Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.05.1953, Blaðsíða 8
32 DÝRAVERNDARINN En að ætlast til, að landaeigendur einir fram- kvæmi slík verk sem þessi, tel ég algera fjarstæðu. Þessi hættuhraun eru öll í löndum tiltölulega fárra manna, en yfirleitt á alfaraleiðum sauðkind- anna án tillits til eigenda, svo að engin skyn- samleg rök mæla með því að ætla hraunlanda- eigendum einum, að sjá um verndun fjár í þeim. Athugum eftirfarandi dæmi: I Hallmundarhrauni einu, sem er að miklu leyti í landi einnar jarðar, hef ég fundið í hættuholun- um á hornum hinna helkvöldu kinda brennimörk úr öllum hreppum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, nema úr Hvalfjarðarstrandarhreppi, úr ýmsum hreppum Árnessýslu, Kjósarsýslu, Hafnarfirði, báðum Húnavatnssýslunum o. fl. Allar þessar ólánssömu kindur hafa dáið hinum hörmulegasta dauða. f þessum eina leiðangri mínum fundum við tvær kindur, sem voru svo nýfarnar ofan í, að við gátum bjargað þeim frá hungurdauða. En ég hef líka fundið kindur í hraunholum, sem tófuvarg- ur var búinn að leika svo grátt, að ekki var um annað að gjöra en stytta þeim aldur. Þannig eru ævilok þessara vesalings kinda á allan hátt hin ömurlegustu, þar sem ekkert er lengur hægt að flýja eða forða sér. Ég hef reynt að talfæra þetta áhugamál mitt við ýmsa ágætismenn, t. d. tvo búnaðarþings- menn, sem ég vona að innleiði þetta mál á bún- aðarþingið, er það kemur saman næst, og ef það fær þar góðan hljómgrunn, vona ég, að það haldi þar með áfram til Alþingis. Treysti ég þá, að Dýraverndunarfélagið láti ekki sinn hlut eftir liggja að fylgja eftir þessu máli. Ég veit, að ef þessir þrir aðilar taka þetta mál til rækilegrar athugunar, þá verða auðfundnar leiðir til skipulagningar á því, sem gera þarf til úrbóta. Ég veit, að Dýravemdunarfélög hafa unnið mörg ómetanleg störf til líknar og verndar, en ég er líka viss um, að ekkert getur bægt meira böli og þjáningum frá búfénu okkar en það, ef gjörð væri samtaka árás frá öllum hliðum á morðgjárnar í hraununum okkar, sem féð gengur mest um. Þetta er hægt ef góður vilji er fyrir hendi. Ekkert minnismerki gætu dýravinir hlotið, sem bæri þeim betur eilíft vitni. Ég er sjálfur þrotinn að kröftum og veit, að DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Simi 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastrœti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. >________________________________________J Káin: I FJÖSINU Ég hayr&i kýrnar hjala um hljófia aftan stund; ág ludd þœr liafi veriS afi lialda „kvttnf(>lagsfund“. Því allar ra’ddu í einu og engin þagaft gat, fxer töliwu um allt og alla, og oftast þó um mat. „ViS erum fullar og feitar, og fó&rift brestur ei: Mais og mala&ir liafrar og miki?> og kjarngott hey“. „Mig var&ar jú ekkert um fta& og ekki er þafi „bissness“ mitt. En heyr&u hérna, Skjalda! hvena’.r er tali& þitt?“ ég get ekki hlaðið upp úr fleiri hraungjótum, en þvi fastar sækir að mér hugsunin um þessa bjarg- arvana vesalinga, sem hrópa á hjálp okkar mann- anna. Það er hægt að bjarga fjölda af sauðfé frá þessum ömurlegu örlögum, sem bíða þeirra í hraununum, með ótrúlega litlum kostnaði, og um leið gæti fjöldi fólks hlotið ógleymanlegar og ævintýralegar endurminningar um skemmtiferðir, sem farnar hefðu verið í þágu mannúðarinnar. Með virðingarfyllstri kveðju, Kletti 3. febr. 1953. Jón Eyjólfsson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.