Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Side 6

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Side 6
36 DÍRAVERNDARINN verið kominn fast að því að láta hugfallast og gefa allt upp á bátinn. En þá var það smá- vaxinn en hraustur félagi, sem ekki lét undan síga. . . . Og það skyldi heldur ekki verða að sinni! .... Þeir lágu liálffóignir i liávöxnu blóniaskrúði. Hafði clrengurinn liallað sér upp að Jeppa, svo aS ljósi kollurinn liófst og lineig meS djúpum andar- drætti hestsins. Síðan réð ungi maðurinn sig með Jeppa í mógrafarvinnu. Og það var þrælavinna fyrir báða í steikjandi sólarhitanum. Maðurinn vann í mógröfunum frá morgni til kvelds, og Jeppi stritaði jafnlengi með þungan vagn í eftir- dragi upp úr mógrafarsvaðinu út á þurrkvöll- inn. En þó að maðurinn væri ungur og hraust- ur og vanur alls konar erfiðisvinnu, varð þetta honum samt ofraun í slíkum hita, svo að hann fann stundum til svima og hringsnerist þá allt fyrir augum hans. En þegar sviminn leið frá og hann sá, hvar Jeppi stritaði áfram og kinkaði kolli jafnt og þétt, þó að þungt væri að draga, var sem maðurinn hresstist og lifn- aði í bragði. . . . Og hann þraukaði áfram og gafst ekki upp. En svo batnaði í ári og varð þá hin mesta árgæzka um skeið. Sumarregnið bætti upp hina sendnu akra og engið spratt ágætlega. Jeppi hafði eignazt skemmtilegri leikfélaga cn belj- una, heimska og lata. Drenghnokki, hrokkin- hærður glókollur, skreið á hak honum, lét gamminn geisa og hafði þá stundum til að reka upp eins konar siguróp, sem Jeppi svar- aði óðara með hvellandi hneggi. Þegar allt datt í dúnalogn úti á enginu, fór mamma þangað til þess að forvitnast um, hvort ekki mundi allt með felldu. Þar fann hún þá liálffólgna í hávöxnu blómaskrúði og sváfu báðir vært. Hafði drengurinn hallað sér upp að Jeppa, svo að ljósi kollurinn hófst og lmeig með djúpum andardrætti hestsins. Og árin liðu. ... Jeppi gerðist gamall og slitinn, stirður og fótlúinn, og liafði hrasað nokkurum sinnum fyrir vagninum. Augu hans voru ekki lengur glampandi hjört, og ennistoppurinn, sem áður var vaxtarmikill og gerði svip hans glettinn og íbygginn, var orðinn eitthvað svo þunnur og rytjulegur. Sólríkan haustdag þegar skógurnn skartaði í fegurstu litum sínum, gulum og rauðum, Iijóst bóndinn að heiman og teymdi Jeppa. Nú var komið að leiðarlokum. ... En þung og erfið fannst bóndanum þessi spor . . . áleiðis til slátrarans. Konan stóð við gluggann og sá þá hverfa upp í hæðadrögin. Augu hennar fylltust tár- um, og hún minntist vorkveldsins góða, er hún kom þessa leið og heiðarvegurinn mark- aður gullnum „gyvel“ l)eggja megin. Drengurinn var í skólanum. En þegar hann kom heim og frétti um Jeppa varð hann ekki huggaður. Og það, sem eftir var dagsins, hélt hann sig i hesthúsinu og grét. Um kveldið kom pahhi hans aleinn heim. Daginn eftir var Jeppi skotinn. . . . Þar féll góður og tryggur þjónn í valinn. Dýr Imnclni*. I septembermánuði var vcðhlaupahundur seldur á Englandi fyrir 3,500 sterlingspund, eða tæpar hundrað ]) ú s u n d k r ó n u r. Þetta er hæsta verð, sem nokkuru sinni hefir verið greitt fyrir svokallaðan G r e y h o u n d í Englandi. — Se.])pi hljóp til reynslu hinn 25. sept, 525 yards á 29,39 sekúndum. (Vísir).

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.