Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 8
46 DYRAVERNDARINN 1 /jónas ~2)iaurt, qurtruQQvaóon : Jarpur Ég var lausamaður og átti lieima í Barðar- dal, þegar ég keypti skagfirzkan fola, sex vetra gamlan, jarpan að lit. Jarpur, eins og liann var alltaf kallaður, var lítið taminn, þegar cg fékk hann. Hann var fremur litill og kraftarýr. Fyrsta vetur- inn ól ég Iiann á mat og góðu Iieyi, skaflajárn- aði hann og kom oft á bak honum til að stæla hann jafnhliða eldinu. Jarpur tók góðum framförum. Hann varð meðal hestur að hæð, vöðvastæltur og þolinn, hafði skemmlilegt fjör, lundin var góð, sívak- andi og hýr. Ferðmikill var hann ekki á stökki en tölti vel, hafði bæði þetta fina fjörspor — hálftölt — og svo ferðtölt það mesta, sem ég hef fundið í hesti. Hann hafði dálitla vekurð, en sá gangur varð honum aldrei vel eðlilegur, en hann brokkaði vel. Jarpur var rölt styggur, en þó náði ég hon- um ætíð, meðan ég notaði hann aðeins til reið- ar. 1 rekstri var hann venjulega á undan, en ef það var ekki, þá hljóp hann venjulcga til hliðar við hrossahópinn, en aldrei var hann inni i þvögunni. í haga var hann oft á yngri árum iðandi og röltandi kring um hrossin, sem hann var mcð, hélt sig oft lítið citt álcngd- ar og virtist aldrei eignast neinn hcst að vini, scm hann héldi sig sérstaklega að. Annað eða þriðja haustið, sem ég átti Jarp, fór ég frá Mýri i Bárðardal til Akureyrar með kaupafólki, sem var að fara heim til sín. Var svo til ætlazt, að ég kæmi með flutning á hest- unum til baka. Ég hafði Jarp með og lét hann bera tóman reiðing til Akureyrar, en ætlaði að ríða honum á heimleiðinni. Við fórum skemnistu leið yfir Valla'fjall og Vaðlahciði. Mcðan ég stóð við i kaupstaðnum og á Ieiðinni til baka að Vallaf jalli, var kalsa- veður og mikil úrkoma og snjóaði á fjöllum. Ferðin gekk vel, þar til cg var kominn ofarlega í brckkur Vallafjalls. Þá var kominn þar svo mikill snjór, að hvergi sá fyrir götum, og ekkert hrossanna, sem ég rak, vildi 'þá fara á undan. Þau snerust og þvældust hvert fyr- ir öðru, og ég var að verða ráðalaus með að komast áfram. Þá batt ég beizlið upp á Jarp og rcyndi að reka hann með. Hann fór þá strax fram fyrir, eins og oflar, og hélt áfram stanz- laust rétta leið yfir fjallið. Sá þá hvergi fyrir götu, og hann hafði ekki farið þessa lcið nema i þetta eina skipti fyrir tveimur dögum. Þetta var það fyrsta, sem ég reyndi Jarp að ratvisi. En nokkrum sinnum siðar reyndi á ratvísi hans, einkanlega eftir að ég kom i Mývatnssveit, er við vorum á ferð í myrkri og stundum á varasömum is. Treysti ég þá stund- um betur ratvisi Jarps en minni, og brást hann aldrei því trausti. Sumarið 1922 var ég á Grenjaðarstað i Aðal- dal. Þar undi Jarpur illa, reyndi stöðugt að strjúka og þreifst illa. Einu sinni sem oftar fór hann af stað og komst alla leið suður í Halldórsstaði í Bárðardal. Fólk sá til hans, þegar hann kom þangað. Fór hann heim á tún og alla leið heim að bæjardyrum, rak hausinn inn um þær, eins og hann væri að fyrir áhorfendunum. Meistarinn dó af sárinu, sem hann hafði fengið í bakhlutann. Frægustu nautakvalararnir á Spáni báru lík félaga sins um göturnar í Kordoba, sem stráðar höfðu vcrið blómum. Þar var hann jarðsettur með mesta viðhafnarfyrirgangi, sem sézt hafði nokkru sinni á Spáni. Dtfarardag- urinn var sorgardagur um landið allt. Hundrað þúsund syrgjendur röðuðu sér meðfram stræt- unum í Kordoba, herflugvél flaug lágt yfir borginni og varpaði niður þúsundum blóð- rauðra nellika yfir líkkistuna. Hér skeði það, scm óvenjulegt er meðal þeirra, sem berjast. Hinum sigraða var sýndur hinn mesti heiður, en sigurvegai'anum var hvorki gefið eitt einasta blóm né heiðursmerki. Og nautið hrópar gegnum hina kveljandi þögn og krefst samúðar og réttlætis: „Hversu lengi munu menn lcyfa og hafa ánægju af pyndingum saklausra dýra . . . . ? I dag mun ég verða kvalinn, en á morgun kemur röðin að þér!" (Pýtt úr Espcranto) Aðsent.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.