Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1948, Blaðsíða 8
62 DtRAVERNDARINN ^iquríur rneói : iffuröur Skjóni Ilannesar A Hnausum í Leiðvallahreppi, Vestur- Skaftafellssýslu bjó (1833) Hannes Jónsson, nierkisbóndi. Hann var mikill skepnuvinur, átti afbragðs fallega liesta — reiðhesta. Hann fór vel með allar skepnur, hverju nafni, sem nefndust. Þess er getið sérstaklega, að hann ætti rauðskjóttan liest, fallegan og vitran, gædd an öllum kostum, sem hestar kunna að bera. Margir lögðu fölur á Skjóna, er hann sáu, en Hannes var tregur á að selja hann, ])ótt hátt verð væri boðið — máske ekki likað staðirnir fyrir hann. Þá var prestur á Sandfelli i öræfum Páll Magnússon Thorarensen, vigður 1828. Sagt var. að séra Páll vrði lirifinn, ])á er hann leit Skjóna Hannesar. lagði sterkar fölur á hann og bauð hátt vcrð, svo að slikt ])ekktist ekki. Hannesi varð um og ó. Fann prestur bilbug á honum og linnti ekki á, fvrr en hesturinn var iaus Iátinn og verði greiddur. Steig nú séra Páll á Skjóna við Hnausabæ, en hesturinn hreyfðist ei úr sporum, hvernig sem að var farið. Hanncs fór ])á á hak Skjóna. Þá stóð liann ekki lengur kyrr. Hannes reið með presti alllaní?an veg. síðan steighann af Skjóna og á annan hest. Prestur hafði nú tvo til reið- ar. sinn og Skjóna. Gekk allt vel að Sandfelli. Skjóni reyndist presti dásamlegur gripur. Eftir liðin sex ár, har bað við á Hnausum um vor að morgni dags að hnegöiað var á bæiarhlaði. Var há haldið, að gestur væri á ferð. Hannes bóndi gekk til dyra, en hrá í hrún að sjá Skjóna kominn. mannlausan. Hann lagði snonpuna á hrióst Hannesi og tár- in strevmdu af augum hans. Hannesi var alvcg nóg boðið að siá hetta. Hann fór inn i bæ, hað konu sina um nvmiólk banda gesti sinum. mætti ckki vera minna en hálf kvrnvt, hvi að vinur sinn væri aftur kom- ínn oe mundi ekki frá sér aftur lifandi farn. Þóltist konan skilia. hver gesturinn væri. Hnn hrá skiótt við. færði hónda sinum heila kýrnvf nu soeir um leið: — Þér mun ekki hvkia ])etta of mikið handa honum, ef ég þekki þig rétt. Hesturinn. ----Hann hef- ir troðið lieið- arveginn langa, og hlaupið tétt um Kjöl og Sprengisand. (Einar E. Sæm.) Skjóni drakk úr fötunni, og raunasvipur hans hvarf. Síðan lagði bóndi beizli við Skjóna, teymdi hann út i hagann og gældi lengi við hann, eins og hann hafði áður gert. Fór Skjóni svo að híta gras i makindum. Laust fyrir hádegi komu tveir menn að Hnausum, sendisveinar ])resls, til að sækja Skjóna. Hannes sagði fátt i fyrstu, hauð mönn- unum inn i bæinn og sagðist ætla að segja þeim dálitla sögu, áður en þeir héldu íil baka. Sagði Hannes um komu Skjóna, að hann hefði heðið sig með tárum að láta sig ekki aftur fara. — Ilef ég heitið honum ])ví, og það vil ég áreiðanlega efna. Siðan taldi Ilanncs peningana i hendur þiónum prestsins, sama verð og prestur greiddj- Hannes óskaði, að prestur misvirti ekki betta háttalag sitt. Hann mundi skilja tilfinningar sinar. Sendimenn afhentu ])resti hestsverðið ásamt sögunni um Skjóna. Lét prestur sér þetla vel lika, og misvirti það ekki við Hannes. Skjóni lifði lengi eftir þetta. Er sagt, að hann hafi orðið 42 ára að aldri og horið ellina vel. Hannes minntist oft á Skióna með aðdáun. fremur en annarra reiðhesta sinna. Þcssa sögu sagði mér Árni Þórarinsson, er dó á Rreiðabliki í Vestmannaeyjum 1017. Hann var fæddur á Hofi i Öræfum 1825.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.