Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1948, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.03.1948, Blaðsíða 4
D V R A V E R N D A R I N N 10 liafði hún ekki komið. — Gekk svo hehnilis- fólkið í Botni til náða, en ekki varð Sæmundi svefnsamt um nóttina, því að oft varð hon- um hugsað til Sokku. Taldi hann nú likleg- ast, að luin hefði lagt af stað heimleiðis nótt- ina, sem hann gisli í Fögruhlíð, ætlað að stytta sér leið með því að fara yfir árósa og vaðla, sem á léiðinni eru, en lent í leirhleytu og ekki gctað losnað úr henni, þar sem hún lika var í hal'ti; og liafði Sæmundur af þessu þungar áhyggjur. Ákvað þó með sjálfum sér, að gera dauðaleit að lirvssunni, strax og hann fengi því við komið, ef hún hefði ekki skilað sér að morgrti. Morguninn eftir fór Sæmundur snemma á fætur og hóf leit að Sokku umhverfis lúnið og meðal hesta í nágrenninu, en allt kom fvr- ir ekki. Frekari leil gat hann ekki gcrt að sinni, því að ýmis nauðsynjaverk kölluðu að heima. Ganga þurfti lil kinda, sem enn gengu sjálfala í fjallinu o. fl. Leið svo dagur að kvöldi. En i rökkrinu, þegar allir voru komnir inn í Botni, heyrðist jódvnur úti fyrir. Var þá brugðið skjótt við og farið til dvra. Þar er þá cnginn annar kom- inn en Sokka og er nú heldur guslmikil. Verð- ur nú fagnaðarfundur þar á hlaðinu, og telur Sæmundur Sokku úr helju heimta. Og eftir að hafa handfarið liana og látið vel að henni uni stund, vísar Sæmundur henni ofan i túnið og fer svo inn alls hugar feginn. En ekki lcið löng stund, þangað til heimamenn urðu þess varir, að Sokka cr á ný farin að troða hlaðið og smá kumra og hneggja líkl og hana vantaði eitthvað. Sæmundur fer þá út aftur og vill vita, hvcrju þetta sæti, en verður einskis var. En þegar hann ætlar að reka hana burt af hlaðinu, bregður svo undarlega við, að liann fær með engu nióti komið henni frá bænum, hverra bragða, sem hann leitar. Hrvssan kumr- ar og hjúfrar sig upp að honum og vill hvergi fara. Þykir Sæmundi þetta vart einleikið og heldur, að eitthvað meira en lílið sé að henni. Þreifar nú um hana og strýkur vandlegar en áður, en finnur hvergi sár eða meiðsli. En þeg- ar hann er að gefa upp þessa rannsókn og strýkur um makka hryssunnar svo sem i kveðju skyni, finnur hann, að í faxið er bund- inn með snærisspotta dálítill bréfmiði. Hann tekur vitanlega bréfið, en jafnskjótt og hann liefur losað hryssuna við það, bregður svo und- arlega við, að hún leggur af stað af hlaðinu ofan i túnið og er þá í engu brugðið. — Bréf- ið var orðsending frá Iíristjáni bónda i Fögru- hlíð, þar sem hann segir hvernig á ferðuin hryssunnar standi og biður þá, sem verði henn- ar varir, að grciða götu hennar heim að Botni. En það er af ferðum Sokku að segja, eftir að Sæmundur týndi henni í Fögruhlíð, að und- ir kvöld kom hún í haftinu heim á tún i Fögruhlíð og var liin rólegasta. Kistján bóndi brá strax við, færði hana úr haftinu, batt orð- sendinguna i faxið á henni og vísaði henni á leið eftir húsbónda sínum. En það'var eins og hún vildi ekki trúa því, að liann hefði farið á undan henni og virtist í fyrstu treg til að halda áfram, en þó skilaði luin sér heim, svo sem að framan segir. En þau urðu endalok Sokku, að nokkrum árum seinna drukknaði hún í firðinum fram al' bænum í Botni, ásamt fleiri hestum. ()g gal Sæmundur ]>ess, þegar liann sagði mér þessa sögu, að sá skaði hefði orðið sér einna minnisstæðastur af þeim skakkaföllum, sem hann hefði orðið fyrir í lífinu. Það, sem gladdí hann mest við heimkomuna. Norska skáldið og þjóðskörungurinn Björns- son, komst svo að orði eitt sinn í grein i frönsku blaði: „Einu sinni skrapp ég snöggvast hcim frá Baris og var nokkurn tíma í Noregi. Þegar ég kom aftur til Barísar, spurði einn franskur kmmingi mig, hvað mér hefði þótt einna vænst um við heimkomuna. — „Ég sá hvergi nokkurn magran né meiddan liesl, svaraði ég samstundis.“ Kmmingjanum þótti undarlega svarað og skildi ekki, hvað Björnsson átti við, fyrr en hann hafði skýrt rækilega fyrir honum, að það væri þjóðarkostur og góðs viti að fara vel með skepnur sinar. (Dýravin. 1905).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.