Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.03.1953, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 13 Sjaldséður gesturá íslandi Snjógæsin hefur aðeins tvisvar sinnum komið hingað til íslands, svo að vitað sé. Fyrra sinnið var sumarið 1896; þá voru tveir fullorðnir fuglar af þessari tegund skotnir • Grindavík. Siðara sinnið var í september síðastliðið haust (1952); þá fannst ein snjó- gæs á Langasandi við Akraneskaupstað og var Handsömuð þar. Var hún sögð aðframkom- *n af megurð og auk þess meidd — rifin sundfit á öðrum fætinum, enda hefði hún varla verið tekin lifandi, ef svo hefði ekki verið. Var þess getið í fregnum að reynt hefði verið að gefa henni næringu, en hún hefði ekki fengizt til að éta. Litlu síðar var hún aflífuð og hamurinn tekinn af henni og stoppaður upp. Aðalheimkynni og varpstöðvar snjógæs- arinnar eru nyrzt í N.-Ameríku, Austur- Síberíu og á eyjunum þar fyrir norðan, þar á meðal norðan til á vesturströnd Grænlands, og hvergi Verpir hún nær íslandi en þar. Hún er farfugl á norður- slóðum, eins og aðrar gæsategundir og leitar á haustin suður um N.-Ameríku, einkum að vestanverðu, og suður °g vestur um Asíu og Austur-Evrópu. Sést hún þá líka öðru hverju í Noregi, Mið-Evrópu og allt vestur á Bret- landseyjum. Þegar vorar flýgur hún í stórhópum norður Snjógæs. (Ljósm. Ólafur Árnason, Akran.) til varpstöðvanna, og meðan leið hennar liggur um eða yfir byggðum Indíánanna í skógum N.-Ameríku, fella þeir hana unnvörpum. Um svipað leyti eru aðrar gæsa- tegundir lika á norðurleið, bæði hér um slóðir og víðar, og hvar sem þær leita sér hvíldar í grennd við manna- bústaði, eru þær ofsóttar vægðarlaust. S. H. Hundar. Sá eini óeigingjarni vinur, sem menn geta eignazt í þessari gráðugu veröld, er tryggur hundur. Hann mun aldrei reynast húsbónda sín- Urn svikull eða vanþakklátur. Hundurinn heldur tryggð við húsbónda sinn, hvort heldur er í meðlæti eða mótlæti. Hann sættir sig við að sofa á hörðu gólfi, þegar kalt er að vetrarlagi, ef hann má vera nálægt rúmi eiganda síns. Hann sleikir hönd húsbónda síns, enda þótt hún hafi ekkert að bjóða. Með sömu trúsemi heldur hann vörð um sofandi eiganda smn, hvort sem það er flakkari eða konungur. f*egar vinirnir bregðast yður, mun himdurinn yðar reynast tryggari en nokkru sinni áður. Hann reynast fús til að fylgja yður út í hvaða °gæfu, sem þér kunnið að rata í. Hann er ,,eini vmur aumingjans". Þegar þér deyið, mun hann ^jósa öllu öðru fremur að fá að liggja á leiði yðar. Oft hafa hundar legið svo lengi á leiði húsbænda sinna, að þeir hafa orðið hungurmorða. Þannig rætast vonirnar stundum. Léttir var snemma frár á fæti. Hann var folald, fárra mánaða gamall, þegar þetta var kveðið um hann; Oft mín léttist angruð lund, yndið netta vekur, þegar Léttir græna um grund, góða spretti tekur. Það voru miklar vonir tengdar við Létti, en enginn má sköpunum renna. Hann varð fyrir slysi og dó mjög ungur. Þá var þetta kveðið: Teygir arma ólánið, að vill þjarma sinni; ég er að harma hestsefnið, hryggð í barmi er inni.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.