Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Qupperneq 5
DYRAVERNDARINN 43 að ég heyrði. Hélt hann þannig áfram niður nieð girðingunni og var kominn fram hjá mér, en þá snéri hann allt í einu við og hagaði sér eins og áður, en fór svo rakleitt að hjólinu, sem stóð spölkorn frá mér, nam þar staðar og krafs- aði í það tvisvar eða þrisvar sinnum. Varð hann þá var við mig og kumraði ofurlítið og hlýlega. Ég hætti nú þessum feluleik og gekk af stað í áttina til hans. Hann stóð kyrr hjá hjólinu og fylgdi mér stöðugt með augunum, en þegar ég var rétt kominn að honum, tók hann á sprett, skvetti upp afturendanum og hljóp af stað heim á leið. Það var eins og hann vildi segja: — Ég skal samt verða á undan heim. Þetta var það fyrsta, sem ég veitti athygli hjá honum, er benti á óvenju mikla greind og tryggð. Kom mér til hugar, að gaman væri að geta kennt honum eitthvað. Síðan hófst kennslan. Ég kenndi honum að heilsa og hneygja sig. Þetta gekk vel og fljótt og virtist hann hafa gaman af. En lítið var um hentugt pláss til þessara æfinga. Tjörnin hérna í Reykjavík var á ís um þetta leyti. Þangað fór ég með hann, þegar dimmt var orðið, og vorum við þar löngum einir. Svo fór ég að sýna árangurinn af kennshinni licima og var ekki frítt við, að ég væri svolítið montinn yfir dugnaði okkar, en j)á sagði pahbi, að ég ætti ekki að vera með jæssa vitleysu við folann, hann gæti orðið kargur við þetta. Þótti mér kennslulaunin bág, eins og nærri má geta. Skömmu síðar fékk Snigill félaga í húsið til sín. Það var rauður hestur, sem pabbi tók í fóður. Eu Snigill var ekki hrifinn af því. Hann sat um færi til að berja félaga sinn og gera honum allt til meins, sem hann gat. Þá var Snigill bundinn og sett upp slá á milli þcirra, hvorugt kom að luvldi. Snigill sleit sig hiusan og felldi niður slána. En þegar farið var að teyma þann stutta með þessum hesti, hatnaði sambúðin innan skamms. Einhverju sinni hafði ég verið úti með báða hestana, og þegar ég var búinn að ganga í rá þeim i hesthúsinu, stakk ég brauðbita upp í þann rauða. Siðan ætlaði ég að geía Snigli ann- an brauðbita, en j)á brá svo við, að hann leit ekki við því, hvernig sem ég fór að. Aftur á móti gerði liann sig margsinnis líklegan til að berja félaga sinn. Datt mér i hug, hvort hann mundi vera afbrýðisamur og reyndi þctta oft næstu daga. Ef ég gaf þeim rauða á undan, snerti Snigill ekki við brauðinu hjá mér, eu var fúll og vondur. Gæfi ég honum aftur á móti, áður en hinn fékk bita, þá var allt í lagi. Kom mér í hug, að J)að væri víst sanni nær gamla máltækið, sem segir, að það sé vandi að ala upp eitt barn, svo að vel fari, úr því að skepnurnar geta orðið svona miklir stór- bokkar. Leið nú fram í janúar og alltaf smá fjölgaði leikjum okkar Snigils, en lítið lét ég á jæssu bera, eftir að ég vissi, að föður mínum var ekki meira en svo um j)að gefið. Svo lcorn að því, að ég færi á bak Snigli í fyrst sinn. Bar það jxmnig að: A daginn voru hestarnir úti á túni, sem kallað var Ásgeirstún. Þar eru Melagöturnar nú. Einu sinni sem oftar, j)cgar búið var að gefa á stallinn, fór ég að sækja þá, eftir að dimmt var orðið. Kom mér j)á allt i einu í hug að fara nú á bak þeim stutta, lagði við liann heizli og ætlaði að reka þann rauða heim á undan okkur. Hann lagði Jægar af stað. Ég fór nú á bak og ætlaðist til, að Snigill elti hinn hestinn. En viti menn! Snigill stóð eins og hann væri stjarfur, hreyfðist ekki, hvernig sem ég fór að. Ég varð að láta mér lynda að fara af baki og teyma hann heim. Jæja, hann ætlar J)á að verða svona, hugsaði ég. Latur var Skjóni, en J)essi stendur bara alveg kyrr. I febrúar var fækkað mönnum, J)ar sem faðir minn vann, og hann var meðal þeirra, sem sagt var upp. Það kom sér illa, J)vi að fjölskyldan var stór og mikil veikindi voru hjá okluir. Koni hann J)á að máli við mig og sagði mér, að hann ætlaði að selja Snigil, því að hann gæti ekki verið J)ekktur i'yrir að láta sjá sig mcð gagnslausan hest, Jægar hann væri atvinnulaus. Ég maldaði í móinn og benti l'öð- ur mínum á, að hann ætti nú hæði mat og hey handa hestinum til vors, svo að hann æti ekk- ert frá heimilinu á meðan. Pabbi sagði, að það Sjá bls. 18. L

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.