Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 53 Bjarni Signrðsson: Fjandmenn fuglanna Sú tegund lífvera, sem nefndar eru fuglar, eru gæddar ýmsum sömu eiginleikum og aðrar líf- verur af ólíkum stofnum. Líkjast þeir eiginleik- ar að sumu leyti þeim, sem er að finna meðal spen- dýra og manna. Sýnir það skyldleikann á milli allra þeirra tegunda, sem lífsanda draga. Þannig eiga þeir ástina til afkvæma sinna, eins og menn- irnir, óttann við háska, eins og þeir, varfærni til að verjast hættum, greind til að afla fæðu handa sér og sínum og glöggt auga til að greina óvini frá vinum. Allir eru fuglarnir fallegir og margir svo skraut- legir, að þeir eru sérstakt augnayndi. Þess vegna eru þeir mjög eftirsóttir á tjarnir í borgunum og í skrúðgarða þeirra. Og fátt er skemmtilegra og ánægjulegra en fjörugt fuglalif við heimili í bæjum og sveitum. Minnist ég þess, hve skemmti- legt var á vorin í sveit minni, sem dregur nafn af álftum, að sjá stóra hópa af þeim synda þar syngjandi á tveimur vötnum. Þá voru þær að hvíla sig, búa sig undir að verpa og bíða eftir því, að vorþeyrinn tæki snjóinn upp úr varp- löndum þeirra inn til fjallanna. Þær vissu vel, að eggin þeirra stóru, mundu vera mjög eftir- sótt og verða gripin ránshendi, ef þær verptu á slóðum, þar sem ræningjar færu um. Þess vegna verptu þær aldrei í sveitinni eða nálægt vötn- unum, þar sem þær höfðust við fyrst á vorin. Þær voru þarna í veri. Eg minnist þess til æviloka, hve mikla ánægju ég, drengurinn, hafði af því, að ganga fram á bakkann við Mjóásvatn, þegar álftirnar höfðust við undir bökkunum. Bjóst ég þá í fyrstu við því, að þær mundu verða hræddar, taka sig upp og fljúga lengra út á vatnið. Ég fór því mjög var- lega og læddist til þeirra, þar sem þær voru undir bakkanum. Tilgangurinn var sá að komast sem næst þessum stóru, fannhvítu og tignarlegu fugl- um. Hitt kom mér ekki til hugar að hrekkja þá eða gera þá hrædda. Mér til mikillar ánægju voru þær ekkert hræddar við mig, en sýnilega þótti þeim þó varlegra að synda með hægð spölkorn ut á vatnið. Þær höfðu aldrei orðið fyrir neinum óknyttum af hálfu mannanna á vötnunum þarna og hafa því litið á þá, sem vini sína. Þær voru mjög spakar. En hér urðu skjót umskipti til hins verra. Tvennt illt átti sér stað allt í einu. Ánægjan af fegurð og söng svananna hvarf á svipstundu, er einn af þeim missti maka sinn. Veiðimaður hafði fengið lánaða byssu, læddist að þeim, sem aldrei höfðu þurft að óttast neitt illt og uggðu því ekki að sér, og myrti eina álftina. Enginn getur lýst þeirri sorg og undrun, sem gagntók álftarmakann og félaga hans, er friðurinn var rofinn. Vötnin, sem reynzt höfðu friðarheimkynni þeirra frá órofi alda, voru nú allt í einu orðin vettvangur gráð- ugra óvina og morðingja. Og ótti þeirra við þetta leyndi sér ekki. Þær tóku sig allar upp samstundis af vatninu, þar sem myrta álftin lá, og flugu burtu. Og það sem meira var, allar álftirnar af hinu vatninu, sem þó var æði langt í burtu, forð- uðu sér einnig frá þessum ófriðarstað. Eftir það sást enginn svanur á vötnunum það vorið. Næsta vor á eftir komu þeir að vísu, en voru þá þögulir, tortryggnir og styggir. Fyrir dálítinn bita af fugla- steik og nokkrar fjaðrir eyðilagði óvinur fuglanna ánægju og yndi heillar sveitar um leið og hann svifti saklausan fugl lífi, sem hann átti ekkert sökótt við, en hafði þvert á móti skemmt hon- um með tiginni fegurð sinni og óviðjafnanlega fögrum söng. Ég þekkti vel þennan mann. Hann var góðgjarn og greiðugur og mikilhæfur á ýms- um sviðum, en veiðimennska var honum í blóð borin svo sterk, að hann átti erfitt með að hafa hemil á henni. Annað var þó verra í þessu efni. Dýrin voru alveg réttlaus að áliti og í huga manna yfirleitt, þegar ég var á barnsaldri. 111 meðferð þeirra var meira sprottin af þekkingarskorti á lífseðli þeirra og misskilningi, en af grimmd eða tilfinningaleysi. Þá var ekki búið að vekja menn til skilnings á því, að fuglar og önnur dýr eru gædd heitu blóði, eins og mennirnir, eiga tilfinn- ingar, eins og þeir og syrgja og sakna, eins og þeir. Nú er þessi afsökun ekki til lengur. Að vísu var hún veik þá, en nú er hún alveg horfin. Þó

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.