Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 7
DYRAVERNDARINN 37 armleikur vitb Tjöritina. I Morgunblaðinu föstudaginn 20. september skýrir Víkverji' frá því i pistlum sínum »,Or daglega lífinu", að þá á miðvikudaginn (18. sept.) hafi gerzt ljótt atvik við Tjörnina í Reykjavík: Drenghnokki, vart eldri en 7—9 ára, var að henda steinum út í Tjörnina og voru í fylgd nieð honum tveir yngri snáðar. Fuglarnir á Tjörninni, sem vanizt hafa því, að eldri sem yngri, er staðnæmast á bakkanum, varpi ekki öðru en brauðmolum eða einhverju matarkyns í vatnið, syntu óðfluga í áttina til drengjanna. Héldu, að þar væri vinum að fagna sem fyrri. En er fuglarnir syntu upp undir bakkann, hófu drengirnir grjóthríð að þeim með þeim afleið- ingum, að einum fuglinum var banað, en hin- ir forðuðu sér frá, er þeim var Ijóst, að hér var um banvæna gfjóthríð að ræða í stað brauðmola. . . . Þetta er aðalefnið úr frásögn Víkverja. Allir dýravinir hljóta að verða harmi lostn- ir, er þeim verður hugsað til þessa atviks . . . að börn, sem þó eru komin af mesta óvita aldri, skuli hafa það að leik að grýta fuglana á Tjörninni, sem ætlazt er til að njóti þar full- komins friðar öllum til ánægju og yndisauka. En hví vinna börn slík hermdarverk? Þann- ig spyrja menn og svarið getur ekki orðið nema á einn veg: Hér hlýtur að vera um að kenna óhollum uppeldisáhrifum ... vanrækslu foreldra og annarra, sem umgangast börnin, um að glæða hjá þeim ást til dýranna og samúð með þeim. Grætið svo aldrei þá aumustu mús, og angrið ei fuglinn, sem hvergi á sér hús. Ef dýrunum sýnið þið vinsemd og vörn, þá verðið þið lángefin höfðingjabörn. Þannig kveður Matthías til barnanna. Heil- ræði hans eru enn í fullu gildi og munu ætíð verða. Kennið því börnunum versið og bendið peim á og gerið þeim Ijóst, hvílíka lífsspeki það hefir að geyma. Tveir kettir- Vorið 1937 fluttumst við frá Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu að Gufudal í Barða- strandarsýslu. Var þar þá all-mikill músagang- ur. Fengum við okkur því kött, læðu, gráa að lit. Hændist hún brátt að Óla bróður mínum, varð mjög elsk að honum og bar bæði mýs og fugla í rúmið til hans. Svo liðu nokkur ár unz við fengum okkur annan kött. Var sá grábröndóttur að lit með hvítt brjóst og kvið. Varð hann brátt sérstakt uppáhald mitt. Aldrei varð hann þó jafn dug- legur að veiða sem Grána, cr var alla æfi hin mesta veiðikló. Eitt sinn á meðan kisi var enn ungur fór- um við bræðurnir nokkuð langt frá bænum. Varð kisi minn þá viðskila okkur hjá litlum kletti. Síðar um daginn fór eg um þessar sömu slóðir. Heyrði eg þá aumkunarlegt kattarmjálm á næstu grösum og gekk þangað. Fann eg þá kisa minn hjá sama klettinum sem hann hafði orðið viðskila okkur um daginn. Kettirnir eltu okkur bræður oft þegar við fórum ekki langt frá bænum. — Grána tók upp á því síðustu árin, sem hún lifði, að leggj- ast út tvær til þrjár vikur á vorin og héld- um við hana þá ofl dauða. Varð því mikill

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.