Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 19 hripið úr dyrunum og kemst inn í húsið, ber fyrir hana hryggilega sýn. — Þarna liggja sjö ser nærri komnar dauða af hungri. Eina þeirra átti hún sjálf. Þegar hún kom út aftur — var krummi farinn að tína í sig matinn og var hinn kátasti, en Guðrún gaf sér ekki tóm til að sinna honum frekar, eins og nærri má geta. Með nákvæmri hjúkrun og umsýslu tókst að lífga ærnar við, og átti Guðrún drýgsta þátt- *nn í því að hjúkra þeim. Hrafninn lét Guðrúnu ekki sjá sig aftur þetta vor eða um sumarið. Hann var að uppfylla skyld- nr sínar í hömrunum í Ingólfsgnúpi, þar sem hann átti hreiður sitt. En hann hafði launað vel velgerðirnar, sem hann þáði um veturinn með bví að vísa á ærnar í tíma. Allt má gera sér vinveitt, ef hugarfar manns sjálfs er því ekki til hindrunar. IV. Um krossmessuna fóru hjónaefnin, Guðrún og kinnur, frá Þórarinsstöðum. Finnur réðist á Eyrarbakka, en Guðrún fór vinnukona að Reykja- áal í Ytri-hrepp til hjónanna þar, Guðrúnar Helgadóttur og Högna Árnasonar. Langt varð bví bilið milli hjónaefnanna og sízt hefur orðið Ltt um samfundi. Sumarið leið með góðum hætti, en svo komu haustdægrin með skin og skugga, breytta liti °g alls konar umbreytingar í náttúrunni. Þá skeði það í Reykjadal nóvemberkvöld eitt a vökunni, að heimilisfólkið heyrði hrafn garga 1 tóftinni utan við einn baðstofugluggann. Flest- u® brá ónotalega við, því að sú trú var rótgróin Há fornu fari, að krummi væri að færa mönn- um óvæntar fregnir og oftast illar, þegar hann basmi á skjáinn og lcrunkaði inn til manna. Hver leit á annan þarna í baðstofunni til að sjá, bvort nokkur hefði sérstaklega mikinn beyg af boðskap krumma, en Guðrún leysti þann vanda °g mælti: >iHér mun bera að garði gamlan vin minn °g vill mig finna“. Síðan bað hún húsfreyju að gefa sér eitthvað ^oatarkyns handa þessu tryggðatrölli, og var það fúslega veitt. Hegar Guðrún kom út, sat hrafninn á traða- v°ggnum. Hún talaði til hans í gælurómi, eins og siður hennar var veturinn áður á Þórarins- stöðum. Krummi tók þá undir við hana, og könnuðust þau vel hvort við annað. Þá setti hún matarílátið á vegginn, en krummi leit ekki við því, heldur flaug gargandi í loft upp, hnit- aði marga hringi yfir höfði Guðrúnar, tók síðan strikið í vesturátt og hvarf út í næturhúmið. Eftir það sá hún hann aldrei framar. Guðrún skildi ekkert í þessari heimsókn, þeg- ar hún sá, að krummi vildi ekki neinar góð- gerðir, en hitt fólkið réði þetta atvik svo, að Guðrún yrði fyrir einhverju mótlæti innan tíðar. Tólf dögum síðar barst Guðrúnu sú fregn, að unnusti hennar hefði andazt snemma sama dags og krummi kom á gluggann í Reykjadal og kallaði velgerðakonu sína út til að birta henni andlátsfregnina á sínu máli. Þessa sögu sagði Guðrún sjálf móður minni, Sigríði Eyjólfsdóttur, sem kunni vel að meta sögur, sagði þær greinilega og var sjálf mikill dýravinur. Ég tel fullvíst, að þessi sögn sé ná- kvæmlega rétt. (Þórsmörk, Neskaupstað, 6. júlí 1951). 12. nóvb. s.l. var svo til orða tekið í vikubl. íslendingi: ,,Ég tel sjálfsagt, að fylgzt .sé með því, hvað fram- leiðslukostnaður sé mikill á kjöti þeirra hrossa, sem aldrei hafa heystrá fengið né í hús komið og aldrei hefur verið byggður torfkofi yfir, en kunnugir telja, að enn sé slik fyrirmunun í góðu gildi. Og ef ég væri þingmaður, mundi ég flytja frumvarp um það, að hverjum skepnu- eiganda (hvort sem um er að ræða „þarfasta þjóninn“ eða einhverja aðra skepnu) væri skylt að ætla henni fóður og húsrými í hörðum vetrum. Og jafnframt setja opinbera eftirlitsmenn með þeirri meðferð, sem útigöngu- hestar sæta í helztu hrossaræktarhéruðum landsins. Við erum að burðast með dýraverndunarfélög víðsvegar um land. En hvað hafa þau gert til að rannsaka meðferðina á hrossunum ? Og hafa þau kynnt sér staðhætti og allar aðstæður, þar sem hvert strá er klippt við rót á upp- eldisstöðvum „þarfasta þjónsins", þar sem hann er uppi- staðan í afkomu eigandans?“ Dýraverndarinn þakkar þessi drengilegu liðsyrði við málstað sinn, og til að koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning í sambandi við ummælin um fóður og hús- rými skal hér minnt á 2. gr. dýraverndunarlaganna. Hún hljóðar svo: „Frá 1. október 1917 skulu allir þeir, sem skepnur eiga, hafa næg hús fyrir þær allar. Brot gegn þessu

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.