Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.04.1946, Blaðsíða 8
22 DYRAVERNDARINN Bósi. Bósi eða Bubhi eins og hann cr oft kallað- ur að gælunafni, er stór og einkar fallegur hundur, og góður vinur okkar allra á hænum. Hann er fæddur haustið 1934, einn af l'imm systkinum. Mógrár er hann að lil með ljósari rákum hér og hvar, og því af sumum kall- aður „sanseraður“. Framfætur hvítir upp að hnjám, bringan einnig hvít, svo er eins og hann hafi grátt „yfirvarar- og vangaskegg“, livítt mjótt strik er líka upp trýnið, en breikk- ar ofurlítið þegar upp á ennið kemur, svo að það líkist stóru upphrópunarmerki. Augun mjög stór og gáfuleg, eyrun eru líka stór og hálfslapandi. Bósi var snemma mjög þrckvaxinn, dugleg- ur og kjarkmikill. En ef honum var bannað eitthvað, sem hann mátti ekki gera, virtist hann taka vel eftir og muna það lengi. Þegar hann stækkaði, hafði hann mikinn áhuga að smala kindum, og var þá strax vaninn á, að talað væri við hann um hvað hann ætti að gera. Virtist hann þá hlusta mcð mestu athygli, og skilja furðu margt af því, sem við hann var talað. Á vorum er féð var rckið inn til rúnings, kom oft fyrir, að sumar kindur voru svo ó- Því na*st var haldið sem hraðast til lands og Skjóni drcginn flatur eftir ísnum. Þegar að landi kom var hann nuddaður og þerraður eft- ir beztu getu. Að nokkurum tíma liðnum kom hann fyrir sig fótum og reis upp. Var ])á lagt af stað heimleiðis og gekk það hægt og erfið- lega fyrst í stað, en smám saman hresstist Skjóni, el'tir ])ví sem honum hitnaði við hreyf- inguna,en þó skalf hann og nötraði á beinunum. Jafnskjótt sem hesthúshurðin var ojmuð til ])ess að hleyj)a Skjóna inn, kom Gráni fram í dyrnar og fagnaði með lágu, vingjarnlegu gneggi þessum kærkonma vini sínum. Hann virtist auðsjáanlega mikið glaður, ruddist út úr dyrunum, athugaði Skjóna örstutta stund, vatt sér svo umhverfis hann og reyndi að fá hann til að fljúgast á við sig. Þeir hafa áreiðanlega skilið hvor annan, þægar, að ekki var hægt að koma þeim inn. Var þá Bósi allt af með brennandi áhuga og lét ekki sitt eftir liggja að hjálpa til við inn- reksturinn, hljóp kindurnar uppi, beit í ullina lramarlega á síðunni og skellti þeim, og hélt þeim þannig föstum, unz komið var til lians og kindin tekin. ()g þetta bragð lék hann þólt við fullorðna hrúta væri að ciga. Ilann getur verið eldsnar og cr mjög fljót- ur að 'drepa mýs, ef þær eru nærri. Mjög hef- ir hann gaman af að hafa eilthvað á milli tannanna, t. d. steina, gönguprik eða vettlinga okkar, og er þá mjög glaður, syngur mikið mcð alls konar rómbreytingum og rófuslætti, og er þá eins og allur afturhluti hans leiki á hjólum. Ohætt er að trúa honum fyrir hlut- unum, því að hann gætir þeirra vel og leyfir ekki hverjum sem er að taka þá. Þegar Bósi var mjög ungur fór að bera á fótaveiki í honum, sem virtist vera liðagikt. Tók hann þá olt mikið út í fótunum og hnýtti öll liðamót smám saman. Sakir þessa varð hann ekki vinnufær og þurfti því að fá sér aðstoðarhund, því að stundum gat hann varla hreyft sig úr stað. Var hann þá oft borinn út og inn, og fékk sá er það gerði innilegt og falslaust þakklæti, — með næst því að segja ástúðlegu augnatilliti frá honum — að launum. Nú hefir honum skánað nokkuð og getur stallbræðurnir, því að Skjóni tók þegar á móti og var leikurinn hafinn. Glímdu þeir nú uin stund, en við þau átök hitnaði Skjóna, svo að skjálftinn fór af honum. Þá hætti Gráni ])ess- um leik, fór hinn rólegasti inn í kofann þeirra og fylgdi Skjóni á eftir. Frásögn ])essi er aðeins eitl dæmi af mörg- um, er sanna vitsmuni hestsins. Gráni, sem var rólyndur að upplagi og fjarri því að geta kall- ast áflogagjarn, sá að Skjóna var kalt; hanu þekkti og notaði eina ráðið, sem dugði til þess að hita honum. Þegar hann sá, að Skjóna hafði hitnað svo, að hann var hættur að skjálfm hætti hann glímunni. ... Þetta sýnir, að góði, þarfi þjónninn er skyni gædd vera, en ekki „skynlaus skepna“. Ritað 15. febrúar 1946. Sólm. Einarsson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.