Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1948, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.04.1948, Blaðsíða 3
VERÐLAU N ARITG ERÐ 1947: Sýnið dýrunum nærgætni og miskunnsemi EFTIR BJARNA SIGURÐSSGN Það liefur verið skrifað svo margt um dýra- verndun, um meðferð á húsdýrum og við- skipti þeirra og mannanna, sem svipt hafa þau frelsinu og ráða yfir þeim eins og ein- valdsherrar, að l)úasl má við, að sumt af því, sem hér verðnr sagt, sé áður kunnugt. Læt ég það þó ekki aftra mér frá því að minnast húsdýranna og þeirra, sem yfir þau eru settir. Sagl hefur verið frá þeirri harðneskju, sem útigangsfé og útigangshross hafa sætt og verða enn fyrir, og hvernig þessar skepnur rangla um, kaldar, hungraðar og ráðalausar og verjast hordauðanum af fremsta megni. Þarna er þörf umbóta, umhyggju og misk- unnsemi gagnvart þessum vesalings, líðandi og raunamæddu málleysingjum. Ég hef kall- að þau húsdýr, en margt af þeim eru húsa- lausir aumingjar, háðir yfirráðum og duttl- ungum þeirra manna, sem ekki virðast skilja það, að höfundur lífsins hefur gælt þau lífi og tilfinningum eins og þá. Ég minnist þess nú að vísu, að visindamaður komst nýlega svo að orði, að tilkoma lífsins liér á jörðu liefði upprunalega verið tilviljun. Eftir þvi ætlu hnettir himingeimsins og brautir þeirra að vera lilviljun. Þessu trúi ég ekki, og vís- indamaðurinn hefur ekki, að mér skilst. ver- ið vitni að þeirri tilviljun. Hitt er vitað af Bjarni Sigurðsson skrifstofustjóri. langri reynslu, að „eins og maðurinn sáir uppsker hann“. Þannig er það sannað, að góð meðferð á búpeningi margborgar sig fjárhagslega. Auk þess eru menn þá lausir við j)að samvizluibit og þá stórsynd, sem leið- ir af illri og miskunnarlausri meðferð sak- leysingjanna, sem þeir eiga að annast og varð- veila. Hér var það ætlun mín að minnast á dag- lega umgengni manna og dýra. — Hvernig menn umgangast dýrin, fer mjög eftir mann- kostum þeirra og uppeldi, þekkingu þeirra og nærgætni. Hrottaskapur, illkvittni og geð- ofsi hefur stundum leikið dýrin hart. Ég hef verið vitni að ])vi, að þau hafa verið harin saklaus lil óhóta í ofsareiði. Sá Ijóti siður tíðkaðist í æsku minni, að þegar hestur var fluttur út í liaga og átti svo sjálfur að halda

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.