Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 2
42 DÝRAVERNDARINN Sigríður Ólafsdóttir, Snœbjarnarstö'öum: TÝRI OG Þegar sumarið kveður og vetur gengur í garð, sezt ég við rokkinn og fer að spinna. Gjarna raula ég þá vísu, og rokkhjólið þýtur undir, svo að unun er að heyra fyrir þá, sem á mig hlusta. Ég er margvís og veit oft lengra en nef mitt nær. Ekki er mér að skapi að sitja auðum hönd- um, enda verður garragangurinn í rokkhjól- inu mínu harla líkur norðangarranum, sem næðir á Þorra. Kætist ég þá mjög og færist í aukana. Rúmbríkin tekur að braka og lopinn skoppar til og frá, eins og fífuhnoðri í aftakaveðri. Ég brýni raustina og skemmti tilheyrendum kostu- lega. Þó liggur mér við að reiðast því, hve mjög ég þarf að greiða mér, að aflokinni ,,senu“. Finnst mér þá ekkert sjálfsagðara að gera, á rökkurkvöldum napurlegs vetrar, eftir velheppn- að sumarstarf, en að þyrla upp ofurlitlu ryki, meðan lopinn rennur inn á snælduna. Mér leið- ast alltaf þær manneskjur, sem þumbast orð- lausar í myrkrinu, eins og mykjuhlöss nýekin á völl. Jafnvel þó að allt sé í lagi með búskap- inn, nóg hey og matur handa fólki og fé: græn taða, súrsaðir lundabaggar, hangikjöt og síldar- mjöl. Verst ef laxinn úr henni Fnjóská er mork- inn! Stundum þegar byljirnir gnauða sem hæst í hamrabeltinu í fjallinu ofan við sveitina, finnst mér sem ég hafi ekki í fullu tré við þá, og þeyti rokkinn því þegjandi. — Hugsa ég þá um kunningjana mína, en þeir eru flestir fer- fættir. Ég hef fjarska gaman af hundum. Gamli Bónus liggur i leti, og hann er að verða aumi hundurinn, sem engu nennir. Mikið má vera, ef hann á ekki óbitin bein síðan í hitteðfyrra! En sem betur fer á ég tvo kunningja á næsta bæ. Það eru þau Týri og Marra. Vitið þið, hvað gaman getur verið að litlum og skrítnum skepn- um, eins og Týri og Marra eru? Þau eiga heima á Hömrum. Týri er mórauður, en Marra svart- strútótt. Þau eru systkin og ekki nema smá- kríli enn þá. Kem ég oft að heimsækja þau. MARRA Læt ég þau þá elta mig hringinn í kringum bæinn, og hafa þau mjög gaman af. Það er alveg eins og þau séu að brosa og hlæja, þegar þau leggja eyrun aftur á hausana og dilla rófunum í einskærri gleði og kátínu. Eins og gefur að skilja, er ekki hægt að segja langar ævisögur af svona ungum hundabörnum, og ætla ég að bíða með það, þangað til þau eru orðin gömul. Það á nefnilega að láta þau lifa og selja þau á aðra bæi, þar sem nóg er að gera fyrir duglega seppa. Býst ég við, að þau verði vitur, eins og þau eiga kyn til. Það er þegar farið að sjást, að þau hafa gaman af að velta vöngum spekingslega yfir hlutum ver- aldarinnar. Reka þau stundum upp furðuleg bofs, er þau eru í slíkum hugleiðingum, og horfa hvort á annað, eins og þau búist við, hvort í sínu lagi, að hitt sé búið að ráða gátuna og geti gefið skýringu. Hausinn á Mörru er talsvert stærri en haus Týra og stundum lítur út sem Týri hafi ágirnd á að eiga stærri hausinn sjálfur. Voða er hann þá súr á svipinn yfir sínu litla hlutskipti í hausa- málunum! Einu sinni þegar þau komu að heimsækja mig, varð ég mjög hissa, því að ég hélt að þau gætu ekki ratað til næsta bæjar. Kom líka upp úr kaf- inu, að þau voru ekki ein á ferð. Mamma þeirra trítlaði með þeim og meira að segja sjálfur hús- bóndinn á Hömrum líka. Hann heitir Jói og er ósköp góður við alla hundana sína, enda val- menni og dýravinur. Hann hefur oft klappað Fjáru gömlu, enda hefur hann margan hvolpinn undan henni selt, og hlotið drjúgan skilding fyrir. Svona eigið þið líka að verða vænir menn við dýrin, börnin góð! Þið getið byrjað á því snemma. En nú ætla ég að halda áfram að tala um rófudillurnar mín- ar, Týra og Mörru. Þau komu nú þarna að heimsækja mig og bað ég heimilisfólkið að gefa mömmu þeirra eina pönnuköku, meðan Jói var

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.