Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 5
DÍRAVERNDARINN 35 og blés mikinn, hneigði sig og i’eigði, kinkaði kolli í sifellu, svo sem hans var venja, eins og hann vildi segja: „Þarna getur þú séð, húsbóndi góðui’, það tókst!“ Og aprílmánuður leið með skini og skúrum. Þegar haglél gerði sneri Jeppi sér í höm und- an hryðjunni, en jafnskjótt og hún var liðin hjá og sólin glitraði aftur á tjörnum og lækj- um var Jeppi hominn í gott skap að nýju, jós og gneggjaði eins og gunnfákur. Einn góðan veðurdag var Jeppi kominn í langferð .. . og loksins þegar hallaði að kveldi var hann á heimleið í hæðadrögunum upp frá kotinu. Hann hneigði sig og kinkaði kolli eft- ir venju, enda halði liann ástæðu til þess þá að líta hjörtum augum á allt, því að nú var hann með vagn í eftirdragi, og í honum sat ekki aðeins húshóndi hans, heldur og einnig ung kona. Hún bar hönd fyrir augu sér, því að endurskinið frá tjöminni var svo hjart. Jeppi nam staðar og þau tvö, sem í vagninum sátu, nutu þeirrar dásamlegu fegurðar, er við þeim blasti: módökk heiðin, nokkurir grænir akurblettir og hvítt hús, senx fáein aspartré skýla .. . og svo tjörnin að haki með blikandi sólargliti’ið. Og vorhlærinn lék um ljósa lokka ungu konunnar. En Jeppi var heimfús, teygði úr hálsinum og lagðist í aktygin að nýju. Jafnvel þótt vegurinn væri sendinn, varð drátturinn léttari, því að nú hallaði undan, og í vagninum auk þeirra tveggja var aðeins blámáluð kista. Beggja megin vegarins glóði á „gyvel“-runn- ana eins og gull. Þegar Jeppi nam staðar á hlaðinu, stigu þau, ungi maðurinn og konan, úr vagninum, klöpp- uðu klánium og hjöluðu hlýlega við hann. .. . Ö-jú, heppnir voi’um við, að láta ekki hug- fallast þetta eftirminnilega kvcld haústið áður. Vorið leið og sumarið gekk í garð með ó- venju miklum þurrkum og hita, svo að loftið var þrungið hitasvælu dögum saman. Um stund sló gullnum lit á graslendið á meðan undafíf- illinn stóð í hlóma, en sá litur hvarf smám saman og allur gróður skrælnaði. I gi’æna hafra- blettinum sáust gular skellur, sem teygðu sig lengra og lengar með'hverjum degi, og litlu rófuplöntui’nar, sem stóðu svo fallega í þétt- um röðum, hnigu ein af annarri til moldar, visnuðu og dóu. Kveldin voru svöl og báru með sér ilm af vatni og sjávai’lofti, svo að á hverju kveldi ólu ungu hjúin nýja von í hrjósti um að úr mundi rætast. öðru hverju barst yfir sveitina reykur frá hrennandi lyngheiðum í fjarska. Jafnvel efsti hluti sveitarinnar var sagður öskuauðn eixx. ... En í skugga elritrjánna niður við tjörnina vóru þau á heit, Jeppi og kýrin. Hann var í hezta skapi, jafnvel þótt ekki væri þarna ann- að til að eta en starung og seftoppa. Bara að heljan væri ekki svona heimskur og leiðinleg- ur félagi. Svo var það einhverju sinni, el'tir að þurrk- arnir höfðu herjað landið dögum saman, að ungi maðurinn og konan sátu liti í hlaðvarpa og horfðu hnípin yfir auðar og skrælnaðar lendur. Þau ræddu unx döpur í bi’agði, að nú ætti þau eigi annars úrkosta en að leggja ái’ar í bát og lxverfa frá öllu saman. Unga konan grét og maðurinn sat ráðþrota við hlið henn- ar, fálmaði el'tir hönd hennar, strauk hana hlýlega og þrýsti. I sömu andrá barst til þeirra í gegnum hita- þrungið loftið galsafengið gnegg. Ungi maðui’- inn hrökk við. Jeppi var að láta þau vita, að hann væi*i ekki langt undan. Og maðurinn minntist þess, að einu sinni áður hefði hann .... Jeppi nam staðar og þau tvö, sem í vagnin- uin sátu, nutu þeirrar dásamlegu fegurðar, er við þeim blasti ....

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.