Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 7
DtRAVERNDARINN 45 Sólskríkjusjóður Fjöldi smáfugla hefur hænzt ao húsi frú GufSrúnar J. Erlings og er það þó í mjög þéttbýlu bæjarhverfi. Þó kveður fyrst að fuglamergöinni, svo að um munar, þegar i'cr að snjóa á veturna. — Árum saman hefur hiin hyglaS þessum litlu veslinguru, þegar þeir hafa átt örðugt uppdráttar á v atrargaddinum. — Þessa mynd af einum gestahóp frú GuSrúnar birti Dýrav. fyrir mörgum árum. Síðastliðinn vetnr afhenti frú Guðrún Er- lings stjórn Dýraverriduriarfélags íslands sjóð, að npphæð tvö þúsund krónnr. Skyldi hann nefnast Sólskríkjusjóður og vera til minning- ar um mann hennar, Þorstein Erlingsson, skáld. Frú Guðrún skýrði frá hugmynd sinni með sjóðstofnun þessári í meðfylgjandi bréfi, og er hún i stuttu máli sú, að al'lað verði svo mikils kornforða, sem áétæður leyfa, er hafður sé tiltækur í vetrarhörkum til þess að seðja snjó- tittlingana litlu, „þegar þessir svöngu, köldu gestir -- í'inna hvergi fis cða bar, né frækorn á nokkru strái", eins og hún kcmst að orði í bréfi sínu. Gerir hún ráð fyrir, að sjóðnum vcrði aflað tekna með ýmsu móti. Bendir hún til dæmis á þá leið að gefin verði út póstkort, sérstak- lcga gerð í þessu skyni, með aletrunum, scm minni á ætlunarvcrk sjóðsins og hvctji menn til að aðhyllast þá hugsun — eða lifskoðun, sem öll dýraverndun byggist á. Hún gerir líka ráð t'yrir, að margir vilji styrkja þennan sjóð mcð smágjöfum og áheitum, þegar menn fái um hann að vita og hlutvcrk hans. . Hún gerir ráð fyrir, að trúnaðarmenn Dýra- verndunarfélagsins annist á ári hverju kaup á korni eða öðru fóðri til að hafa handhært, þegar með þarí'. Til þessara kornkaupa má verja rentum sjóðsins, höfuðstóllinn á að standa óskertur, þar til hann heí'ur aukizt svo, að skaðlaust sé, þó að tekið verði af honum. Hún gerir og ráð fyrir, að fé það, sem sjóðnum kann að áskotnast og ekki þarf nauðsynlega að verja til árlcgra útgjalda, leggist við höfuð- stólinn. Þetta cr mikil gjöl', og fögur er sú hugmynd, sem vakir fyrir gefandanum, og samboðin minningu dýravinarins góða, Þorsteins Erlings- sonar. Eins og öllum er kunnugt var hann á sínum tíma meðal áhrifamestu foryígismanna dýraverndunarmálsins hér á landi. öll dýr áttu vísan talsmann, þar sem liann var, en varla voru honum þó önnur dýr kærari en fuglarnir, ekki sízt þeir minnstu. Meðal l'egurstu ljóða hans er kvæðið Sólskríkjan. við hinn rauða dúk meistara nautamorðingj- anna. Nautið skilur örvæntingaraðstöðu sína til hlítar. Hvað á það að gera? Það er citt saman. Enginn með því, allir á móti því. A þessum nautapyndingadegi haí'ði nautið feiga óvenjulega skynjunarhæfileika. Það snéri sér svo í'imlega á hlaupunum, að nautamorðingjan- um tókst ekki að hitta banastaðinn við hnakka þess með sverði sínu. Ekkert blóð rann. Áhorf- endurnir skora á meistarann með háværum hrópum að drepa nautið. En hann biður og hcfur augun hjá sér. Ahorfendur öskra óþolin- móðlega til hans móðganir og hæðnisglósur í því augnamiði að hvetja hann til þess verks, sem hann annað hvort élítur hættulegt eða ómögulegt; eða hefur augnaráð dýrsins dáleitt hann? Mcistari nautamorðingjanna hverfur ekki út af sviðinu, þrátt fyrir mannlegan hæfi- leika sinn til að hugsa af skynsemi, þvi að þá væri blettur fallinn á frægð hans. Nautið er sjáll'byrgingslegt .... Það ályktar .... Það sem morðingjanum er um megn að gera með stálvopni sínu, tekst nautinu að gera án nokk- urs vopns. Það rak horn sin i bakhluta meist- arans. Hann reis ekki á fætur aftur. Nautinu hafði veitzt að vinna réttlætisverk frammi

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.