Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 3
Kcínat knppAtjÓM tflagttúMcn: G æða-gripnr. i, Margir hafa gæða-gripirnir verið fyrr og síð- ar í landi hér sem og annars staðar. Munu þær og eigi fáar vera, húsfreyjurnar, sem blessað hafa g ó ð u k ú n a sina, er „lagði saman nytjar“ og orkaði því, að aldrei varð með öllu bjargarlaus bær,en liægtvar að skipta sinni mjólkur-ögninni á milli barnanna, sár- svangra oft og tíðum. Ol'l hittum vér aldrað fólk, sem telur, að blessaður mjólkurlekinn — og ef til vill á stundum úr einu kúnni, sem var á bænum — hafi bjargað sér frá sárasta hungri og jafnvel dauða. Svo hefir og verið allt til þessa tíma og mun raunar enn, að konurnar fóru nærri um, hver var bezti gæða-gripurinn í fjósinu, þótt eigi væri mjólkin mæld né vegin. Og sögur þekkj- um vér um harm og söknuð öreiga konunnar með stórann barnahóp, er bezta kýrin var leidd út úr fjósinu og seld hæst bjóðanda til lúkningar einhverri neyðarskuldinni —. Og vafalaust hafa eigi ósjaldan liöfug tár konu og barna fylgt þeim á braut. Þó að sullurinn sverfi nú minna að en áður, sem betur fer, mætti sá háttur haldast áfram, að menn kunni að meta kjörgripi sína og beri lilýjan hug til þeirra. En fleiri hafa þeir verið, gæða-gripirnir í kúahjörðinni, en íslenzku Bú- kollurnar og Auðhumlurnar. Þær máttu og kallast gæða-gripir, kýrnar, sem bauluði í fjarska, þegar kallað var til þeirra (Sbr. í æfintýrinu: „Baulaðu nú Bú- kolla mín, ef þú ert á lífi!“). Einstaka kýr liélt þeim vana l'rá því að hún var kálfur, og hljóp á móti húsmóðurinni eða öðrum, sem drykkjaði henni eða færði eitthvert lostæti, að baula þegar kallað var til kúnna. Þótti þetta eigi litill kostur á kú, enda kom það sér oft vel þegar leita þurfti kúnna í myrkri eða þoku. Og húsfreyju þekki eg enn, sem kallar á kýr sínar, og gegnir þá eigi aðeins ein heldur og fleiri með margrödduðu bauli. Er þetta ágæt- is vani, sem eigi kostar annað í upphafi en hlý- legt klapp og nokkur gæluorð. Þá hafa sumar kýr þann góða vana, að koma jafnan heim með allar kýrnar á eftir sér, og allt af í s.ama mund, til þess að lála mjólka sig. Er þetta ómetanlegur kostur, en vart gera þetta aðrar en gæða-kýrnar, sem eru fegnar því að láta létta á troðfullu júgrinu. Engan þarf .að iðra þess að klappa og strjúka „litlu kusu“ á mcðan lienni er gefið og halda þvi áfram, þó ,að hún komist af kálfsaldrinum, að spjalla hlýlega við hana og gæla. Henni lær-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.