Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 5
DÝRAVERN DARINN 21 Dagana 8. og 9. júlí 1950 efndi Landssamband hestamannafélaga til hestaþings á Þingvöllum. Var þar höfð sýning á reiðhestum og stóðhestum, háðar kappreiðar, og fleira var þar haft til skemmtunar, en aðaltilgangur þeirra, sem stóðu fyrir mótinu, var sá, að efla áhuga fyrir auknum kynbótum islcnzkra hesta og fleiri framförum á sviði hrossaræktarinnar. — Var þetta fjölsóttasta hestaþing, sem háð hefur verið hér á landi. — Myndin er frá kappreiðunum og sjást á henni skeiðhestar, sem eru að koma að marki. (Ljósm. Guðni Þórðarson). Prá aðalfundi Dýraverndunarfélags íslands Skýrsla formanns Hundarnir í Kórsnesi. Að kvöldi þ. 26. júní 1951 fékk ^rePpstjórinn í Kópavogshreppi mig með sér til þess að skoða 2 hunda, sem hann sagði, að mundi hafa ver- 'ð haldið innilokuðum í skúr á Kópa- v°gshálsi (Kórsnesi) mestan hluta Vetrar. Þegar þangað kom, braut hreppstjóri skúrinn upp með því lög- regluvaldi, sem hann hafði, en skúr- innvar negldur aftur. Hundarnir virtust vel haldn- *r’ feitir, kátir og fjörugir, en óvistlegt var um- rts þar inni. Næsta morgun símaði ég til sýslu- "^annsins í Kjósar- og Gullbringusýslu, tjáði num frá ferðalagi okkar og óskaði rannsókn- ar 1 málinu, og þá fyrst og fremst að komizt yrði raun um, hverjir væru eigendur hundanna, hvaðan þeir væru þangað komnir og hvers vegna þeim væri haldið þar í ströngu fangelsi við takmark- aða hirðingu. Tók sýslumaður vel í málið. Hef ég síðan haldið spum- um uppi um það, en lítið hefur gerzt í því annað en það, að hundarnir voru teknir burtu næsta dag, eigendurnir voru 2 unglingar úr Reykjavík. Engin kæra hefur síðar komið fram um hunda þessa mér vitan- lega. — Hross í svelti. f byrjun febrúar 1952 tilkynnti mér bílstjóri, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að hann hefði séð 50—60 hross, er stóðu í hóp við þjóð- Fyrri hlutinn af að- alfundarskýrslu fyrr- verandi form., Sig- urðar E. Hlíðars, birtist í siðasta blaði, en síðari hluti henn- ar fer hér á eftir:

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.