Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 4
20 DÝRAVE R N DAR IN N „ísiands eigið lag“. Hæðardrag í baksýn, alhvít jörð og fjárhópur á snjóbreiðunni er það helzta, sem þessi mynd hefur til sýnis. Hún getur hvorki talizt skrautleg né margbrotin, og umhverfið er langt frá því að vera sérkennilegt. En hún er aftur á móti sérkennileg að því leyti, að yfir henni hvílir ósvikinn íslenzkur vetrarsvipur. — Og „innst í þinum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi, ymur íslands lag“, var eitt sinn kveðið. Myndin er úr svonefndum Álfta- vatnakrók á afréttum Skaftártungu- manna og sýnir fjárhóp i haustleitum á leið til byggðar. S. H. KVEÐIÐ UM UTLAGA Á hörðu, gráu stræti, sem regnfor eftir rann, hann rekinn var með svipu — og kvöl í augum brann, því jörðin hans var töpuð; í trylltum borgarglaumi hann taminn var og þjáður, sem i voðalegum draumi. Hvar leiztu bjarta norðurheiðið, landi minn smár ? Hvar lékstu þér sem folald — við Borgarfjarðar ár? Eða flaug þinn skuggi um Skagafjarðar grundir ? Skein þér máske vorsólin Tindafjöllum undir ? Það skiptir ekki neinu, því ísland er eitt, hið æviþreyða vorland, er syrgir þú heitt. ákvæði varða sömu viðurlögum, sem brot gegn 1. gr.“. (Þ. e. sektir eða varðhald). Þá má og í þessu sambandi minna á Lög um forða- gæzlu (sjá Dýrav. 4. tbl. 1952, bls. 30—31). Lög og fyrirmæli skortir ekki, en öðru máli virðist gegna um löghlýðni og löggæzlu. Ritstj. Paradísin sokkna í svala hafsins arma, sólströndin, er ber þínu minni Ijós og varma. Og ísland ris i norðri, með vetrarfrost og fár, svo fellur stóðið bóndans þar níunda hvert ár. En sumargrænt og fagurt í selda hestsins draumi hið sokkna ættland kallar úr hafsins djúpa straumi. (Úr kvæðinu Islenzkur hestur). HULDA. Hross í haga síðari hluta vetrar. (Myndina sendi Friðgeir Hreinn, Miklabæ í Blönduhlíð).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.