalaust hefir mér aldrei tekizt betur um nokkura nafngift. Eitt óhapp henti Lukku, sem nærri Iá, að yrði henni að bana. Þá var hún sex vetra göm- ul. Vorkveld eitt um miðjan sauðburðinn var eg ásamt fleirum að smala ám, sem komnar voru fast að burði. Og á meðal þeirra var Lukka. Veður var fremur slæmt og voru ærn- ar hýstar um nætur. Þegar við höfðum safnað ánum saman í hóp, Iögðum við af stað heim- leiðis. En Lukku virtist mjög á móti skapi að láta rcka sig heim og neytti allra bragða til að slcppa á burt. Þó tókst að lokum að koma henn heim. Eg vissi, að hún átti að vcra bor- in fyrir meira en viku, og grunaði mig því, að hún ætlaði að leynast á burt til þess að bera. Þegar heim kom tók cg hana og ætlaði að láta hana inn. Eg hýsti hana í litlum kofa og gaf henni sjálf. En þegar eg var komin með liana að kofadyrunum og í þann veginn að Iáta hana inn, var kallað á mig og mér sagt að gera eitthvað annað, sem enga bið þoldi. Sleppti eg þá Lukku við kofadyrnar og sneri mér að því, sem mér var sagt að gera. Ærnar voru á víð og dreif og langt liðið á kveld, er þær höfðu náðst saman. Þegar því var lokið fór eg að svipast eftir Lukku. Sá eg hana þ| hvergi og hélt að hún hefði farið inn í eitt- hvert ærhúsið, því að hún var stundum vön að gera það, ef eg var seint fyrir að láta hana inn. Leitaði eg í húsunum en þar var hún ekki- Fór cg þá að svipast eftir henni þar, sem mér gat helzt dottið í hug, að hún hefði farið. Ep allt kom fyrir sama og fann eg hana hvergi- Eg var orðin bæði þreytt og syfjuð, enda langt liðið á nótt og gafst því alveg upp við leitina. Eg var árla á fótum næsta morgun og hélt áfram leitinni og fór allt á sömu leið. En „oft er leitað langt að því, sem liggur nærri". Um hádegisbilið fann systir mín Lukku í laut uppi í hlíðinni fyrir ofan túnið. Hafði hún lagzt á þúfubrot til þess að bera, en gengið illa, enda var lambið hornastór hrútur og hún farið af- velta ofan í gjótu, er var svo þröng, að hún gat á engan hátt hreyft sig. Þarna hafði hún orðið að liggja hreyfingarlaus með öllu í seytj- án klukkustundir. Ræði lambið og ærin hresst- ust brátt við góða aðhlynningu. Lukka eignaðist tvö lömb eftir þetta, og var eg yfir henni í bæði skiptin. Eg vildi forða henni frá að þurfa líða annað eins aftur vegna hirðuleysis frá minni hendi. Hún átti líka ann- að skilið. I vor bar hún inni í húsi. Eg var send út á Hlíð til þess að vitja um ærnar. A leiðinni út eftir sá eg Lukku, og hafði hún þá tckið lambssóttina. Skipti eg mér ekkert af henni og hélt áfram að sinna um ærnar. Þeg- ar cg kom aftur var hún enn óborin. Þorði eg ekki að skilja hana eftir af ótta við, að Lukka með síðasta soninn sinn.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.