Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 43 að drekka kaffið. En ég færði hvolpunum mjólk- urbolla fram á dyraþröskuld. Þá varð heldur en ekki handagangur í öskjunni, eða réttara sagt tungugangur í bollanum, meðan þau voru að lepja og sleikja innan. Svo sleiktu þau útum og sögðu takk, bæði með rófunum og svipbrigð- unum. Ég held helzt, að þau hafi ekki viljað labba heim aftur. Máttu þó til; og faldi ég mig á meðan hersingin var að hverfa bak við næsta leiti. Ég er stundum dálítið hrekkjótt, og var því að hugsa um að gaman væri að kalla á þau og láta þau koma hlaupandi aftur, en það hefði verið ómak fyrir litlu greyin, svo að ég gerði það ekki. Annars er ekkert jafn skemmti- !egt og að sjá litla hunda koma hlaupandi á harða spretti og bofsa. Ef þið hafið einhvern tíma svona litla hunda a heimilum ykkar, börnin góð, verðið þið að Passa, að gleyma ekki að gefa þeim, begar þau hætta að sjúga. Undir fóðruninni er velferð litlu Sreyjanna komin. Þið eigið líka að hugsa um að búa þeim góð og þurr bæli úr heyi, þar sem þau geta gengið að vísri svefnsæng. Nauðsyn- legt er að skipta um heyið í bælinu við og við. Sumir hundar eiga aldrei neinn vissan sama- stað á bæjum sínum, en verða að hírast í göng- um og kjöllurum og oft jafnvel bara úti. Þeir hundar verða ekki eins heimakærir og hættir til að lenda á flæking. En slíkt er misjafnt líf, eins og gefur að skilja. Vinir mínir, Týri og Marra, eiga gott bæli 1 hlýrri skemmu, rétt hjá íbúðarhúsinu. Það er afhólfað með timbri og innanbúið á bezta hátt. Og þau hafa sérstaka gátt, til þess að hlaupa út og inn um, þótt aðaldyr skemmunn- Unnar séu lokaðar. Þau eru fædd þarna og vilja sjálfsagt helzt aldrei þurfa að fara burtu. Mér hefur skilizt það á þeim. En svo getur útþráin komið með aldrinum, og þau þá látið sér lynda að vera seld út í heiminn stóra. Og þess vegna bið ég Dýraverndarann að birta þetta greinar- horn um Týra og Mörru, að ég vil að þið vitið, að þau séu til, og ef þið hittið þau, að gefa beirn þá bein og sopa. GuSrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöóum: B 3 ö R N Ef til vill kemur ykkur í hug, að Björn þessi sé burgeis, sem ferðist í einkabíl, eigi stórhýsi í borginni og fallegan sumarbústað í skóginum. En svo er ekki. Sá Björn, sem hér um ræðir, er lítill hundur af Fox Terrie kyni. Fyrst þegar hans er getið, var hann vinalaus flækingshundur, sem rölti hungraður og umkomulaus um götur Kaupmannahafnar. Eftir langt flakk, sult og seyru, lenti hann hjá fátækum hjónum, sem áttu mörg börn. Hjónin unnu bæði úti, en börn- in og hundurinn voru heima og gættu heimil- isins. Einhvern veginn síaðist út, að aðbúð seppa væri ekki sem bezt hjá þessu fólki, en það fylgdi sögu, að ekki væri hann sveltur. Þá bar það við einn dag, þegar húsbændurnir voru úti að venju, að eitt barnið klifraði upp í legubekk, sem stóð undir glugga, brölti upp í gluggakist- una, opnaði gluggann og var í þann veginn að steypast út um hann. Með óskiljanlegu snar- ræði stekkur rakkinn upp í legubekkinn, setur framfætur upp í gluggakistuna, en stendur með afturfætur í legubekknum og nær taki í föt barnsins á bakinu. Munaði mjóu, að barnið væri hrokkið fram af gluggabrúninni. Hefði það fall kostað líf barnsins, því að þetta var á efri hæð og steinhörð gatan fyrir neðan. Þegar hin börn- in sjá þetta, halda þau, að hundurinn sé að gera barninu mein. Verða þau hamslaus af reiði og ganga öll í skrokk á honum með bar- smíði og ólátum. Og ekki hafa þessir óvitar dregið af sér, því að blá og bólgin var þessi ferfætta hetja eftir höggorustuna. En af hyggju- viti og göfugri eðlisávísun vissi seppi, að af þess- um örðuga verði mátti hann ekki víkja. Að lok- um bar þar að mann, sem hjálpaði upp á sakir. Ekki er þess getið, að foreldrarnir hafi verið þakklát hundinum fyrir þetta frækilega björg- unarafrek. En sagan barst víða, og seppi var tekinn burt af þessu heimili. Komst hann í eigu ungrar hjúkrunarkonu, fröken Rasmussen, sem hætta varð starfi sínu sökum heilsubrests og flutti heim til móður sinnar. Skömmu eftir að Björn kom til þeirra, fluttu þær mæðgur til Langeland. Þar lifir seppi nú í góðu yfirlæti og nýtur virðingar að verðleikum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.