Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Side 4

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Side 4
34 DÍRAVERNDARINN var l)að ekki roði hins deyjanda dags, heldur bjamii af ljósum þeim, sem kveikt voru í borginni. Þar spegluðust ljósaauglýsingar í jarðhikuðum strætunum. Þar var glaðvært fólk í uppljómuðum sölubúðum og kvikmyndahús- um. Og í gildaskálunum sátu félagar hans í blárri tóbaksreykjarmóðu. .. . Þar var gleð- in ... en hér var aðeins vonleysið og einveran. Regnið færðist í aukana og rann niður and- lit lians. Þá sneri litli klárinn höfði að hús- bóndanum og leit á hann. Og ungi maðurinn færði sig nær hestinum, fór að gæla við hann og fann silkimjúkan flipann i lófa sínum. Og það var eins og eitthvað milt og hlýtt seytlaði um hann allan, og honum varð ljóst, að hann var ekki lengur einn. Hann átti vin, sem ekki mundi láta bugast fyrr en hann félli að velli ... vin, sem ekki missti kjarkinn eins og hann sjálfur, þótt citthvað smávegis blési í móti. Og svo greip hann aftur um slitin handföng plógsins og klárinn lagðist í aktýgin, sparn við fótum og hneigði höfuð sitt í sífellu. Brátt höfðu þeir lokið síðustu plágrákinni og héldu í regni og myrkri heim að fátæklega hreysinu. j I I Veturinn varð harður. Ungi maðurinn stund- .... Jeppi reis upp á afturfótunum og prjónaði. aði daglaunavinnu hjá bændum sveítarinnar. En á hverjum morgni áður en hann fór að heiman kom hann við í kofanum lijá J e p p a, en svo nefndi hann klárinn. Hann gaf honum, gældi við hann og strauk hann með hrjúfum vinnuhöndum sínum. Kofinn var lélegur, vegg- ir og þak svo óþétt, að margan frostmorg- uninn var hrím í skeggi Jeppa og úr nösum lians stóð grár reykmökkur. En Jeppi var ekki sá, er lét undan síga. Hann varð loðinn sem skógarbjörn, og þó að hríðin gnauðaði um gisið þakið og mjallar- strokan inn um sprungna veggina léki um hann, þá fannst honum það smáræði, er hon- um varð hugsað til stórhríðar nóttanna heima á Islandi. . . . Hér þyrfti enginn að kvíða því, að frjósa í hel! Á hverju kveldi, er maðurinn kom heim, fór hann rakleitt út í hesthúskofann, þreifaði sig áfram í myrkrinu, unz liann fann höl'uð Jeppa, er lagði kumrandi mjúkan flipann í sigghorinn lófa húshóndans og færði honum nýjan kjark eins og kveldið, sem þeir plægðu akurinn. Svo kom vorið. Lækirnir hjöluðu neðan við hæjarliúsin. Sólin blikaði i tjörninni og það var ilmur úr jörðu og af þrútnu brumi asp- anna. Þá var Jeppa sleppt niður á engið, og kom þá í ljós, að hann var hinn mesti ærsla- bélgur, glaðlyndur og glettinn. Hann hring- snerist eins og cirkushestur, -jós og sparkaði, svo að grastottar og mold fuku um hann, reis svo upp á afturfótunum og prjónaði. Svo kom að því, að Jeppi var ekki lengur einn í kofanum. Kveld eitt, er hann kom þang- að inn, var þar fyrir á næsta hás við, skjöld- ótt belja og jórtraði. Og ungi maðurinn öðlaðist nýjan kjark. Hann rétti úr vinnulúnum skrokknum, hóf augu sín frá jörðinni, yfir græn engi og dökka skóga, og horfði upp í bjart himinhvolfið. En mest þótti honum koma til dagsins, sem hann sáði korninu. Hressandi vorvindurinn lék um akurinn. Lævirkinn söng í hláa geimnum og frækornin hoppuðu og skoppuðu eftir vorrakri moldinni. Síðan herfaði hann kornið niður í moldina. Jeppi tiplaði áfram, rykkti í aktygin

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.