Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 11 ill krókur fyrir strokuhest. En Spakur gat tekið undir með Æru-Tobba: „Veit ég víst hvar vaðið er“. Alltaf fór hann rétta leið yfir vatnið. En oft gerði hann Bjarna gramt í geði með þessu háttalagi. Eitt sinn, nokkru eftir að bóndi minn eign- aðist Spak, stóð svo á í einni póstferðinni á vesturleið, að skilinn var eftir einn hestur. Pannst honum réttast að gera Spak þann greiða að lofa honum að dvelja á æskustöðvunum með- an hann færi vestur. Varð Spakur því eftir á Fremsta-Gili. Var farið með hann nokkuð upp fyrir bæinn og þar var hann skilinn eftir hjá fornum félögum. Nokkru eftir að póstur er farinn, heyrir bóndi, sem staddur er í baðstofu, þyt mikinn og undir- gang, líkt og skriða falli. Hleypur hann út til að vita, hverju þetta sæti. Sér hann þá á eftir Spak vestur veg. Fer hann svo geyst sem dauð- inn væri á hælum hans. Sprettinum linnti hann ekki, fyrr en hann sá til lestarinnar, þá hægði hann á sér. Eitt sinn, er Sigurjón var á heimleið úr póst- ferð, gisti hann síðustu nóttina á Steinsstöð- nrn í öxnadal. Um morguninn, er vitjað var hesta, vantar Spak. Þetta þykir pósti allillt. Kemur honum í hug, hvort strok muni hafa grip- ^ð klárinn og þrá eftir æskustöðvum. Hafði þó aldrei á því borið, eftir að Spakur kom í eigu hans. Var ekki um annað að gera en leggja á stað án Spaks og í óvissu um hann. Þegar kom- ið var niður undir Bægisá, sér póstur og fylgdar- hð hans, hvar Spakur stendur norðanvert við ana á háum hól, sem gott útsýni var af. Starir hann allhnarreistur fram á veginn. Er hann augsýnilega að gá að lestinni og sennilega steinhissa á seinagangi hennar. En þegar fund- urn bar saman þarna við Bægisá, urðu allir aðiljar alls hugar fegnir. Ekki bar Spakur Spaksheitið frá upphafi, og akki veit ég, hvað hann var nefndur áður. En Spakur hét hann alla þá stund, sem ég þekkti hann. Þá nafngift hlaut hann vegna atviks, sem nú skal greint: Eitt sinn að vorlagi er maðurinn minn stadd- Ur spölkorn fyrir ofan túnið á Ásláksstöðum. Kemur þá stór hestahópur á harðahlaupum utan fjall og stefnir í átt til Glerárdals. Þegar hópur- inn er kominn í námunda við Sigurjón, sting- ur einn hestanna við fótum, en allir hinir halda áfram án þess að hægja á sér. Bóndi minn geng- ur til hestsins, klappar honum og segir: „Hér eftir skaltu heita Spakur". Fylgdust þeir svo að heim á hlað. Þótt Spakur væri dæmalaust gæðablóð, gerði hann sig sekan í einni af dauðasyndunum sjö. Hann var átvagl. Þótti undrum sæta, hve miklu hann gat troðið í sig, og það kom honum í koll. Hann fékk heymæði og kviðsog og féll í val á miðjum aldri. Með Stóra-Jarp og Spak, þessum hugþekku fákum, tókst svo mikil vinátta, að vart mátti hvor af öðrum sjá. Þess vegna minnist ég þeirra beggja í senn og reisi þeim sama minnisvarða. (Akureyri 12. febr. 1953). Norðmaður einn skýrði frá þvi, að í fyrra haust hefði hann verið að höggva aspartré úti í skógi. Þá komu tveir elgir hlaupandi. í fyrstu voru þeir mjög varir um sig, en brátt fóru þeir að eta laufið og varð vel ágengt. Daginn eftir komu þeir aftur, en þá voru fjórir aðrir með þeim. Hér um bil í sama mund kom rá- dýrskálfur og tók líka til að eta laufið. Þegar dýrin höfðu fengið nægju sína, lötruðu þau öll á burt og upp hlíðina. Næsta dag endurtók þetta sama sig nema með þeirri viðbót, að rádýrskálfurinn hafði nú sex félaga með sér. Rádýrin voru þá sjö. Þessi dýr söfnuðust kringum skógarhöggsmanninn daglega, að því er hann sagði. Vináttan við hann varð svo mikil, að þau komu daglega í heimsóknir, löngu eftir að þau voru búin að eta allt lauf og börk af trjánum, sem hann felldi. — Annar skógarhöggsmaður sagði frá því, að tvö elgsdýr hafi heimsótt hann daglega, er hann var að verki, og loks urðu þau svo nærgöngul, að hann varð að fela nestispokann sinn fyrir þeim. Þau vissu, hvenær hann mataðist, og stóðu þau þá allt í einu hjá honum og vildu fá bita með. (Dagbl. Vísir).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.