Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1948, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1948, Blaðsíða 3
ÁSGEIR GUÐMUNDSSGN : Gribba í Æðey. Það var skömmu fyrir síðustu aldamót, að faðir minn, Guðmundur Rósinkarsson í Æðey, keypti ljósrauða hryssu af séra Jóni Jónssvni, er síðast var prestur að Stað á Reykjancsi. Var séra Jón að hætta húskap um þær mundir. Faðir minn var einstaklega mikill dýravinur, en vænst þótti honum þó um hesta, jafnvel þótt aðstaða hans sem eyjarhónda væri óhag- stæð til að njóta skemmtunar af þeim. Hann sá strax, að Grihha lók sér nærri að koma i ó- kunnugt umhverfi og reyndi því að gæta henn- ar sem vandlegast og hæna hana að sér, en lengi vel virtist það ætla að verða árangurs- iítið. Ilún var einþykk og lagði lil stroks heim í átthagana livað eftir annað, en náðist alltaf cinhvers staðar á leiðinni, enda var um hyggð að fara að miklu leyti, hálfa Snæfjallaslrönd og alla LangadalsstrÖnd eða því sem næst allt að Þorskafjarðarheiði. En þetta var aðeins fyrsta árið. Eftir ])að reyndi hún aldrei að strjúka. Séra Jón Jónsson álli dóttur, er Margrét heitir. Giftist hún siðar Jóni Auðuns, alþingis- manni. Veturinn 1900 var luin við barna- kennslu hér í Æðey. Lét lnin vcl að Grihhu og levndi sér ekki, að Grihba þekkti hana síðan á æskuárum þejrra á Stað. Grihha var járnuð og reið Margrét henni slundum sér lil gamans.um eyjuna og fór vel á. með þeim. En frú Margrét er mikill dýra- vinur og hin ágætasta kona. Myndin er af tveimur afkomendum Gribbu gömlu í Æðey, hryssu með folaldi sínu. Hryssan ber nafn gömlu Gribbu. Maðurinn, sem sést á myndinni, er Ásgeir Guðmundsson, bóndi í Æðey, höfundur sög- unnar um Gribbu. Ég minnist þess oft, að Grihha fór sínu fram, þó að við hræðurnir ætluðum eitlhvað með hana, sérstaklega ef við slógum í hana. Það mátti aldrei. Ég var eill sinn sendur inn á Bæjardal til að sækja tvær hryssur, Grihhu og aðra til. En er þangað kom, var Grihha þar aðeins ein. Ég klappaði henni sem hezt og ástúðlegast eins og ég hafði séð, að faðir minn gerði, og varaðist að nota svipuna. Ég frétti, að hin hryssan mundi vera úti i svo- nefndu Innra-Skarði, sem er margra kiló- metra leið, þaðan sem ég var staddur. Én alla þessa leið har Grihha mig og gekk ferðin vel. Þegar ég hitti föður minn, sem kominn var ulan ur eyjunni lil að synda hryssunum út í hana, var hann orðinn dauðleiður á biðinni og sagði:

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.