Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 37 Nú líður óðum að réttum. Myndirnar tvaer, scm liér birtast, eru báðar úr Skeiðaréttum. HERNAÐARLIST Hvítu maurarnir — termítarnir — spýta vökva á óvini sína, og er vökv- inn þeirrar náttúru, að hann storkn- ar í loftinu. Könguló sem er svo ólánsöm að verða fyrir siíkri spýju, verður þegar að „steingervingi". Lítil eðla í eyðimörkum Kallforniu spýtir blóði úr augnakrókunum cf á hana er ráðizt. Þefdýrið er ekki eina spendýrið, sem getur sent frá sér daunilla vessa í varnarskyni. — Þótt undarlegt sé, er maðurinn eng- an veginn einn um að nota sprengj- ur. Bjöllur nokkrar senda frá sér vökva, sem springur, er í loftið kemur. að vaxa, framan af ævi vaxa þau hratt, en auka siðan lítið eitt við sig ár hvert. Er því stærð þess- ara dýra nokkur mælikvarði á aldur þeirra. Risa- skjaldbökur verða margra alda gamlar. Á eynni ®t. Helenu lifir skjaldbaka, sem var því sem næst lafnstór og nú, er Napóleon var útlagi á eynni. Um aldur froskdýra er það að segja, að stór- salamandran í Japan, sem er hálfur annar metri að lengd, getur lifað hálfa öld. Ekki getur þetta talizt hár aldur miðað við stærðina, því að vit- að er um margar salamöndrur, aðeins nokkurra bumlunga langar, sem hafa lifað vel tuttugu og f'mm ár í vatnsbúrum. Ekki er vitað til, að Hoskar lifi lengur en salamöndrur. Aldur fiska er lesinn af árhringunum í kvörn- um þeirra og hreistri. Bætist einn slíkur hringur við á hverju sumri. Skata, síld og silungur lifa fimmtán til tuttugu ár, flyðran getur orðið tuttugu og fimm til fjöru- tíu ára. Smáfiskar á borð við hornsílið lifa að- eins fáein ár. Aldur hryggleysingja, þegar hann er þekktur, er mjög breytilegur. Krabbar af ströndinni hafa verið aldir upp í vatnsbúrum og eru þar þrjú ár að ná fullri stærð. Áður en það verður, hafa þeir seytján sinnum hamskipti. Ævi skordýra er stutt. Til eru flugur, sem eru orðnar gamlar aðeins fjórum stundum eftir að þær skríða úr púpunni. Skordýranna bíða marg- ar hættur. J. B. S. Haldane, prófessor, bendir á

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.