Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 8
40 DÝRAVE RNDAR IN N DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavik. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. L__________________________________________j inn hestur var viðlátinn á Lækjamóti, nema fyl- full meri, sem gekk á túninu. Og því varð að tjalda, sem til var. Tók Sigurjón til þess, hve aumingja hryssan var lipur og þægileg, þótt komin væri að kasti. Við svonefnda Dalsá náði hann hestunum. Var þetta alllöng leið, um fimm kíló- metrar. Til baka að Lækjamóti, þar sem allur póstflutningurinn beið, var ekki farið löturhægt. Ég gat þess fyrr, að Reykja-Rauður hefði verið talinn meinfælinn. Þessi köst komu stundum fyrir, þótt engin sýnileg ástæða væri fyrir hendi. Er ekki hugsanlegt, að þetta hafi verið innibyrgð orka og hamslaus þrá eftir meira frelsi, sem útrás fékk á þennan hátt? Þekking okkar á sálarlífi dýranna er svo lítil og ófullkomin. Eitt sinn var maðurinn minn að svipast eftir hestum í fjallinu fyrir ofan Ásláksstaði. Sér hann þá Rauð ekki hjá hestunum. Verður honum litið upp á svonefndan Sjónarhól. Þar ber fjallið hæst og sést þaðan langt í vesturátt. Þar stendur Rauð- ur hnarreistur og horfir til vesturs. Bóndi minn gengur spölkorn í átt til hans og kallar allbyrstur: „Hvað ertu að fara, Rauður?“ Rauður lítur við og gengur síðan í hægðum sínum til húsbónda síns. Og það merkilega er, að eftir þetta lagði Reykja-Rauður aldrei til stroks. Kannske hefur hann i sinni hestssál hugsað eitthvað á þessa leið, þegar hann hlýddi rödd húsbónda síns: „Vertu óhræddur, ég skal aldrei framar bregð- ast þér. Hjá þér er gott að vera“. Um vitsmuni dýra Ljósorms-jómfrúin skríður í rökkrinu upp á grasstrá og sendir upp í loftið þrjá ljósgeisla, sem tákna: „Óska eftir að kynnast ungum manni, með hjúskap fyrir augum“. Kólibrí-pilturinn ávarpar kærustu sína á hreyf- ingamáli, sem er ólíkast ósviknu ástaljóði. Á flögrandi vængjum sveiflar hann sér í boga fram og aftur fyrir augliti sinnar tilbeðnu, eins og pendull í klukku. Því ástríðuþrungnari sem ,,ræða“ hans verður, þeim mun hærri verða endimörk bogans, þar til hann að lokum gerir ,,upphrópunarmerki“, sem getur skotið honum 20 metra lóðrétt upp í loftið. Nokkur andar- tök heldur hann sér á lofti í þessari svimandi hæð, síðan stingur hann sér skyndilega og snar- ctanzar á ný, glitrandi sem gimsteinn í loftinu, beint fyrir framan brúði sína. Samvinna í ríki dýranna. Ein skemmtilegasta samvinna, sem á sér stað í dýraríkinu, er milli svonefndrar hunangsmold- vörpu og lítils fugls, sem nefnist hunangsgauk- ur. Heimkynni beggja er í Afríku. Fuglinn er sólginn í býflugna- og geitungslirfur, en hunangið er kjörréttur moldvörpunnar. Nú getur fuglinn ekki varizt aðsókn mörg þúsund æðisgenginna býflugna, og moldvarpan er svo stuttfætt, að hún getur ekki farið í langar ferðir til að leita uppi býflugnabúin. Þess vegna flýgur hunangs- gaukurinn um kring í skóginum, þangað til hann finnur býkúpu, en snýr að því búnu aftur til moldvörpunnar, sem bíður hans ofboð róleg, og flýgur í hringjum yfir höfði hennar. Fugl- inn segir frá fundi sínum með því að reka nokkr- um sinnum upp hvellt tjirr-tjirr-hljóð. Síðan flögrar hann af stað í áttina til býkúpunnar, og moldvarpan eltir hann silalegum skrefum. Varin sínum þétta og þykka feldi, sem býflug- urnar vinna ekki á, sundrar moldvarpan búi þeirra og bæði hún og fuglinn uppskera laun góðrar samvinnu. Niðurl. næst.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.