Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 2
10 DÝRAVE R N DARINN Guörún Jóhannsdóttir frá Asláksstööum: Stóri-Jarpur og Spakur Stóri-Jarpur var hann kallaður. Bar hann það nafn með réttu. Hann var með hæstu hestum, 57 þumlunga á herðakamb og þrekvaxinn eftir því. Ættaður var hann frá Öxl i Þingi og oft kenndur við æskustöðvarnar og nefndur Axlar- Jarpur. Maðurinn minn keypti Jarp, þegar hann var sex vetra. Gaf hann fyrir hann 100 kr. og þótti það nóg borgun fyrir slíkan vonarpen- ing. Ótaminn var hann þá með öllu, nema hvað krakkar á bænum voru sí og æ að hnauka á honum. Stóð hann alltaf grafkyrr, meðan þau klifruðu á bak honum, og þegar þau höfðu hag- rætt sér, stundum tvö og þrjú í einu, rölti hann af stað, rór og ljúfur í skapi. Fyrir slíkan grip þótti yfrið nóg að gefa hundrað krónur. Þegar Jarpur var búinn að vera nokkurn tíma í eigu Sigurjóns, hittir hann bóndann, sem seldi honum klárinn. Segir Sigurjón honum þá, að nú sé hann búinn að selja Jarp. Eitthvað hefur fyrri eiganda Stóra-Jarps tekið sárt til hans, því áð hann fokreiðist við þessa frétt. ,,Hvað er þetta, maður“, segir pósturinn ógn hæglátlega, „þú vissir sjálfur, að hann var ekkert annað en áburðartrunta, sem krakkar höfðu tamið“. Skildu þeir með það og virtist sýnast sitt hvorum. Þegar Jarpur hafði verið í eigu bónda míns rúmlega ár, kemur hann aftur til vinar síns, Jóns bónda í Öxl með lest sína. Var Jarpur nú með í förinni, ekki sem áburðarhestur, heldur reið- skjóti húsbónda síns. Hafði hann þá tekið þeim stakkaskiptum, að fyrri eigandi hans þekkti hann ekki. Hann var orðinn hár og þrekvaxinn og fallegur, hvar sem á hann var litið. Hárbragð- ið slétt, flauelsmjúkt og gljáði á skrokkinn. Leyndi sér ekki, að hann hafði verið stríðalinn og í hvívetna átt sældardaga. En útlit hans sagði aðeins hálfa sögu. Pósturinn hafði tamið hann. Nú var hann orðinn töltari með afbrigðum og mikill skeiðhestur, en viljinn var í meðallagi. Hann var líkamaþungur og hefur það sennilega lagt hömlur á ofsafjör. — En þótt Jarpur væri búinn að fá þessa miklu hesta-mennt og kominn í þá tignarstöðu að vera dáður reiðhestur, var skapgerðin hin sama, mild og ljúf, og áhættu- laust hverju barni að setjast á bak honum. Maðurinn minn sagði, að gaman hefði verið að sitja á Jarp, ef þeir urðu á eftir póstlestinni, sem oft henti. Tók hann þá til töltsins og það var ekkert teprutipl. Skrefin voru löng, fóta- burðurinn fjaðurmagnaður og dúnmjúkur, sann- kallað hýru- og yndisspor, og væri örlítið kippt í tauminn hægra megin, venti hann samstundis sínu kvæði í kross og hlemmdi sér niður á skeið. Var hann greiður á þeim gangi, eins og töltinu. Þegar Jarpur var kominn nær tvítugu, var hann orðinn þungfær til ferðalaga. Síðasta sum- arið var hann ekki járnaður né lagt við hann beizli. Þegar leið að skapadægri hans, lagði mað- urinn minn hnakk sinn á hann og sat á hon- um til Akureyrar til þess að láta mynda þá saman, áður en leiðir skildu. En engin gjörð fyrirfannst, sem nógu löng væri. Reið hann því Stóra-Jarp gjarðarlaust þessa síðustu ferð. Spakur var uppalinn á Fremsta-Gili í Húna- vatnssýslu. Hann var leirljós að lit, meðalhest- ur á stærð, feitlaginn og þéttvaxinn. En það, sem sérstaklega einkenndi útlit hans var hýran, sem ljómaði úr augum hans og af öllu yfirbragði — það líktist brosi. Og aldrei breytti hann um svip. Þetta hýrubros hvarf aldrei, ekki einu sinni í dauðanum. Þegar maðurinn minn keypti Spak, var hann fulltaminn. Alkunnur hestamaður, skagfirzkur, Bjarni að nafni, tamdi hann. Hann varð þægi- legur til reiðar, ekkert meira. Var hann notað- ur jöfnum höndum til reiðar og áburðar. Meðan stóð á tamningu dvaldi Bjarni á Þing- eyrum. Hafði hann fleiri ungviði til kennslu en Spak. Spakur var með óyndi og alltaf að strjúka. Var yfir Húnavatn að fara. Á því var aðeins eitt vað. Annars staðar var það á hroka- sund og breitt yfirferðar. Að vísu mátti fara fram á svonefnt Skriðuvað, en það var of mik-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.