Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 4
28 DÝRAVERNDARINN FRIÐUR OG SAMLYNDI. (Norsk BarneblacU. „HLUSTAÐU Á GLEÐINA“. Sólskríkjari fjörugu lögin sín leikur, Iáttu' hana í friði, hún hvarvetna eykur yndi og fegurð í harmþrungnum heim, hlustaðu á gleðina í söngvum þeim. (Norsk Barneblad. Úr Dýravísum eftir Anders Hovden, ritstj.). S. J. þýddi. SKJÁLGUR. Reiðskjótar af þessu kyni eru víst fremur óvanalegir á okkar Iandi, en „Skjálgur virðist ekki vera mjög upp- næmur, þó að tvímennt sé á honum", var skrifað með þessari mynd. Guðmundur G. Magnússon, Bryðjuholti, tók myndina og sendi blaðinu hana. — Hún fæddist í dýragarðinum í Moskva og þar er hún nú, þegar þetta er ritað — og enn í dag er hún bezti vinur minn þar. A. J. þýddi. Um vitsmuni dýra Húfan finnst ekki, en hér er annað höfuðfat. Afi minn var að segja gesti, sem var staddur hjá honum, frá hundinum okkar og hrósaði hon- um sérstaklega fyrir það, hvað hann væri dug- legur að sækja húfuna hans. „Rétt er nú það“, sagði gesturinn, ,,en hvað mundi seppi taka til bragðs, ef hann fyndi ekki húfuna?“ Þeir voru að fara út í garðinn, og afi tók ofan húfuna og lét hana í vasa sinn. Litlu seinna kallaði hann á hundinn. Hann kom að vörmu spori, og afi sagði við hann: „King, sæktu húfuna ' H mina . Hundurinn hljóp þegar af stað og fór inn í húsið. Svo liðu allt að því tíu mínútur, þá kom hann eins og kólfi væri skotið út um dyrnar og hljóp beint til afa, lét hlut einn, sem hann bar í munninum, mjög gætilega í hönd honum og fór svo að gelta með miklum ákafa. — Það, sem hann kom með í staðinn fyrir húfuna, var barða- stór kvenhattur — sólskinshattur ömmu minnar. Oaðfinnanleg gestrisni. Frænka mín á kjölturakka, sem henni þykir mjög vænt um. Nafn hans er Denni. Á hverju kvöldi, þegar Denni á að fara að sofa í körfu ! > sinni, hlynnir hún að honum með ábreiðu og segir eitthvað á þessa leið: „Jæja, nú verður Denna litla ekki kalt í nótt“. Svo var það kvöld eitt í miklum kulda, að einn af frændum okkar kom í heimsókn til henn- ar. Þegar hann var kominn inn í stofuna, fór hann beint að ofninum, lét ylinn leggja á hend- ur sínar og neri þeim saman. „Þetta er skárri kuldinn“, sagði hann, „og þó verður víst enn þá kaldara í nótt“. Rakkinn hafði verið þarna inni. Nú trítlaði hann út úr stofunni án þess að þau gæfu hon- um nokkurn sérstakan gaum. Rétt á eftir heyrðist eins og eitthvað væri dregið niður stigann ofan af lofti og að stofudyrunum. Þeim varð báðum litið þangað, frænku minni og gestinum. Dyrnar opnuðust og Denni kom inn.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.