Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 2
26 DÝRAVERNDARINN V. Chaplina: KINULI Ljónshvolparnir veltust á gólfinu svangir og urr- andi, en móðir þeirra ráfaði um búrið og lézt ekki sjá þá. Það er ekki gott að segja, hvers vegna hún hirti ekki um afkvæmi sín, en þetta á sér oft stað hjá villidýrum í dýragörðum. Tveir hvolpanna dóu fyrsta daginn, þann þriðja barði hún til bana, en fjórða hvolpinn, sem var ljónynja, tók ég að mér til fósturs. — Ég kallaði hana Kinuli (einstæð- inginn), af því að móðir hennar vildi ekkert með hana hafa. Fyrst, er ég kom heim með hana, var hún gul og deplótt um allan skrokkinn og ekki vitund lík ljóni. Okkur þótti öllum mjög vænt um litla greyið. Meira að segja hún Perrý, skozka fjártíkin okkar, virtist vorkenna henni. — Og Perrý tók hana að sér, gætti hennar og sleikti hana og lofaði henni auk heldur að sjúga sig, þó að hún væri þurr- mjólka. Og börnin hændust sérstaklega að Kinuli litlu. Þegar þau voru að leika sér — t. d. í feluleik, hvísluðu þau stundum inn um skráargatið á her- bergishurðinni, þar sem hún var lokuð inni. „Komdu hingað, Kinuli!“ Og það var eins og hún skildi, hvað börnin sögðu. Hún reis upp á afturfæturna, opnaði hurðina með löppunum og hljóp fram á ganginn. Börnin földu sig, og Kinuli leitaði að þeim hátt og lágt í hverju skoti. Svo fór hún sjálf að fela sig. Hún vildi helzt fela sig bak við skápinn. En hún komst ekki öll á bak við hann, svo að auðvitað hlutu allir að sjá hana. En þó að börnin vissu vel, hvar hún var, máttu þau ekki finna hana strax, því að þá þótti henni svo, að hún hætti að leika sér. Þess vegna leituðu börnin um allt og þóttust hvergi geta fundið hana. „Hvar getur Kinuli verið?“ spurðu þau hvert annað. „Hvar í ósköpunum getur hún hafa falið sig?“ Og svo leituðu þau þangað til hún stökk fram úr fylgsni sínu. Hún svaf í herbergi bróður míns hjá rúmi hans. Á morgnana vakti hún hann með því að leggja hrammana um hálsinn á honum og sleikja á hon- um andlitið. Það komu rauðar rákir á andlitið eftir hrjúfa tunguna, en bróðir minn fyrirgaf henni allt. Stundum, þegar hann var farinn til vinnu sinnar, tók hún til í herberginu hans, en auðvitað eftir sínum eigin smekk. Eftir slíka ræstingu mátti búast við, að herbergið yrði ekki sem bezt útlít- andi. Kinuli fylgdi okkur, hvert sem við fórum og rak trýnið í allt, sem við gerðum. Einu sinni var bróðir minn að gera við útvarpstækið sitt. Hann setti það á borðið og gekk augnablik út úr herberginu. Kinuli stökk strax upp á borðið, þeytti öllu dót- inu niður á gólf í einu höggi og tækið lá í mol- um um allt gólfið. Annars var hún yfirleitt mjög hlýðin. Hún kom alltaf með flöskuna sína, opn- aði og lokaði hurðinni og fór í bælið sitt, þegar henni var sagt það. Þegar gott var veður tók f jölskyldan hana stund- um með sér á gönguför. Hópurinn vakti alltaf mikla athygli. Það voru teknar kvikmyndir af henni. En hún vildi ekki láta taka myndir af sér, nema með hljóðfæraslætti. Henni líkaði ekki hljóð- ið í myndavélinni, og fór sína leið, þegar hún heyrði það. Við urðum að setja grammófóninn í gang og skipta um plötur meðan verið var að kvikmynda hana. Þegar myndin var búin, fórum við með hana í bíó, til þess að hún gæti séð sjálfa sig. Það vakti mikinn óróa, þegar við gengum inn í kvikmyndahúsið. „Sko, það er komið ljón! Það er komið ljón!“ En Kinuli hirti ekki vitund um þá miklu athygli, sem hún vakti. Hún klifraði upp í einn stólinn, lagðist þar niður og horfði í kring" um sig. Ljósin voru slökkt. Henni var illa við há- vaðann í sýningarvélinni og urraði, en þá varð henni litið á tjaldið, sá sjálfa sig þar og eftir það lá hún grafkyrr. Hún fylgdist rólega með mynd- inni, unz hún sá allt í einu uppáhaldsboltann sinn á tjaldinu. Sannarlega var einhver ljónynja að leika sér með boltann hennar! Þetta var meira en Kinuli þoldi. Hún stökk upp að tjaldinu og reyndi að grípa boltann á lofti. Kinuli var orðin fallega gul, mjög sterk og ynd- isleg ljónynja, þegar hún var ársgömul. Börnin höfðu hana fyrir reiðskjóta, eins og lítinn hest. Stundum, þegar þau ertu hana of mikið, sló hún á hendur þeirra, en gerði það alltaf svo varlega, að aldrei sást rispa á þeim. Þetta var þó ekki af

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.