Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1946, Síða 4

Dýraverndarinn - 01.11.1946, Síða 4
50 DfRAVERNDARINN ákvæði einstakra landa ekki nægt, svo að Þjóðabandalagið gamla hafði það mál til með- ferðar. Hér á landi eigum vér að búa við allí'jöl- þætta friðunarlöggjöf, og þó að liún sé ófull- komin og í ýmsu ábótavant, tel ég rétt að tilfæra liér sett lög og gildandi á þessu sviði: Lög um friðun fugla og eggja, frá 10. nóv. 1913. Lög um friðun æðarfugls, frá 10. nóv. 1913. Lög um friðun lireindýra, frá 8. nóv. 1901, — og um framlengingu á þeim lögum, frá 26. okt. 1917. Lög um breytingu á 1. um friðun fugla og eggja, frá 27. júní 1921 og lög um sama, frá 4. júli 1924. Lög um friðun lunda, frá 27. júní 1921. En hvar á íslenzki fálkinn og haförninn friðland? Iivergi. — Mönnum kemur vist sam- an um, að knýjandi nauðsyn beri til að friða báðar þessar þjóðlegu fuglategundir, áður en það er um seinan, vel minnugir harmsögu geir- fuglsins. 4. Þá er loks að geta þeirrar dýraverndun- ar, þar sem hagnýtar ástæður liggja til grund- vallar. Koma þá í þvi samhandi nytjadýrin til greina, og þó aðallega alidýrin eða liús- dýrin. Dýralæknastéttir landanna eru að sjálf- sögðu ein meginstoð þeirrar starfsemi, þvi að í þeirra höndum er og á að vera öll heil- brigðisgæzla húsdýranna, lækningar og sótl- varnir. Eg liefi þá i stórum dráttum komið inn á þau rök og hvatir, sem dýraverndun allra landa byggist á, og þó að þær séu að ýmsu leyti sundurleitar og ólíkar, snöggt á litið, þá renna þær viðast hvar saman í dýraverndun- arfélögunum i eina órofa, starfandi heild, til hagsbóta munaðarlausu málleysingjunum. 12. jan. 1947. Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir. Siiiá Iiernámsia^a frá IVoregi. Sporhundurinn „Jack“ í slæmri klípu. Þegar Þjóðverjar skömniu eftir hernám Noregs, heimtuðu liunda, til ýmissa liernaðar- starfa, fékk Inkilæ nokkur, fulltrúi, er átti gersemis sporhund, boð frá hinum þýzku lier- yfirvöldum, að afhenda hundinn. Ilann reyndi fyrst að leynast með hund- inn fyrir utan Osloborg. Þegar liann, að viku liðinni, snéri heim aftur, heið hans enn hoð frá herstjórninni, að láta hundinn af hendi á tilteknum stað í borginni næstkomandi sunnu- dagsmorgun kl. 8. Ef boðinu yrði ekki hlýtt, átli að refsa fulltrúanum og taka hundinn með valdi. Nú voru góð ráð dýr. Hundurinn var bæði fallegur, stór og auk þess duglegur sem hest- ur. Fulltrúinn gat alls ekki hugsað til að láta hann frá sér. En allt i einu datt honum snjall- ræði í hug. Daginn áður en aflienda átti hundinn, fór fulltrúinn í langa hjólferð, hundurinn elti og varð fyrir bragðið lielaumur á öllum gang- þófum. Því næst nuddaði fulltrúinn mold og leir um hundinn allan, svo að liann líktist frekar ófreskju en hundi. Munnvikin nuddaði liann upp úr kartöflumjöli, til þess að liann skyldi sýnast bæði gamall og grár. Ilann fékk hjá dýralækni augndropa banda hundinum, sem urðu þess valdandi, að hann tárfelldi sí- fellt. Að lokum klæddist Inkilæ sjálfur tötrum. Þánnig búínn, skítugur um hendur, órakaður og flibbalaus haltraði hann af stað, árla sunnu- dagsmorguns. Hundinn verkjaði svo í þófana, að hann rétt staulaðist áfram. Nafn fulltrúans var kallað, og Inlcilæ Iialtr- aði lil liins þýzka liðsforingja, sem spurði hranalega: „Hvað er liundurinn gamall?“ En áður en Inkilæ hafði líma til að svara, öskr- aði liðsforinginn: „Nei, farðu með þessa ó- freskju lil fjandans.“ Ilann leit á Inkilæ með viðbjóði, eins og hann væri að hugsa, að það væri margt líkt með skyldum.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.