Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 4
58 DtRAVERNDARINN að hestasveinn einn greip til þess þorpara- striks, að stinga oddhvassri spýtu i nára eins liestsins. Þetta endurtók hann dag eftir dag, og hesturinn, sem annars var mjög geðgóð- ur og hægfara, varð hálftrylltur livert sinn sem hestasveinninn gekk um liesthúsið. Dag nokkurn, þegar maðurinn liélt uppteknum hætti, sleil hesturinn sig lausan af stallinum og réðist með þeirri grimmd á manninn, bæði með kjafti og hófum, að hann gekk af honum dauðum. Stundum hitnar liefndin ekki á mönnum, heldur á dýrunum sjálfum. Þannig skeði at- burður einn suður í Alpafjöllum fyrir all- mörgum árum, sem bendir mjög ótvírætt til ]>ess arna. Þannig var mál með vexti, að veit- ingamaður úr þorpi einu átti afbragðs fagran liest, stóran og mikinn, en notaði liann ekki nema á veturna. Á sumrin var hestinum kom- ið fyrir uppi i einu seli Alpafjallanna, en þar reyndist liann svo geðstirður og illskiptinn, að hrein vandræði hlutust af. Hann beit og sló alla liina hestana í selinu, elti þá á röndum og lét þá ekki liafa stundlegan frið. Iíom svo, að varla nokkur hestur var ósár undan hon- um, og urðu smalarnir oft og einalt að hafa á honum nánar gætur, og reyna að stía hann frá öðrum hrossum, þegar sá gállinn var á honum. Dag nokkurn, er liann var á beit ásamt hin- um hrossunum, gat hann ekki venju fremur stillt sig um að bíta þau og slá. Allt í einu var þvi líkast sem þau iiefðu komið sér sam- an um að mynda varnar- eða öllu fremur árásarsamtök. Þau slóu liring utan um óvin- inn, sneru bakhlutanum að lionum og mjök- uðust hægt og sígandi aftur á bak i áttina til hans. Gerði liann tilraun tit útrásar, réð^ ust tveir eða fleiri hestar á hann í einu og neyddu hann til baka inn í hringinn. Þegar hringurinn var orðinn svo þröngur, að hross- in náðu til lians með afturfótunum, réðusl þau á hann af hatursfullri grimmd. Smalarn- ir, sem liorfðu á aðfarir þessar flýttu sér á vettvang til þess að reyna að bjarga hestin- um. Þeir voru vopnaðir svipum og höfðu með sér grimma hunda, sem þeir siguðu á hóp- inn. En allt kom fyrir ekki. Hvorki svipu- högg né hundskjaftar megnuðu að tvislra hópnum, ekki einu sinni, að kljúfa svo stórt skarð í hann, að hestinum yrði nokkursstað- ar undankomu auðið. Það var ekki fvrri en hesturinn var hniginn niður dauður, að smal- arnir gátu rekið hin lirossin burt og komizt að honum. Hliðstæð dæmi þekkja menn af hundum og köttum, en ekki er ástæða til þess að tina neitt upp af þeim hér, — það yrði allt of langt mál. Hitt mun mörgum þykja undarlegra, að jafn heimskulegt dýr og svínið er, skuli einnig húa yfir hefnigirni, ef því finnst vera gert á hluta sinn. Dugés skýrir frá svíni, sem hundur liafði bitið. Nokkru seinna, þegar hundurinn uggði ekki að sér, læddist svínið að lionum og beit hann. Allra dýra hefnigjörnust munu ])ó aparnir vera, eins og Darwin hefir hent réttilega á. Hann skýrir frá eftirfarandi atviki, sem skeði við Góðrarvonarhöfða: Herforingi nokkur hafði hið mesta yndi al’ því að stríða og lirekkja apatetur, sem jafn- an var á ferli í kringum herdeildina. Einhvern tíma, er apinn sá deildina mæta lil lieræf- inga, kastaði Iiann af sér valni i mjúkan leir, hrærði upp í öllu saman og kastaði framan i foringjann þegar liann gekk framhjá trénu, þar sem apinn sat. Hermennirnir þóttust merkja ])að, að apinn myndi lengi á eftir liafa hafl hið mesta gaman af þessum hrekk sínum. Brehm tjáir okkur áþekka sögu um liefni- girni apa. Hann átti apa, sem var mjög spak- ur og i marga staði hið skemmtilegasta dýr. Ef apinn var tekinn og kreistur, skældi hann sig og grelti, eins og hann væri alveg í dauð- anum, en strax og hann var látinn laus, hefndi hann pyntinga þeirra, sem hann hafði orð- ið að þola, með því að bíta, og lagði síðan á flótta með ópum og óhljóðum. Pechuel-Loesche átti líka apa um margra ára skeið, og einnig hann hafði mjög svip- aða sögu að segja. Apinn hans hét „Negri“, var ákaflega mannelskur, vingjarnlegur og þakklátur fyrir allt, sem vel var gert við hann, en fylltist hinsvegar djöfullegu hatri til allra þeirra, sem reyndu til að hrelckja hann eða

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.