Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Qupperneq 7
DtRAVERNDARINN 45 Sólskrakjusjóður 4 ' J V* J 4 Fjöldi smáfugla liefur hœnzt að húsi frú Guðrúnar J. Erlings og er það þó í mjög þéttbýlu bæjarhverfi. Þó kveður fyrst að fuglamergðinni, svo að ura munar, þegar fer að snjóa á veturna. — Árum saman hefur hún hyglað þessum litlu veslingum, þegar þeir hafa átt örðugt uppdráttar á v:trargaddinum. — Þessa mynd al' ciniim gestahóp frú Guðrúnar birti Dýrav. fyrir mörgum árum. Síðastliðinn vetur afhenti frú Guðrún Er- lings stjórn Dýraverndunarfélags Islands sjóð, að upphæð tvö þúsund krónur. Skyldi liann nefnast Sólskríkjusjóður óg vera til minning- ar um mann liennar, Þorstein Erlingsson, skáld. Frú Guðrún skýrði frá hugmynd sinni með sjóðstofnun þessari í meðfylgjandi bréfi, og er hún í stnttu máli sú, að aflað vcrði svo mikils kornforða, sem ástæður leyfa, er hafður sé tiltækur í vetrarhörkum til þess að seðja snjó- tittlingana litln, „þegar þessir svöngu, köldu gestir — finna hvergi fis cða har, né l'rækorn á nokkru strái“, eins og hún kcmst að orði í hréfi sínu. Gerir hún ráð i'yrir, að sjóðnum vcrði aflað tekna með ýmsu móli. Bendir hún til dæmis á þá leið að gefin verði út póstkort, sérstak- lega gerð í þessu skyni, með áletrunum, sem minni á ætlunarverk sjóðsins og hvctji menn íil að aðhvllast þá hugsun — eða lifskoðun, sem öll dýraverndun byggist á. Hún gerir líka ráð fyrir, að margir vilji styrkja þennan sjóð mcð smágjöfum og áheitum, þegar menn fái um hann að vita og hlutverk hans. Hún gerir ráð fyrir, að trúnaðarmenn Dýra- verndunarfélagsins annist á ári hverju kaup á korni eða öðru fóðri til að hafa handbært, þegar með þarf. Til þessara kornkaupa má verja rentum sjóðsins, höfuðstóllinn á að standa óskertur, þar til hann hefur aukizt svo, að skaðlaust sé, ]jó að tekið verði af honum. Hún gcrir og ráð fyrir, að fé það, sem sjóðnum kann að áskotnast og ekki þarf nauðsynlega að verja til árlegra útgjalda, leggist við höfuð- stólinn. Þetta er mikil gjöf, og fögur er sú hugmynd, sem vakir fyrir gefandanum, og samboðin minningu dýravinarins góða, Þorsteins Erlings- sonar. Eins og öllum er kunnugt var hann á sínum tíma meðal áhrifamestu forvígismanna dýraverndunarmálsins hér á landi. öll dýr áttu vísan talsmann, þar sem hann var, en varla voru honum þó önnur dýr kærari en fuglarnir, ekki sízt þeir minnstu. Meðal fegurstu ljóða hans er kvæðið Sólskríkjan. við hinn rauða dúk meistara nautamorðingj- anna. Nautið skilur örvæntingaraðstöðu sína til hlítar. Hvað á það að gera? Það er eitl saman. Enginn með því, allir á móti því. Á þessum nautapyndingadegi hafði nautið l'eiga óvenjulega skynjunarhæfileika. Það snéri sér svo fimlega á hlaupunum, að nautamorðingjan- um tókst ekki að hitta banastaðinn við hnakka þcss með sverði sínu. Ekkert blóð rann. Áhorí- endurnir skora á meistarann með háværum hrópum að drepa nautið. En hann bíður og hefur augun hjá sér. Áhorfendur öskra óþolin- móðlcga til hans móðganir og hæðnisglósur í því augnamiði að hvetja hann til þess verks, sem hann annað hvort álítur hættulegt eða ómögulegt; eða hefur augnaráð dýrsins dáleitt hann? Meistari nautamorðingjanna hverfur ekki út af sviðinu, þrátt fyrir mannlegan hæfi- leika sinn til að hugsa af skynsemi, því að þá væri blettur fallinn á frægð hans. Nautið er sjálfbyrgingslegt .... Það ályktar .... Það sem morðingjanum er um megn að gera með stálvopni sínu, tekst nautinu að gera án nokk- urs vopns. Það rak liorn sín í bakhluta meist- arans. Hann reis ekki á fætur aftur. Nautinu hafði veitzt að vinna réttlætisverk frammi

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.