Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 6
60 DYRAVERNDARINN DýraverndunarmáL Allt frá landnámsöld hafa Islendingar átt mikið saman við húsdýrin að sælda. Án hjálp- ar þeirra hefði líf okkar, eins og fjölmargra annarra þjóða, vart geta haldizt við. Hesturinn hefir frá alda öðli verið nærfellt eina farartæki okkar á landi. Á honum þeystu forfeður okkar landshornanna á milli. Við hann eru margar fegurstu og göfugustu minn- ingar þeirra tengdar, og án hans væri saga okkar fátækari af mörgu, sem gefið hefir henni gildi. Ég sé i anda fríða flokka ríða til Alþingis á haukfráum fákum, með reista makka og löðrandi mél. Dráttarhestarnir voru ekki síður þarfir en hinir, þótt „rómantikin" skipi reiðhestunum oft hærri sess. Og hvernig gætum við lifað án sauðkindar- innar? Hún hefir verið ein hin dýrmætasta bú- fjáreign landsmanna. Allt var undir því kom- ið i sveitum, að sauðlönd væru góð. Ef slikt var fyrir hendi, var engin hætta á að land- búnaðurinn dafnaði ekki. En væri lítt um sauð- fé, var oft þröngt í búi, enda segir hið forn- kveðna: „Sveltur sauðlaust bú." Ekki má gleyma nautgripunum, sem studdu svo mjög að velliðan okkar. Úr mjólk þeirra var unnin allskonar gómsæt fæða: smjör, skyr, rjómi, ostar, mysa og afir. Á þessu döfnuðu börnin bezt og fengu þor sitt og þrótt. Hestar, kindur og kýr eru þau húsdýrin, sem segja má að mest gagn hafi gert. En þau eru fleiri nytjadýrin í sveitunum. Það fer varla hjá því, að við mætum ekki dyggu hjúi, áður en gengið er i bæinn, annað hvort með stygg- um svip og úfnu trýni eða flaðrandi með dill- andi skotti. Þetta hjú er flestum bændum huglátt. Sporlétt og athugult fylgir það hús- bónda sinum um fjöll og firnindi, og rennir til hans þakklátum augum fyrir hvern bita, sem skotum, hafi ráðizt gegn skyttunum og höggv- ið úr þeim augun. Framangreind dæmi sýna það, að menn- irnir eru ekki einir um hefnigirnina. (Þýtt). að því er rétt. Og snuprunum tekur það auð- mjúkt og undirgefið, eins og það finni, hvc vit þess nær skammt, en það er einn gleggsti votturinn um vitsmuni hundanna. Enn er eitt og það er kisi litli- Mjúkhærður og hljóðlátur læðist hann um göng og gáttir og gegnir starfi sínu af stakasta áhuga. Hann er eftirlæti góðra unglinga, en bitbein hinna illa innrættu. Kisi á marga vini. Margir verða til þess að huga góðu að honum, þar sem hann malar í makindum á rúmábreiðunni og nýt- ur hvíldarinnar. Ég hefi nú af veikri getu lýst lítið eitt þeim vinum okkar, sem eru þörfustu húsdýrin okkar. Fyrir örfáum áratugum var meginatvinna okkar landbúnaður, því að þótt sjór væri tölu- vert stundaður þá, oft af ekki minna kappi og kjarki en nú er gert, var mikill hluti sjó- mannanna vinnumenn bænda, er unnu land- búnaðarstörf hluta úr árinu. Og þeir voru lieídur ekki margir þurrabúðarmennirnir svo- nefndu, sem einhvern hluta ársins eða æv- innar, höfðu ekki náin kynni af húsdýrunum. A þeim tímum, sem svo skammt er að minn- ast, mátti heita að nærfellt hvert mannsbarn á landinu hefði meiri eða minni mök við skepnurnar. Svo er þetta að miklu leyti enn, þótt nokkuð hafi breytzt á síðustu árum. Fólk flytzt nú til sjávarþorpanna og gengur þar að daglaunavinnu eða stundar sjóinn allan árs- ins hring. Þó mun í öllum þorpum landsins vera eitthvað af búpeningi og sums staðar mik- ið. Bændacðlið er svo ríkt í mörgum þorps- búanum, að hann getur ekki slillt sig um að ciga nokkrar ær, kú eða máskc hest til þess að skreppa á bak á sunnudögum. Sumir telja líka hag sinum betur borgið með því að eigf. eitthvað af skepnum. í sveitum landsins er nú að vcrða töluverð breyting á búnaðarháttum, t. d- fer þörfin fyrir hestinn óðum minnkandi og bændumir

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.