Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.04.1953, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 23 Um vitsmuni dýra Ofugmæli. Orðtækið „skynlausar skepnur“ er öfugmæli. Menn þurfa ekki að vera í dýraverndunarfélagi eða hafa sérstakt dálæti á dýrum, til þess að þeim ætti að geta skilizt það. Til þess þurfa menn að- eins að hafa heilbrigða skynsemi. Skynlaus þýðir í raun og veru, að viðkomandi verði einskis var, hvorki hið innra með sjálfum sér, hvað þá hið ytra, en jafnvel lægstu lífverur dýraríkisins verða til dæmis varar við sársauka og geta orðið fyrir margs konar áhrifum frá umhverfi sínu. Ekki einu sinni þær geta því talizt skyn- lausar. Um æðri dýr er það að segja, að þau hafa öll sömu skynfæri og mennirnir. Þau sjá og heyra s. frv., eins og við. Skynfæri sumra dýra eru reeira að segja bæði næmari og þroskaðri en til- svarandi skynfæri okkar manna; sbr. þefskynj- un hundsins, sjón kattarins í myrkri og margt fleira mætti nefna. Mörg dýr eru líka gædd ýmis konar hæfileik- uni, sem lítið eða ekkert verður vart meðal manna. Þessir hæfileikar eru vafalaust í beinu sambandi við skynjunarhæfni þeirra. Menn hafa veitt þeim athygli fyrir langa löngu og furðar svo mjög á þeim, að því hefur oft verið haldið fram, að dýr- M hljóti að hafa eitthvert auka skynfæri, svo nefnt sjötta skilningarvit. En hvað sem því líður, er víst um það, að menn hafa ekki öðlazt neina núkvæma þekkingu á þessu fyrirbrigði enn. Sem dæmi um þessa torskildu hæfileika hjá dýrum má nefna þá miklu ratvísi, sem sumum þeirra er gefin. Ef menn geta gert sér grein fyrir þessum ein- földu staðreyndum, liggur í augum uppi, að Su rökvilla er ósamboðin skynsömustu skepnu larðarinnar að kalla dýrin skynlausar skepnur, enda sprottin af úreltum skilningi á eðli þeirra °g vitsmunum. Vaxandi þekking á sálarlífi dýra hefur á síðari tímum gerbreytt hugmyndum skyn- bærra manna á þessu sviði. Gátan mikla, sem er óráðin enn. Erá upphafi vega sinna hér á jörðu hafa menn- lrnir haft meira og minna saman við dýrin að sælda. Þúsundir ára lifði mannkynið nær því ein- göngu á dýraveiðum, síðan tömdu mennirnir sum- ar tegundirnar og gerðu þær að húsdýrum. Hvort tveggja varð til þess, að menn hlutu að kynnast dýrunum allrækilega. Samt þótti þörf á því að auka þessa þekkingu, og dýrafræðin varð smám saman að sérstakri vísindagrein. Menn fóru að rannsaka lifnaðarhætti dýranna og margvís- leg sérkenni tegundanna með þeirri nákvæmni, sem einkennir vísindastarfsemi síðari alda, og nú á tímum hefur þessi fræðigrein fjölmennu starfs- liði ágætra vísindamanna á að skipa, auk þess miklum fjölda kennara og fleiri góðum starfs- mönnum og fræðimönnum, sem bera það nafn með réttu. Öll þessi fræðistörf og rannsóknir hafa stöðugt opnað augu manna betur og betur fyrir hinum margvíslegu og furðulegu hæfileikum dýranna. Sennilega á það sinn þátt í því, að nú á síðari tim- um hafa menn gefið sig meira að því en áður að rannsaka vitsmuni þeirra og sálarlíf. Margir full- gildir vísindamenn gefa sig nú eingöngu að þeirri fræðigrein. Eru það einkum náttúrufræðingar, en líka sálfræðingar. Nú á tímum þykir ekki nein fjarstæða að tala um dýrasálarfræði. Vitanlega hafa þessar miklu rannsóknir og öll þessi fræðistarfsemi stórum aukið þekkingu manna á dýrunum, vitsmunum þeirra og sálar- lífi, yfirleitt öllu bæði smáu og stóru, sem snertir þau á einhvern hátt. Samt er gátan mikla um margt af því furðulegasta í fari þeirra óráðin enn. Varhugaverður fróðleikur. Ekki alls fyrir löngu birtist ritgerð í íslenzku tímariti um vitsmuni dýranna. Þar er svo til orða tekið, að kettir væru næmustu og andlega þrosk- uðustu dýr, sem til væru. Þessu til sönnunar voru tilfærð þau rök, að þeir væru vissir með að rata heim, þó að farið væri með þá í lokuðu íláti hundr- að mílur frá heimkynni þeirra. Það hafði ég alltaf vitað, að kisa er yndislegt dýr, en að hún væri svona gáfuð, það hafði ég ekki heyrt fyrr, þegar ég las þetta. En það þarf ekki að velta þessu lengi fyrir sér til að sjá, að þetta er ærið tortryggilegur fróð- leikur. „Það er stórt orð, Guðrún mín“, sagði maðurinn. Næmastur og andlega þroskaðastur er

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.