Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1948, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1948, Blaðsíða 4
58 DTRAVERNDARINN Sigurður Ólafsson: SNIGILL í ágústmánuði 1945 varð Snigill fyrir J)ví slysi a'ð festa fót á milli steina. Hann meiddist og liefur aldrei náð sér lil fulls eftir það. Ákvað ég að láta fella hann þetta liaust, en það liefur vist ekki átt að vera svo, því að hann lifir enn. Eg leit svo á, að það væri mér um megn að sjá honum farborða, þó að mig langaði mest til þess að lofa hon- um að lifa og leika sér, meðan sjáanlegt værí að hann liði ekkert at' elli eða lasleika. Hann var stálhraustur og svo er enn. Heltin var það eina, sem l)agaði liann, og hún var ekki meiri en það, að ókunnugir veiltu henni ekki atliygli. Hann gat lifað lengur þess vcgna. Seint i september voru ákveðin stund og staður, þar sem Snigill átti að falla. Var það í Sólheimum i Mosfellssveit. Þeir eru uni það hit miðja vegu milli Geitháls og Miðdals, og eigendur eru Guðmundur Gíslason lækn- ir og Þorsteinn Þorsteinsson. Höfðu þeir tekið að sér að fella Snigil, og siðan átti að grafa hann við liliðina á reiðhestum þeirr.a hjónanna, Guðmundar læknis og Lihu Einars- dóttur, mágkonu minnar, sem áður er getið. Reiðhestur Guðmundar læknis var Háleggur gamli, hinn frægi hlaupagarpur, sem um margra ára skeið sigraði liér á skeiðvellinum við Klliðaár ásamt Reyk, fósthróður sínum. Það siðasta, sem Háleggur var reyndur, var í tveggja kílómetra þollilaupi, þá fjórtán vetra, og sigraði hann með prýði. Guðmundur lækn- ir eignaðist Hálegg, þegar hann var tíu vetra, og farnaðist þeim vel saman. Þegar liann var felldur, sýndi Guðmundur lionum þann sóma að láta liann hvíla þarna í þurri vallendis- hrekkunni með ónagaðar hnútur. Hestur Lihu Iiét Fengur. Hann var felldui rúmlega tuttugu vetra í fullu l'jöri sem foli væri. Víkur nú sögunni aftur til Snigils. Það var á laugardegi, sem ákveðið liafði verið að fella hann. Rað ég konu mína að fara með hann upp að Sólheimum, en sagði henni ekki, Iivað ætti að ske. Vissi ég, að hún mundi ekki fást til að fara með hann, ef lienni væri kunnugt um það. Á föstudagskvöldið hýsti ég hestana. Þá kvaddi ég þann rauða og þakkaði honum fyrir margar góðar samverustundir, kyssti hann að skilnaði og stakk upp í hánn sykur- mola. Fg liafði ákveðið að fara úr hænum morguninn eftir og ætlaðist til, að allt yrði um garð gengið, þegar ég kæjni aftur.. Mitt fyrsta verk, þegar ég kom aflur í hæ- inn, var það að hringja til þeirra Guðmund- ar og Þorsteins, en þeir voru elcki komnir heim. Fór ég J)á upp að Sólheimum, en livor- ugur þeirra var þar. Leilaði ég nú að gröf Snigils, en fann liana ekki, hvorki hjá gömlu gröfunum né annars slaðar í brekkunni. Þótti mér J)etta einkennilegt, cn héll þó, að mér hefði yfir sézt, enda var komið myrkur, klukk- an langt gcngin ellelu, þar að auki suddaveður og dinnnt í lofti. Leitaði ég þarna fram og aftur, en fann engin verksummerki. Þá fór ég lieim að íbúðarhúsinu, en þar var fólk, sem hafði verið þar um sumarið og hafl bústaðinn á leigu. Spurði ég fólkið, hvort það hefði orðið varl við, að felldur hefði verið þarna hestur um daginn. Það neitaði því, en síðari hluta dagsins sagðist það liafa séð konu koma með tvo hesta. Hún hefði farið strax til haka aftur, en þá verið gangandi. Ég vissi nú, að hestarnir hlutu að vera hér, Snigill annað livort lifandi eða dauður, og fór ég nú út að hestagirðingu, sem er þarna. Hún er allmikil yfirferðar og leitótt, þó að í hjörtu sé, og taldi ég litlar likur til að finna þarna nokkra skcpnu. Þegar ég kom út í girðinguna. var talsvert farið að rigna og komin þoka. Hafði ég þvi engin önnur ráð en að kalla og hlístra, og svo framarlega sem annar hvor hestanna heyrði til mín, hjóst ég við, að þeir mundu koma eins og venja þeirra var, og fór ég nú upp á holt eitl og kallaði einu sinni, tvisvar, þrisvar. Enginn kom. — Enginn anzaði. Ég kallaði j)á enn einu sinni og blístraði, og leið svo góð stund. Þei, ])ei! Einhver hreyfing, heyrðist mér . . . . Jú, það voru hestar. Eg heyrði ])að á fótatak- inu. Eg hlístraði aftur, og allt i einu komu tvær þústur út úr þokunni og átlu ekki eftir

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.