Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 4
36 DÝRAVE RNDARINN UM ALDUR DÝRA Rannsóknir á ævilengd dýra eru miklum erfið- leikum bundnar, nema um húsdýr sé að ræða. Að visu eru til skýrslur um ævilengd ýmissa ann- arra dýra, en þær eru byggðar á athugunum um aldur dýra í dýragörðum og gefa því enga áreið- anlega hugmynd um aldur sömu dýra við eðlileg lífsskilyrði. Er dýr kemur undir umsjá mannsins, er það verndað fyrir óvinum, þurrki, sulti og fjölmörg- um hættum öðrum, svo og ýmsum sjúkdómum, sem gætu stytt ævi þess að öðrum kosti. —- Þrátt fyrir þetta kasta svona skýrslur nokkru ljósi á ævilengd dýra og ryðja um leið úr vegi reyfara- legum hugmyndum um háan aldur sumra dýra. Svo virðist sem maðurinn lifi allra dýra lengst, ef litið er á alla tegundina en ekki á stöku lang- lífa einstaklinga, og frá eru taldar risaskjaldbök- urnar, sem óðum fer fækkandi. Tölur þær, sem safnað hefur verið um aldur dýra, benda til, að samræmi sé á milli stærðar og langlífis. Stór líkami er lengur að slitna en lítill. Meðal spendýra virðist reyndin sú, að gras- ætur og alætur lifi lengur en kjötætur svipaðrar stærðar. Þessi dýr verða að vísu að eyða lengri tíma til að afla sér fæðu en kjötæturnar, en á hinn bóginn lifa grasætur auðveldara lífi og áhyggjulausara. Ætla má, að mannaparnir: górilla, órangútan og simpansi, gangi næst manninum að langlífi, ef miðað er við stærð. Þar til mjög nýlega hefur ckki tekizt að halda mannöpum lengi lifandi í dýragörðum, svo að þekking á ævilengd þeirra er ennþá mjög sundurlaus. Simpansar og órang- útanar hafa lifað allt að fjörutíu ár í dýragörð- um. — Minni apar eru oftast skammlífari en stóru aparnir. Margar sögur eru til um aldur fíla: þeir eiga að lifa öldum saman, en slíkar sögur munu mjög orðum auknar. Fíll getur átt afkvæmi, er hann er tíu ára, og þótt fyrir geti komið, að fílar verði hundrað ára, sýna þeir oftast skýr ellimörg þeg- ar um fimmtugt. Grasbítirnir: úlfaldar, gíraffar, hestar, naut, kindur o. s. frv. geta náð fertugs- aldri, ef góð skilyrði eru fyrir hendi. Sama er að segja um flóðhesta og nashyrninga. I Vestur- Evrópu eru dæmi þess, að asnar verði vel þritugir, en i Austurlöndum verða þeir sjaldan meira en aldarfjórðungsgamlir. Eru það lítil undur, er þess er gætt, hvílíkum ósköpum er hlaðið á asnana þarna eystra. I Vestur-Asíu er til málsháttur á þessa leið: „Kaupmaðurinn býr fyrst út byrðina og fer síðan út og leigir sér burðardýr". Og oft- ast fær asninn að bera byrðina, enda allra burðar- dýra algengastur þar um slóðir. Hve þung sem byrðin verður, bregzt það naumast, að kaupmað- urinn hlassast sjálfur ofan á. Nokkur bót í máli er þó, að hann lætur konu sína (eða konur) jafn- an ganga! Kettir, birnir og sæljón ná frá fimmtán til fjöru- tíu ára aldri, og verða stærstu dýrin elzt. Ljónin eru langlífust allra dýra af kattaættinni, að minnsta kosti í dýragörðum. En ef borin eru saman jafnstór dýr meðal spendýra, verður sam- anburðurinn mjög í vil jurtaætum. Leðurblaka, sem lifir á ávöxtum og er helmingi minni en ref- ur, verður tvöfalt eldri. Enginn veit neitt með vissu um aldur hval- anna. En nú er nýskeð farið að merkja þá með örvum eða litlum skutlum, og ber það kannski nokkurn árangur, er fram líða stundir. Eftirlit til að hindra útrýmingu hvala yrði mun auðveld- ara, ef haldgóð vitneskja um aldur þeirra væri fyrir hendi. Það, sem vitað er um aldur fugla, stangast á við þá vitneskju, sem við fáum frá spendýrum um sambandið milli jurtafæðu og langlífis. Strút- urinn, hálfur fjórði metri á hæð og tvö hundruð pund að þyngd, lifir mun skemur en hrægamm- urinn, sem oft verður hálfrar aldar gamall. Hrafn- inn, sem sagður er verða margra alda, mun naum- ast ná hálfum aldri gammsins. Trúlega verða uglur og frændur þeirra, páfa- gaukarnir allra fugla elzt. Stórar uglur hafa náð yfir 65 ára aldri í dýragarði, og þess eru dæmi, að páfagaukar verði ennþá eldri. Skriðdýr, fiskar og froskdýr hætta aldrei alveg

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.