Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVE R N DARIN N 27 því, að Kinuli gæti ekki barið frá sér. Einu sinni kom kunningjakona min til mín og langaði til að reyna, hvort Kinuli mundi verja mig. Hún þótt- ist ætla að berja mig. Kinuli, sem hafði legið graf- kyrr, stökk á fætur, réðist á hana og slengdi henni 8- gólfið. Ég veit sannarlega ekki hvað orðið hefði, ef ég hefði ekki gengið á milli. Það kom líka fyrir, að Kinuli gerði okkur greiða. Eitt sinn, er við vorum öll að heiman, komst innbrotsþjófur inn í íbúðina okkar. Það er ekki gott að segja, hvað gerzt hefur, þegar hann kom ^nn. En það var kyndug sýn, sem bar fyrir augu okkar, þegar við komum heim. Vesalings þjófur- *nn húkti uppi á klæðaskápnum með ólýsanlega skelfingu í andlitinu. En Kinuli sat á gólfinu til- búin að stökkva, hvenær sem þörf gerðist. Aum- mgja maðurinn gat ekki talað fyrir hræðslu og fékkst ekki niður af skápnum, fyrr en ljónynjan var komin út úr herberginu. Með aldrinum varð Kinuli hlýðnari, og mér kggur við að segja, hæverskari. Þegar hún lék Ser, snerti hún mann aðeins lauslega með hramm- mum, og það kom ekki einu sinni fyrir, að hún riH sokkana mína með stóru klónum sínum, sem voru eins langar og barnsfingur. Það var óhætt að skilja leirílát og kjöt eftir á borðinu, hún snerti aidrei við því. Perrý var alltaf með henni, sleikti kana eftir máltíðir, stóð upp fyrir henni og lét Ser annt um hana eins og hún væri lítill hvolpur. Kinuli endurgalt þessa vinsemd með hrífandi ást- Það kom aldrei fyrir, að hún æti kjötskammt- lnn sinn upp til agna, heldur geymdi hún alltaf Svolítinn bita handa tíkinni. Og stundum vildi þún Hka „gera okkur gott“. Það kom fyrir, að þnn færði mér eða bróður mínum kjötbita og léti °kkur skilja, að við ættum að bragða slíkt góðgæti. Svo kom að því, að við urðum að láta Kinuli aftur í dýragarðinum. Okkur tók það ákaflega sárt að verða að skilja við hana, en hjá því varð ekki k°mizt. Það var ekki lengur talið öruggt að hafa fnllorðið ljón í íbúðinni. f dýragarðinum hafði verið útbúið rúmgott og jsrt búr handa Kinuli. Hún varð alveg ráðvillt, negar hún kom í svo framandi umhverfi. Hún agðist á gólfið, titraði og stakk stóra höfðinu sínu nndir kviðinn á Perrý. Éyrstú nóttina var ég í búrinu hjá henni. Hún Var eirðarlaus og ráfaði um búrið. Stundum reyndi hún að opna það með löppunum, og stundum hlustaði hún á næturhljóðin í dýragarðinum. Nótt- in leið. Morguninn kom . . . og ég fór heim. Kin- uli stökk á eftir mér og barði í grindurnar. Þá sá hún allt í einu, að hún gat ekki komizt út, hvað sem hún gerði, og þá hvarf hún einhvem veginn inn í sjálfa sig og lagðist niður. Það kom oft fyrir, að hún hreyfði sig ekki allan daginn og vildi ekkert éta. Hún sat bara og starði sljóum augum út í loftið upp yfir grindurnar. Þetta þunglyndislega kæruleysi fékk meira á mig en nokkuð annað. Hún virtist ekki einu sinni þekkja mig. Þegar ég var búinn að gæla lengi við hana, fékkst hún stundum til að taka við kjöt- stykki úr höndunum á mér, en hún gerði það ut- an við sig, hélt því milli fótanna og lét það svo detta. Hún leit ekki einu sinni við mér. Það leið á löngu áður en hún vandist við búrið. Loks, eftir alllangan tíma, fór að létta yfir henni, þegar hún sá okkur. Hún nuddaði sér upp við fætur okkur, sleikti okkur og reyndi á allan hátt að láta okkur sjá, hvað henni þætti vænt um komu okkar. Á morgnana var ég vanur að ganga út með henni, áður en dýragarðurinn var opnaður. Hún fylgdi mér eins og vel vaninn hundur, án þess að ég hefði band á henni. Dýrin störðu undrandi á okkur úr búrum sín- um, en Kinuli gekk fram hjá þeim án þess að líta við þeim. Nú er hún fjögra ára gömul, falleg og fullvaxta ljónynja — á stærð við kálf. Perrý er alltaf hjá henni og vinátta þeirra er alltaf jafn ynnileg. Kinuli hefur ekkert breytzt. Hún leggst strax niður, ef ég segi henni það, alveg eins og áður, og lofar mér að kemba sér. Ég get reist hana upp á fótunum, velt henni á hliðina, setzt á bakið á henni og jafnvel togað í skottið á henni. Kinuli lætur bjóða sér allt, ef ég vil bara vera hjá henni í búrinu. Stundum þykist ég ætla að fara út, ef hún er ekki nógu hlýðin. Þá stekk- ur hún á eftir mér og reynir að grípa í mig með löppunum. Hún tekur mjög varlega við kjötbita úr hendi mér; hún er svo hrædd um, að hún meiði mig. Þegar ég fer, starir hún lengi á eftir mér. Svo rykkir hún upp höfðinu og rekur upp ógurlegt öskur. Þar með hef ég sagt ykkur lítið eitt um Kinuli.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.