Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 6
46 DÝRAVE R N DARIN N Vegfarandi: ORÐ í BELG Mér kemur sauðfjáreign Reykvíkinga ekki við, enda er mér sama hvort þeir eiga kindur eða ekki, en er ég hafði lesið þá fáránlegu viðbáru, að ekki sé hægt að girða fyrir sauðkindur, fékk ég löngun til að leggja orð í belg um sauðfjár- rækt og girðingar, þó að hann sé nú kannski þegar fullur orðinn. Það er að vísu satt, að íslenzkar sauðkindur eru léttfærar og duglegar að bjarga sér, hvort sem það eru girðingar eða aðrar torfærur, sem verða á vegi þeirra, en við eigum líka drjúgan þátt í því að kenna þeim það. Víða er illa og óvandlega girt. Slíkar girðingar eru beinlínis kennslutæki, sem veitir þeim skepnum, er hafa dug og dáð til að bjarga sér, ágæta æfingu í því að komast leiðar sinnar gegnum girðingarnar. Víða sjást girðingar þannig gerðar, að vírinn hangir illa festur og slakur á brotnum stólpum, og oft eru slíkar girðingar nærri hvítar af ull. Jafnvel tún eru oft mjög illa girt og þá ekki síður matjurtagarðar. Oft er þetta einna lakast, þar sem veggir hafa verið hlaðnir utan um garðana. Illa hlaðnir veggir vilja aflagast og verða skörðóttir. Þegar svo er komið er oft mjög auðvelt fyrir kindur að hoppa yfir garðinn eða smjúga undir vírþættina, sem oftast eru ofan á þeim. Fyrir mun svo koma, að hundurinn sé sendur til að reka úr túni án þess að hlið sé opnað. Stekkur féð þá á garðinn og brýtur hann eða slítur vírinn. Svo er farið að gá, hvar þessar kindur muni hafa farið, eitthvað dyttað þar að og síðan sagt sem svo, að líklega bili nú ekki þama næst. Svona er haldið áfram, þar til þessir skaðræðisgripir, sauðkindurnar, eru orðnar svo æfðar, að fáar girð- ingar halda þeim. Það er því hyggilegast, að girða vel þegar í byrjun. Góðar girðingar eru að vísu dýrar, en það eru ónýtu girðingarnar, sem ég hef lýst, líka, og auk þess til skammar og skaða. Mörg dæmi veit ég þess, að lélegar girðingar hafi orðið skepnum að slysi, en það verða vandaðar girðingar og rammgerðar tæplega. Nú eru farnar að heyrast um það allháværar raddir, að við eigum að fjölga fénu, og er gott til þess að vita, að áhugi á sauðfjárrækt er að glæðast. Hún hefur borið íslenzkan landbúnað hæst og má sízt úr honum hverfa. Ætti það vissu- lega að vera ósk allra sannra Islendinga, að allir þeir, sem af völdum fjárpesta hafa orðið að farga öllu sínu fé, geti sem fyrst komið upp góðum stofni á ný, en þar sem fjárstofninn er heilbrigð- ur, held ég, að fjölgun sé ekki alls staðar æski- leg eða nauðsynleg. Oft heyrist um það kvartað, að upprekstrarlönd séu of beitt og lömb rýr af þeim ástæðum. Heimahagar og slægjulönd eru auk þess beitt til skaða. Innan um þessar kvart- anir heyrast svo þessar hálfhjáróma raddir: Fjölgið fénu! Hvernig á nú að samræma þetta? Ég held, að við ættum að sækjast eftir að fá fullan arð af hverri skepnu — en ekki því að eignast sem flest höfuðin. Ég er þess fullviss, að hægt er nær undantekningarlaust að auka arð- inn af ánum með betri meðferð, sums staðar, þar sem ég þekki til, að miklum mun, — og það þó að allvel sé nú fóðrað. Ég þekki mörg dæmi, bæði af eigin reynslu og annarra, að reglulega vel með famar ær hafa gefið tvöfaldan arð á við góðar meðalær. Vitanlega hefur fóðrið kostað eitthvað meira, en þetta sýnir aðeins, hvað ærnar geta gefið furðulega mikið af sér. Nú mundi einhver vilja segja, að það borgi sig ekki að kosta svona miklu til. Um það er ég ekki fær að dæma, en vildi þó spyrja: Þykir bænd- um á mjólkursölusvæðinu borga sig að ala kýrn- ar svo, að þær gefi fulla nyt? Ef svo er, mundi þá ekki líka borga sig að ala og hirða ærnar svo, að hver einstök skili sem mestum arði. Ég vildi ráða þeim, sem í vafa eru um þetta, til að reyna, hversu mikinn arð má fá af nokkrum ám, álíka nákvæmlega hirtum og fóðruðum og kýrnar eru að jafnaði, áður en þeir festa trú á gömlu stað- hæfinguna, að ekki borgi sig að bæta fóðrun og meðferð sauðfénaðarins. — Enginn ætti að verða gjaldþrota við slíka tilraun. Hjá okkur í strjálbýlinu eru ærnar helzta tekju- lindin, — dilkarnir eina markaðsvaran að heita má. Á mjólkursölusvæðinu fæst mestur arður af kúnum. Það vita bændurnir; þess vegna hlynna þeir að kúnum eftir beztu getu, og munu telja

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.