Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1946, Blaðsíða 8
38 DYRAVERNDARINN „Milli manns og hests og hunds." Eiríkur Ormsson rafvirkjameistari, skilrikur maður og sannorður, hefir sagt mér sögu, er hér fer á eftir, sem virðist sanna hin spaklegu, tilfærðu orð skáldsins. Eiríkur Ormsson gíit þess, að hann hefði verið ónáttúraður fyrir hirðingu kvikfénaðar. Hugur hans í æsku hneigðist aðallega að smíðum. Engu að síður varð hann að hirða gripi á uppvaxtarárum sínum, sérstaklega saitöfé. Þar af leiðandi var honum fenginn hundur við smalamennskuna. Sá hundur var þá ungur, mórauður að lit, með hvítan kraga um hálsinn og hvítar tær. Hann var af óblönduðu íslenzku kyni, fremur lítill, með uppstandandi eyru og hringað skott. Vegna þess, hve Eiríki leiddist gripahirðing (hugur- inn var allur við smíðar), kvaðst hann held- ur ekki hafa veitt hundinum sérstaka athygli, en verið góður við hann og gefið honum af mat sínum. Að vori fór Eiríkur burt af æsku- heimili sinu, Botnum i Meðallandi, og var að heiman allt sumarið. Hundurinn varð eftir. Hann hét S t r ú t u r. Sumarið leið og haustið kalt og grátt gekk í garð. Þá bar svo við eitt kveld, að Strútur varð mjög órór og leitaðist við að komast út úr kofa sínum og gelti og gólaði. Fólkið í Botn- um skildi ekki, hvernig á þessu stóð og skipti sér ekki af því. En snemma að morgni næsta dags hvarf hann af heimilinu og sást hvergi. Þenna sama dag fór Eirikur Ormsson frá Þykkvabæjarklaustri áleiðis að Botnum. Vega- lengdin beina leið á milli þessara bæja mun vera 50 km. Þegar Eiríkur Ormsson hafði krækt um ýmis vöð, yfir fallvötnin á milli fagnafundur, er hún kom aftur heim með hressandi skógarilm í feldinum. Þau voru bæði deydd í fyrra. Fylgir hér með mynd af þeim. Er Grána að reyna að skjótast í burt, en kisi minn situr sem fastast. Lýður Bakkdal Björnsson, Fremri Gufudal. bæjanna, Skálm, Gvendarál, Kúðafljót og Asa- kvíslar, kemur Strútur hlaupandi til hans og fer geyst. Hann liljóp upp um hann allan og reyndi að ná til að sleikja hendur hans og andlit, og láta á annan hátt fögnuð sinn og gleði i ljósi. Þegar þetta átti sér stað, var á- liðið dags. Eiríkur hélt, að einhver maður frá Botnum hlyti að vera í nánd, sem hundurinn liefði fylgt, en svo var ekki. Hundurinn hafði fundið það á sér, eða vitað af því, að vinur hans var að koma til móts við hann. Og hann hljóp að heiman um leið og viriur hans fór að heiman og beið eftir honum allan daginn fram undir kveld, á bakkanum við vatnsfall- ið, þar sem vað var og hann bjóst við að hann kæmi yfir það. Tryggðin og vináttan var þarna sterkari en þörfin fyrir næringu, því að ekki var kunnugt um, að hann neytti neins allan daginn. En hvernig stóð á því, að Strútur var órólegur kveldinu áður en Eiríkur f ór að heiman ? Hvern- ig gat hann vitað af því, að Eiríkur æ 11 a ð i að heiman? Er ekki þarna átakanleg og sterk sönnun fyrir þeirri miklu tryggð og samúð, sem dýrin sýna þeim, er skilja þau og þarfir þeirra? Hve fegin verða þau, er tryggð þeirra er mætt með skilningi? Hve römm er taugin, sem dregur þau til þeirra, er sýna þeim nær- gætni og vináttu. Bjarni Sigurðsson. „Látið mig afskiptalausan". Hestur, sem kom röltandi eftir aðalgötunni í Nörager á Jótlandi fyrir nokkuru, vakti ó- skipta athygli og glcði þorpsbúa. Um hálsinn á honum var fest stórt spjald, sem á var letrað: „Látið mig afskiptalausan .... eg er á leiðinni til östrups". Skýringin var sú, að bóndi í östrup hafði léð kunningja sínum hestinn. Þegar hann þurfti ekki lengur á klárnum að halda, festi hann spjaldið á hann og sleppti honum . . • • í fullu trausti þess, að hann rataði heim. Og það gerði klárinn líka. (Tíminn).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.