Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 4
26 DYRAVERNDARINN /frers vegna hugþekkar. Eftir J. B. Thurton. Eg verð þegar i upphafi að játa, að hlýja SÚ, sem eg ber til kúnna, er ekki alveg laus við það, sem kallað er matarást. Kýrin er fyrst og fremst mjög arðbært húsdýr hverj- um bónda. Ársnyt úr góðri mjólkurkú er tal- in um 4—5000 litrar, sem nemur að fjárhæð 100 sterlingspundum [þ. e. 2600 krónum]. Af þessum ástæðum hlýtur mér að verða hlýtt til kúnna, en auk þess er margt í háttum þeirra, sem mér finnst einkar aðlaðandi og skemmti- legt. Sjálfstæði kúnna, sem stundum nálgast allt að því yfirlæti, skapar þeim virðuleik, sem engin önnur húsdýr eiga til. Ef til vill stafar þetta m. a. af því, að þær eru jórturdýr. Flest húsdýr eyða löngum tíma í að éta. Athugið t. d. hestinn, sem bítur allan liðlangan daginn, ef hann á þess kost. Hins vegar hámar kýrin i sig á svipstundu fylli sína af uppáhaldsgrös- um, leggst síðan niður og fer að jórtra. Hún kemst samstundis í ágætt skap, eins og öld- ungur, sem sezt að loknum önnum dagsins við arineldinn og nýtur þess, að totta pípuna sína í næði. Fram eftir æfi hélt eg, að forvitni kúnna fyrir öllu nýju, væri sprottin af heimsku þeirra. [Shr. ísl. málsháttinn: „Að stara eins og naut á nývirki11.]. En síðan eg fór að umgangast kýr hefi eg komizt á aðra skoðun. Eg held, að kúnum sé svipað farið eins og vísindamönn- um, þegar þeir eru að velkja fyrir sér tor- ráðnum gátum hins ókunna. Forvitni kúnna er óslökkvandi löngun þeirra að vita og skilja allt nýtt, sem á vegi þeirra verður. Hversu kýrnar eru fljótar að læra fer vitan- lega eftir andlegum hæfileikiun hverrar ein- stakrar, því að á meðal kúnna eru slíkir hæfi- leikar breytilegir eins og meðal manna. Engin kýr er þó eins heimsk sem flestir hinna skap- bráðu kúahirða halda. Því skal þó við bætt, kgr eru tnér Höfundurinn ásamt .1 a n e, einni úr kúahjörS lians. að sumar kýr eru helzt til lítið skynugar, en aðrar hins vegar bráðgáfaðar. — Allir safna sér vizku með aldrinum, eins geymist það vel í minni kúnna, sem lært var til gagns á kálfs- aldrinum. Ein hin skynugasta kýr, sem cg liefi átt, hét Branda. Hún var horin á húgarði mínum áður en eg eignaðist hann. Aldrei tókst inér að vinna traust hennar, leit hún jafnan á mig sem hverja aðra aðvífandi persónu, sem ekki ætti heima á hæmun, og var aldrei um það gefið að láta mig mjólka sig. En versta hátta- lag hennar var þó það, að hún hafði að engu reglur mínar um beitina, og af þeim ástæðum seldi eg hana. Branda var leikin í því að opna hliðlokur með hornunum. En tælcist henni það ekki, fann hún allt af einhverja smugu á gerð- inu, er hún gat smogið inn um. Þetta gerði hún hvert sinn, ef hún vildi komast í óbitna liaga. Hún fór aldrei yfir á land nágrannanna, en rásaði teig af teigi án þess að hirða hið minnsta um óskir mínar. Og hinar kýrnar treystu forustu hennar og fylgdu henni. Eigi var það fyrr en eg eignaðist mjólkur- kýr, sem eg hafði alið upp sjálfur, að eg kynnt- ist kú, sem var eins vitur og Branda, eða jafn- vel frcmri henni. Hún var kölluð Bláhjalla. Hún var smávaxin, hafði kelfzt í kálfagarði og hef- ir það sennilega dregið úr þroska hennar. Hún

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.