Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Side 5

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Side 5
DÝRAVERNDARINN 59 egna. Hann var villtur og óvæginn, sterkur og liðugur, og það var iafn illt að eiga hann fyr- ir óvin, sem það var gott að njóta vináttu hans. Hann var þannig ekki ólíkur tryggum cn grimmum hundi, sem hægt var að egna eða siga á óvini. Kæmi það fyrir, að „Negri“ fengi losað sig úr hlekkjunum, lagði allt þjónustufólkið á flótla, eins I)art og fætur toguðu. Það vissi flest eða allt einhverjar sakir upp á sig gagn- vart honum og þekkti hefnigirni hans. I þeim efnum skeikaði honum heldur ekki. Hann þekkti „óvini“ sína nákvæmlega, og kom ekki til hugar að hlífa þeim, ef liann á annað horð gat náð sér niðri á þeim. Hann reif utan af þeim fötin, klóraði þá í framan, liárreytti þá og barði svo rækilega, að stórlega sá á fólki. Aflið var svo mikið, að hann var ekki svip- stund að þvi að fleygja fullorðnu fólki til jarðar. Jafnvel fuglar liafa ekki farið varhluta af þeirri tilfinningu, sem við köllum hefndar- þorsta. I þorpi einu suður í löndum fundu ihúar húss nokkurs ugluhreiður í holu undir þalcskeggi hússins. Hreiðrið mun hafa verið á að gizka tuttugu fet frá jörðu. Unglingana í þorpinu langaði til þess að skoða hreiðrið, og dag nokkurn reistu þeir stiga upp að húsinu, ])egar fullorðnu uglurnar voru flognar til að leita fæðu handa ungunum, tóku ungana úr hreiðrinu, skoðuðu þá í królc og kring, en létu þá að svo búnu aftur i hreiðrið. Kvöldið eftir, nokkru eftir að dinimt var orðið, var einn þessara sömu pilta á leið heim til sin. Þegar hann gekk fram hjá húsinu, þar se))i ugluhreiðrið var, vissi hann ekki fyrri til en hann heyrði feikna vængjaþyt. Það skipti heldur engum togum, að uglan réðist á hann með þvílíkri heift, að hún læsti klón- um i Iiöku hans, cn lijó með gogginum i auga hans, svo að pilturinn rak upp angistar- og sársaukavein. Sem betur fór, sakaði augað ekki sjálft, en samt bólgnaði allt i kringum það, og á hökunni voru blæðandi sár. Hvernig sem á því stóð, lágu ungarnir morg- uninn cftir á jörðunni beint fyrir neðan hreiðr- ið, og þótti sennilegast að ugluhjónin befðu sjálf fleygt þeim úr lireiðrinu, þar eð enginn viðurkenndi að hafa snert við því frá því daginn áður, er hreiðrið var skoðað. Maður, sem átti leið þarna framhjá og ekki hafði hugmynd um árás uglunnar kvöldið áð- ur á unglinginn, lét ungana upp í hreiðrið aft- ur og bjó þar um þá eftir föngum. En það virtist eiga að verða hlutskipti þeirra að deyja, því að daginn eftir lágu ungarnir dauðir á jörðunni og hreiðrið allt umturnað. Gömlu uglurnar flögruðu eirðarlausar fram og aftur, virtust i æstu skapi og friðlausar. Þær flögr- uðu tré af tré, þak af þaki og margsinnis að hreiðrinu, sem eitt sinn hafði verið hamingju- heimili þeirra. Þær vældu án afláts mjög á- mátlega og virtust ekki liafa nokkurn frið i sinum beinum. Ungu mennirnir í þorpinu reyndu að skjóta þær með haglabyssum, en tókst illa. Uglurn- ar flugu upp í livert skipti sem slcot reið af, en komu samt aftur og aftur. Það kvöldaði og dimmdi, skytturnar fóru heim til sín, nema einn ungur maður, sem ákvað að bíða færis. Hann heyrði aðra ugl- una koma og setjast inn í runna skammt frá. Maðurinn skaut inn í runnann, en svo að segja í sömu andránni heyrði skyttan óhugnanlegan vængjaþyt, sem færðist með ofsahraða í átl- ina til hans. Á næsta augnabliki liafði uglan höggvið með gogginum í auga mannsins, en lionum varð svo hverft við, að hann datt afl- ur fyrir sig, en uglan flaug burt. Augað særð- ist svo mikið, að maðurinn missti sjónina. — Margar tilraunir voru gerðar til þess að skjóta uglurnar, en þær reyndust allar árangurslaus- ar. Nokkurum dögum siðar hurfu þær fyrir fullt og allt og létu aldrei sjá sig framar. Það mun vera nokkuð algengt, að fuglar leita færis að höggva í augu óvina sinna. Þann- ig skeði það ekki alls fyrir löngu, að tömd kráka hjó auga úr krakka, sem var að stríða henni. San)a skcði við bóndakonu nokkra, sem var að reyna að liandsama hænu. Hænan rak upp hræðslu- og sársaukavein, þegar konan náði í hana. En þá réðist haninn að konunni ug hjó úr henni annað augað. Sumir ránfugl- ar eru alræmdir fyrir þetta sama, og það hef- ir komið oftar en einu sinni fyrir á síðustu árum, að ránfuglar sem særzt hafa af byssu-

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.