Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 4
52 DÝRAVE RNDARINN Hindrunarhlaup. Hindrunarhlaup [jykja merkiieg og mikil íþrótt og tilkomumikið skemmtiatriði, þar sem þau eru til sýnis. En þetta er hættulegur leikur, ekki sízt hindrunar-kappreiðar, sem líka eru mikið iðkaðar víða erlendis í sambandi við veðreiðar. Er algengt, að bæði hestar og knapar slasist eða láti lífið í þessum ágæta Ieik. Bóndinn minnist þess, hversu ánægjulegt hon- um hafði fundizt að annast þær um sauðburðinn siðastliðið vor. Hann man hversu gleðirík tilfinning greip hann, samfara saknaðarkennd, er hann sleppti þeim á fja.ll, sá þær brokka fúsar og frísk- legar í átt til afréttarinnar með litlu hnoðrana sína við hlið sér ■— káta og sældarlega, og hann man, þegar þær komu af fjallinu í haust, frjáls- legar og föngulegar með fallega, þroskalega dilka. Nokkrir þeir fallegustu höfðu fengið að lifa. Þeir fengu að una með mæðrum sínum í frjálsræði eins lengi og tíð leyfði, en voru nú króaðir af í húsinu fyrir innan þær og nutu gjafar sinnar með sýnilegri ánægju á milli þess, sem þeir horfðu skærum, spurulum barnsaugum sínum um þann litla hluta af heiminum, sem birtist innan þess- ara fjögurra veggja. Þessar gimbrar voru stofn að nýrri hjörð. Bónd- anum var sem hann sæi þær hverfa á fjall með vordögunum „laglegar, ljóshærðar, léttfættar og barnslegar" og stolt gleðikennd greip hann. En jafnframt skaut upp annarri hugsun, dapurlegri minningu frá haustinu. Meiri hluti lambanna hafði eðlilega verið fluttur í kaupstaðinn og fyrir þau höfðu verið keyptar matvörur handa fólkinu og fóðurvörur handa skepnunum, áhöld ýmis konar og fatnaður — yfirleitt flestar nauðsynjar til heim- ilisins og máske líka einhver munaður, einhver fallegur hlutur, góð bók, glæsileg mynd, hljóð- færi eða eitthvað annað, sem varð til þess að auðga og ylja tilvistina. Og allt hafði þetta verið greitt með lífi þessara fallegu, ungu sakleysingja. Það er sem óhugnaðurinn frá þeim degi, er þeir voru reknir inn í sláturhúsið og afmáðir þar, læsi sig um vitund bóndans, þarna sem hann situr og hugleiðir þetta. En var þetta ekki gangur lífsins? Eins dauði er annars líf, það gekk eins og rauð- ur þráður í gegnum gjörvalla tilvistina. Og var nokkuð við því að segja? Líkast til ekki — og þó var vitundin um þetta eitthvað svo sár og gagntakandi. (Frh. á bls. 56).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.