Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 51 er loks borið fram í stallinn, er gripið með gráð- ugum munnum snöggt og fast eftir tuggunni. Hestarnir reisa sig og stikla við stallinn, kasta heyinu með snoppunni og frýsa hraustlega. Bóndinn lokar hlöðudyrunum og stígur úr stall- inum niður í húsið og e. t. v. staðnæmist hann um stund hjá félögum sínum og vinum. Hann nýt- ur þess að sjá þá gæða sér á gjöfinni. Þetta var nú einu sinni sumarkaupið þeirra. Launin fyrir þrotlausa vinnu og einstaka þolinmæði og fórn- fýsi voru nú greidd með fóðrinu og annarri að- hlynningu. Víst áttu þau laun að vera sem ríku- legust. Minningar frá liðnu sumri koma fram í hug bóndans, ein eftir aðra. Margan góðan sprett höfðu þessir fallegu ferfætlingar þá gefið honum og þeim, sem hann unni, marga byrðina borið í garð og margan dag stritað sveittir undir oki ahtýgjanna, þegar svo mikið valt á því, að orka þeirra og hlýðni brygðist ekki. Bóndanum hlýnar um hjarta. Víst áttu þeir skilið að vel væri til þeirra gjört. Hann strýkur hlýtt um mjúka belgi og stinna makka; svo hverfur hann út, en um leið er höfði máski snúið snöggt til dyra og lágt hnegg kveður við. — Orðvana kveðja, en svo hlý °g fölskvalaus og miklu máttugri en sumar orð- Wargar og íburðarmiklar kveðjur þeirra, sem mál- ið eiga. -— — Bóndinn hverfur til fjárhúsanna. Seppi er í fylgd með honum, glaður og tryggur. Hann sezt við húsvegginn og horfir spekingslega á hús- hónda sinn moka snjóinn frá hurðinni. Svo, þeg- ar kvosin framan við dyrnar er orðin hrein, leggst hann í hana og hringar sig saman í kuðung. Og enda þótt hriðin sé svo mikil, að skjótt skefli yfir hann, flýr hann ekki heim, heldur biður hús- hónda síns, unz hann kemur aftur út. Fjárhund- Urinn hefur löngum unnið til að líða hungur, hreytu, kulda og hvers konar kvöl til að geta fengið að vera í nálægð húsbóndans. Slikt má ekki misvirða. í rauninni er það sígild fyrirmynd. Eðlið segir alltaf til sín, — sama hvort í hlut á ^oennskur maður eða mállaus smælingi, sem við nefnum — dýr. Pjárhúshurðin opnast og fellur að stöfum. Bónd- inn kveikir ljós, ef þess gjörist þörf, verkar af sér snjomn, hreinsar garðana og fer svo upp í hlöð- una. Á meðan honum dvelst þar, ríkir mikil ókyrrð frammi í fjárhúsinu. Kindurnar rása um krærn- ar, jarmandi og eftirvæntingarfuliar og rísa upp við garðann, einkum þann hluta hans, sem næstur er hlöðudyrunum. Þar hnappast þær saman og mæna vonaraugum inn í dyrnar. Og svo þegar heyið er borið fram, raða þær sér á garðann hlið við hlið — allar í sama andartaki, líkt og skipu- lögð herfylking. Frjáls — eðlislæg samtök, sköp- uð af einni tilfinningu, hinni frumstæðu þörf. Hér þarf engan aga, reglur eða lögmál. Bóndinn sýslar sitthvað í hlöðunni á meðan féð étur upp heyið, sem hann bar fram í garð- ann, en þegar það er nærri búið, tekur hann heyið, sem hann hefur verið að losa upp í fang sér, eins mikið og hann getur náð utan um, og ber það í þannig löguðu hneppi fram í garðann á ný. Margar af kindunum teygja höfuðið upp yfir garðabandið og rífa tuggur úr jöðrum hneppisins í fangi bónda um leið og hann dreifir því um garðann, svo smeygja þær sér aftur fimlega á milli stokks og garðabands og njóta gjafarinnar með ríkri ánægju. Það er mjög ólíkt hvernig kindurnar, hinir mörgu ein- staklingar, fara að mat sínum, alveg eins og mann- anna börn. Sumar kindurnar eru vandlátari en aðrar og ekki líkt því eins gráðugar. Þær hræra í heyinu með snoppunni, leita eftir því bezta og taka litlar tuggur í einu, stundum aðeins fáein strá eða eina laufkló. — Aðrar éta allt upp og ofan, taka feiknalega stórar tuggur, teygja sig sem lengst þær ná yfir garðann og ama í sífellu þeim félögum, sem næstir þeim eru á garðanum. Þegar bóndinn hefur lokið verki sínu í hlöð- unni, lætur hann það eftir sér að setjast á garða- bandið og horfa um stund á kindurnar sínar. Þær eru harla ólíkar að vexti, útliti og hátterni. Þegar alls er gætt, kemur í ljós, að engar tvær þeirra eru nákvæmlega eins. En þennan morgun, þegar bóndinn unir í fjár- húsi sínu og virðir fyrir sér kindurnar sínar, skiptir útlit þeirra hverrar fyrir sig ekki svo miklu máli, hann ber sama hug til þeirra allra. Allar í samein- ingu mynda þær eina heild, sem krefst umhyggju hans og vekur honum ríka ábyrgð, því að þetta er meginstoðin, sem bú hans hvílir á og velgengni hans og heimafólks hans er komin undir. Þetta er hjörðin hans, sem honum ber að annast af alúð, — honum þykir vænt um hana, ekki einungis vegna sjálfs sín, heldur einnig hennar vegna.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.