Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 8
62 DtRAVERNDARINN vinnu. Eftir skamnia dvöl varð liann var við þrjú nýdauð trippi, sem prestur átti. Eftir út- liti þeirra að dæma, taldi hann trippin hafa dáið af fóðurskorti. En þvi miður er slíkt ekki svo mjög sjaldgæft hér í sveit, þvi að lirossa- mergðin gengur langt úr hófi fram. Maður þessi var dýravinur, og honum hraus hugur við slikri meðferð og kærði þvi samstundis til dýraverndunarfélagsins hér i sýslunni. Nú bíð- ur mál þetta dóms lijá sýslumanni eftir 1A4 misseri og óvíst þykir um úrslit þess. Segjum nú svo að þetta hefðu ekki verið húsdýr, heldur vinnumenn bónda, sem þann- ig hefði farið um. Við getum öll séð á auga- hragði, hvernig farið hefði. Presturinn liefði verið settur á bekk með nazistunum illræmdu og látinn sæta þeirri refsingu, sem lög okkar hjóða. Á þessu sézt, hve líf dýranna er lítils metið. Eigandinn hefir líf þeirra í hendi sér, og öll meðferð þeirra má lieita einkamál hans. Ég sagði, að dýraeigendur hefðu líf dýra sinna í hendi sér, og ég vona að þau orð mín verði ekki misskilin. Það þarf að reisa ör- uggar skorður við því, að menn geti refsing- arlaust misþyrmt dýrunum, þrautkúgað þau og pínt. Mér hefir verið sagt, og ég liygg að ég megi telja orð formanns Dýraverndunarfé- lagsins örugga heimild, að liætta væri á að mál þetla félli niður, ef ekki fengist gerð rannsókn um það, úr hverju dýrin hafi dáið. Sú rannsókn liefir ekki verið gerð. Ég hcfi ekki þekkingu til þess að dæma um, hvort liægt er að gcra slíka rannsókn svo löngu eftir dauða trippanna. Það geta þeir sagt um, sem skyn bera á málið. — En hvað sem sú rannsókn kann að leiða i ljós, hvort heldur trippin liafa dáið úr einhverri sýki eða af fóðurskorti, þá hljóta allir heilvita menn að sjá, — að það eitt, að láta dýrin deyja skeyt- ingarlaust og án skoðunar, er stórkostlega vítavert. Hér á íslandi er mikið ritað og rætt um menntun og menningu, og jafnframt gerum við okkur mikið far um að vaxa í augum annarra. Við sendum fulltrúa lærdóms og lista á ýmsum sviðum til annarra landa álf- unnar og jafnvel í aðrar heimsálfur, svo að aðrir fái séð, að á andlega sviðinu búum við engu kothúi, þótt land okkar sé smátt. Við kappkostum að komast i röð menntuð- ustu ])jóða heimsins. Þessi stefna er fögur, og það er mjög fjarri mér að víta hana. En það er sitt livað menntun og lærdóm- ur. Stephan G. Stepliansson, hið hámenntaða en óskólagengna góðskáld okkar, segir: „Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, liaga hönd, Iijartað sanna og góða.“ Hann telur menntunina ekki fullkomna, nema hún nái einnig til hjartans. Það er lijartað sanna og góða, scm hann telur skipta svo miklu máli. Og þá fer okluir að skiljast, að menntun ])ess manns hlýtur að vera i meira lagi rot- in, sem fengið getur af sér að láta húsdýr sín veslast upp hugsunarlaust, Iivort heldur er úr hor eða öðrum sjúkdómum. Okkur íslendingum er, sem öðrum þjóðum, ekki mest þörfin á miklum fjölda skóla eða auknum hókarlærdómi. Okkur er nauðsyn- legast að kanna hjarta okkar og bæta það. ef þörf krefur. En væri slíkt takmark skól- anna — og takmark þeirra manna, er völd- in hafa á jörðinni — myndi blasa við okkur „nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.“ (St. G. St.). Þá myndi lærdómur mannanna ekki gera jörðina blóði drifna, og þá værum við ekki lengur „andleg ígulker ótal skólabóka.“ (St. G. St.). Skorri.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.