Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1953, Blaðsíða 8
48 DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Ritstjóri: Sigurður Hclgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Dýraverndarinn kemur út að minnsta kosti átta sinnum á ári, mánuðina febrúar—maí og septem- ber—desembor. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að „Dýravernd- aranum“, eða flairi, eða vilja gjörast útsölumenn hans, fá 20% í sölulaun. Árgangur „Dýraverndarans" kostar nú 15 krónur. — Það sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 8,00. V.___________________________________________J urra gríðarlega, eins og þegar þeir gengu með ótamið rándýrseðlið í skógunum, löngu áður en sögur hófust. Sjötta skilningarvitið — eða hvað? Furðulegast er það tungumál dýraríkisins, sem ,,talað“ virðist vera án hljóðs, lyktar eða hreyf- inga — yfirleitt án nokkurra líkamlegra hjálp- armeðala. Sumir náttúrufræðingar halda, að hér sé um fjarskynjun að ræða; aðrir geta þess hins vegar til, að það byggist á líkamlegum til- finningum, sem fari fram hjá okkur mönnun- um vegna þess, að okkur vanti skynfæri til að verða varir við þær. Ekki er þessi kenning samt viðurkennd af öllum. Margir fræðimenn segja fullum fetum, að hún sé bull og slúður frá upphafi til enda án þess þó að hafa neinar betri eða sennilegri skýringar á reiðum höndum. Ég ætla ekkert að fullyrða og ekki að kveða upp neinn dóm um þetta efni, en ég get sagt athyglisverða sögu af köttunum mínum. Þeir voru óaðskiljanlegir vinir — með einni undantekningu þó. Sim var veiðiköttur mikill og stundaði veiðina af kappi, en Sam var mjög værukær og gerði ekki víðreist. Veiðiferðir Sims voru það eina, sem sleit samvistir þeirra, en þó var eins og eitthvert dularfullt samband væri milli þeirra meðan á þeim stóð. Stundum, þegar Sim hafði verið úti á veið- um hálfan dag eða svo, gat Sam allt í einu átt það til að rísa upp af móki sínu á skrif- borðinu, sperra eyrun og halla undir flatt, eins og hann væri að hlusta. Svo hentist hann fram að dyrum. Þegar honum var hleypt út, þaut hann af ctað og stefndi rakleitt þangað, sem förinni virtist vera heitið, stundum yfir á akrana og stundum út í skóg. Ef ég elti hann, gat ég verið viss um, hvað mér gæfi að sjá. Innan skamms mætti ég Sim hinum veiðifúsa á heimleið með nýveidda bráð, og Sam hinum værukæra í fylgd með honum. —— Með einhverjum undarlegum hætti vissi Sam auðsjáanlega, hvað gerzt hafði, áður en hann fór af stað til að mæta vini sín- um og félaga. — — — Hvað skal segja? . . . Að þetta sé ótrúleg saga — eða hvað? — Satt er það, en hún er sönn eigi að síður. — Fjarstæða munu sumir segja — ekki þarf að efa það, — en þetta er staðreynd eigi að síður. — Og það er svo margt í tilfinninga- og sálarlífi dýranna, sem við menn- irnir vitum lítið eða ekkert um, að enginn reynd- ur náttúrufræðingur mun loka eyrum fyrir ,,tungumáli“ hinna ,,mállausu“ dýra í hvaða mynd sem það kann að birtast. (Þýtt og samið). S. H. og L. H. VERÐLAUNAKEPPNI. Þeir, sem hafa í huga að keppa um verðlaun þau, sem veitt eru árlega úr Minningarsjóði Jóns Ólafs- sonar bankastjóra fyrir RITGERÐIR UM DÝRA- VERNDUN, eru hér með minntir á að senda þær rit- stjóra Dýraverndarans fyrir næstkomandi áramót. — Ritgerðirnar skal einkenna með sérstöku merki, en nöfn höfunda fylgja í lokuðu umslagi. v---------------------------------------J r h MINNINGARSPJÖLD: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns Ólafssonar, fyrrum bankastjóra, og minningar- spjöld Dýraverndunarfélags íslands fást í skrif- stofu Hjartar Hanssonar, Bankastræti 11, árituð og send, ef óskað er. — Sími 4361. I____________________________________J

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.