Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.10.1946, Blaðsíða 5
DtRAVERNDARINN 43 skjögt á hverjum degi árið um kring, ef því er að skipta. Sindri hefir verið reiðhestur Ingu litlu í Mið- dalskoti, (sem stjórnar honum á myndinni), frá því hún var fjögurra ára, eða fyrst gat tollað á hak honum .... ýmist í sendifcrðum lausríðandi og þá heldur en eigi drjúg með sig og ánægð með ferðalagið, eða sitjandi á baki hans þótt hann dragi hlaðinn heyvagn. En nú eru yngri bræður hennar, Böðvar og Rafnar, teknir við af henni. Og eigi ósjaldan má líta Sindra á ferð eftir þjóðveginum með einhvern þessara stjórnenda á baki sér, og fer þá sinna ferða fyrir öllum bifreiðum, hverju sem taut- ar . . . . þær verða að híða eða víkja úr vegi fyrir honum, hann víkur ekki fyrir neinum! Honum er það fullljóst, að hann hefir alvar- legum ábyrgðarmiklum störfum að gegna, sem honum einum, og engum öðrum h e s t i er trú- að fyrir. Og hræðslu er eigi að finna á Sindra, hann sýnist ckki kunna að hræðast. Af þess- um miklu kostum og viti Sindra, er hann dáð- ur af eigöndum sínum og elskaður af barna- hópnum, enda á hann allt þetta margfaldlega skilið. Sindri er ágætt dæmi þeirra mörgu afbragðs „heimilishesta“, sem gagnsamlegir eru á hverju húi, en eru þó einkum alveg ómissandi þar sem liörn eru notuð til allra snúninga samstundis og þau fara eitthvað að hlaupa um. Slíkir hestar eru dýrlingar, ástgoð og eftirlæti barnanna. Þau Sindri er ekki uppnæmur, þótt f jölgi á baki hans .... (Nöfn barnanna: Inga Valtýsdóttir, Þröstur Pétursson, Böðvar Valtýsson, Böðvar Ingimundarson, Rafnar Valtýsson). .... en Sindri virðist ekki ætla að hreyfa sig mikið, þegar öllu er snúið öfugt. hlakka til þess að mega skreppa þeim á bak, og geta á þeim snúizt margt til þarfa, sem þau gæti ekki án þeirra. Og foreldrarnir þurfa ekki að vera hrædd um þau, því að þessir góðvinir barnanna skilja þau svo vel, vita og finna, hversu hratt má fara, svo að öllu farnist vel. Eg átti í búskapartíð minni sams konar hest og Sindra. Hann var allt af nefndur „G a m 1 i- M ó s i“, varð hálf-þrítugur og hafði þá um tuttugu ár reynzt mér og heimilinu „þarfasti þjónninn“. Birtist mynd af honum einu sinni í Dýraverndaranum og er þar með þrjár yngstu dætur mínar á baki.* Hann taldi eg einn hinn bezta grip, sem eg eignaðist og svo mun fleir- um fara, sem átt hafa því láni að fagna að eiga slíka gæða-gripi. Hestur eins og Sindri i Miðdalskoti eiga umfram allt skilið mannúðlega meðferð og góða elli. Þeir hafa marg-unnið til sinna elli- launa. E n s v o e r u m a 11 a gæða-gripi. Böðvar Magnússon, Laugarvatni. * Sjá Dýraverndarann XIII. ár, 1. tbl. Þar er grein- arkorn um Gamta-Mósa“ eftir liöf. — E.E.S. Minningarspjöld: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns ólafssonar, fyrriun bankastjóra og Dýraverndunar- félags fslands, fást í skrifstofu Hjartar Hanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send ef óskað er. — Simi: 4361.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.