Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 7
DYRAVERNDARINN 61 eru óðum að taka vélaaflið í sína þjónustu. Sláttuvélar, herfi og aðrar búvélar, eru nú dregnar af hreyflum. Þannig geta þeir á skemmri tíma en áður og með minni mann- afla aflað sér heyja til vetrarins. Það þýðir aftur það, að þeir hafa ráð á að fjölga kindum sinum og kúm og búrekstur allur verður ó- dýrari. Bændur skjótast nú milli bæjar og kauptúns á „Hjeppanum" sínum. Þeim fækkar óðum hnarreistu fákunum, sem báru húsbændur sína langa og oft erfiða vegu. Við sjáum sjaldnar en áður þreytta dráttar- hesta híma upp við húsveggi, sljóa af þrotlausu erfiði og mæðulega á svip. Og nú sjást heldur ekki lengur flokkar baggahcsta bíða klyfja sinna á haustin i slát- urtíðinni. í þessum linum, sem á undan fara, hefi ég ekki minnzt einu orði á dýravernd. Sumum kann því ef til vill að virðast kafli þessi þarf- leysa ein. En er það ekki venja, þá er mál eru tekin til meðferðar, að lýst sé fyrst öllum aðstæðum og viðað að rökum og gögnum, og að því búnu kveðinn upp úrskurður eða mál- ið rætt frá ákveðnu sjónarmiði. Þetta fyrrnefnda hefi ég reynt að gera. Ég hefi lýst í stórum, en illa gerðum dráttum þess- inn vinum okkar og þessir vinir okkar eru sérstök þjóð í þjóðfélagi okkar mannanna. Þcssi bjóð, ef svo mætti kalla, er svift þeim i'étti að geta stjórnað sér sjálf. Hún er nokk- urskonar þrælar, sem eru háðir Irúsbændum sínum í einu og öllu. Og þeir þrælar eru því verr settir en mennskir þrælar, að þeir eiga ekki mál til þess að kvarta með, en gegna starfi sinu þeim mun betur, að á því hvílir að verulegu leyti afkoma okkar. I öllum lýðræðisrikjum er þrælahald bann- a'ð> oíí alls slaðar þar sem mannúðin er í háveg- Wn böfð. Okkur er kennt, að allir menn eigi sama rétt tilveru sinnar, og að jafnræði og hi'æðralag skuli rikja í öllum viðskiptum okk- ar mannanna. En er nokkurs staðar talað um ]ifið, að þessir þrælar, þessi þjóð, sem ég ræddi Um áður, eigi sama tilverurétt og við? Eru nokkurs staðar lög til, sem skipa dýraeigend- um að eiga hlý, upphituð hús handa skepnum sínum og nægilegt fóður? (Það má ef til vill segja, að skráð hafi verið lög um hið síðar- nefnda. En ég fullyrði óhikað, að þar, sem þörfin hefir verið mest á að þeim væri beitt, hefir þeim verið slælegast framfylgt). Og hefir það nokkurs staðar sézt, að vinnu- degi hesta og annara húsdýra væru takmörk sett? Um gjörvallan heim er nú rætt um meðferð stríðsfanga í fangabúðum nazista. Stórar fyr- irsagnir um grimmd og harðýðgi nazistanna bafa birzt i flestöllum dagblöðum veraldar- innar. Myndir hafa verið teknar og sýndar af beinagrindum bordauðra og sveltandi manna. En hvar hafa sézt myndir af horuðum og illa hirtum húsdýrum og er þó af nógu að taka? Hafa nokkurntima birzt feitletraðar fyrirsagn- ir í dagblöðum Islands t. d. um illa meðferð á þarfasta þjóninum? Ég get ekki stillt mig um, í sambandi við ofanskráð, að taka dæmi úr sveit minni: Þetta gerðist að vori til. Á prestssetri einu var aðkomumaður f enginn um stundarsakir til Hundur (tréskurðarmynd).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.