Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 6
20 DÍRAVERNDARINN íwliniun. I. Margir eru þeir, ungir sem gamlir, er kann- ast við Esjuna, þetta háa og svipmikla fjall, sem dregur til sín athygli allra, sem í Reykja- vík búa og þangað koma. Þaðan er Esjan fögur og tignarleg að sjá, þegar skýjabólstrar lykja um bátopp hennar, lilámóða liggur um hlíðarnar, en grænar grundir hið neðra. — En bitt er ef til vill ekki öllum kunnugt, sem að- eins borfa á Esjuna úr Reykjavík, að á bak við bana liggur ]>Iómleg byggð og friðsæl: K j ó s i n. C)g þó að „hvass sé bann og kald- ur af Esjunni enn“, eins og skáldið kveður, og gusti ol't um þá, er við rætur hennar búa, þykir þeim öllum vænt um bana, og una sér bvergi betur en í fjallafaðmi bennar. Að norðanverðu skerast margir fagrir og gróðursælir dalir inn í Esjuna, en báir fjalla- bryggir greina þá livern frá öðrum. Þar er einstakt fjall fráskilið Esjunni, sem heitir Með- alfcll. Sunnan undir því liggur all-stórt stöðu- vatn, allt að 15 faðma djúpt og mjög veiði- sælt. Norðan megin vatnsins, sunnan undir fjallinu, stendur bærinn Meðalfell, eitt hið feg- ursta bæjarstæði bér á landi; stór og fögur tún í líðandi balla móti suðri liggja niður að vatninu, en grasi gróin hlíðin austur með því þegar túnið þrýtur, Við austurenda vatnsins cr tvíbýlisjörðin Eyjar, mikil jörð og góð. Sunn- an megin vatnsins gengur dalur frá norðri til suðurs inn i Esjuna, sem Flckkudalur heitir og rennur á eftir honum, er dregur nafn sitl af dalnum og fellur í vatnið. U]>j>i undir dals- mynninu, drjúgan spöl frá vatninu, standa tveir bæir: Flekkudalur og Grjótcyri, sinn bvor- um megin árinnar. En þótt aðeins snertuspöl- ur sé á milli bæjanna, torveldar áin oft sam- göngur í millum þeirra. Meðalfellsvatn eykur mjög á fegurð og unað umbverfisins, einkum þó á kyrrum sumar- kveldum, ]>egar aftanroðinn gyllir fjöll og hlíð- ar, og öll þessi töfrahöll cndurspeglast í slétt- um vatnsfletinum. Er mér sú töfrasjón enn 1 fcrsku minni frá bernskudögum mínum, þegar álftirnar sungu hljómþýðri röddu á vatninu, andamæðurnar syntu fram og aftur með unga sína, bimbriminn bljóðaði hvellum rómi „ú-bú“ .. . „ú-hú“ og spáði veðrabrigðum, spóinn vall í sífellu í fjallabrekkunum, lóan söng „bí-bí“ um alla móa og stelkurinn gall í mýrunum. Og þegar vetur kom og ísa lagði, var vatn- ið góður skautaflötur fyrir skautamenn, og binn ákjósanlegasti skeiðvöllur gæðinganna. Margur góðbestur lék þar listir sínar léttum skrefum og færði eigöndum unaðsríkar stundir, — og svo mun enn vera og verða um ókomin ár. II. Ölafur yngri bróðir minn bóf fyrst búska]) að Grjóteyri og bjó þar nokkur ár, en flutti síðan á Vindás, og er nú kunnastur undir nafn- inu: Olafur frá Vindási. Hann var og er kær að góðum hestum og átti jafnan gæðinga, scm bann fóðraði eflir beztu föngum. Á meðan liann bjó á Grjóteyri átti bann tvo reiðhesta, er stóðu jafnan við sama stall og voru mjög elsk- ir bvor að öðrum. Annar þeirra var brúnskjótt- ur og kallaður Skjóni, en binn var grár að lil og nefndur Gráni; var liann mikill vexti afburða þrekhestur. Á árunum fyrir og eftir aldamótin var það venja, að allir þeir, sem einbvers voru megn- ugir, fóru til sjávar á vetrarvertíð. Fénaðar- birðingu önnuðust konur, gamalmenni eða ung- lingar; var ]>ví oft liðfátt á bæjum, ef eitthvað kom fyrir, sem orku þurfti við. — Þá bjó í Flekkudal Ólafur eldri, bróðir minn; báðir voru þeir bræður aflamenn miklir og eftirsóttir sjó- menn, og stunduðu sjó allar vctrarvertíðir. Síðara bluta vetrar, 1905, kenndi Helga Rjarnadóttir, kona Ólafs á Grjóteyri, einhvers lasleika og vildi þvi komast til Reykjavíkur að leita sér lækninga. Langaði bana og að finna mann sinn, cf svo vel tækist til, að skip það, sem hann var á, kæmi inn fyrir páskana, en sá var báttur margra fiskiskipa á þeim árum. Þá var enginn vegur lagður millum Kjósar og Reykjavíkur. Ef ekki varð komizt sjóleiðis, sem margsinnis var, urðu mcnn að fara gang- andi og var það tíðast að vetrarlagi, ef um fríska karla eða konur var að ræða; annars

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.